Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 35

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 35
SKÓGINN Framhalds saga 9 hluti Hugsanir hennar voru allar i upp- námi, en mest gætti þar þó hræðslu. Þvi að hugsunin um Latimer og Carol fannst henni eins og einhver ósigur. Hún lá þarna og harmaði það, að heim- urinn handan við skóginn skyldi geyma konur, sem voru álika veraldarvanar og töfrandi og Carol — konur, sem auk þess höfðu mikla fegurð til að bera. Og henni hafði mistekist að halda i ó- breyttan sveitastrák. Nú fannst henni þessi uppreist Viktors standa milli sin og umheimsins — halda henni frá Latimer. Þvi að ef henni mistækist með Viktor, fengi hún sömu útreiö hjá Latimer. Viktor var ómerkilegur og einskis virði, enda þótt hann hefði hjálp- að henni til að þola nokkur drep- leiðinleg ár. En hvað sem hann nú kynni að vera, þá yrði hún að ná i hann aftur, ekki með fyrirskipun- um og ónotum, heldur fá hann til að meta hana meir en Carol, eða nokkra aðra konu i heiminum. Hún heyrði hann koma aftur og rétti úr sér. Viktor kom gegn um kjarrið, inn i litla rjóðrið og setti vatnsilátin niður og tók að kveikja upp. Þá stóö hún'upp og gekk til hans. Þegar hann rétti sig upp, iðaði hún fyrir framan hann og brosti inn i ljósblá augun hans. — Ég hef saknað þin svo mikið, Vikki. Hún lagði hendurnar á axl- ir hans. — Þú þarft ekki að láta eins og þú hatir mig. — Ég hata þig ekki, Rósa. Hvernig geturðu sagt þetta? Varirnar skulfu og hálsinn og kinnarnar voru kafrjóðar. Hún spennti greipar um hnakkann á honum. — Ég verð hér kyrr eftir að Carol er farin. Þvi máttu ekki gleyma. Hún dró höfuöið á honum fastar að sér og bauð honum varirnar. Og þá fann hún, sigri- hrósandi, að varir hans snertu hennar varir, að hann skalf allur og armur hans vafðist hikandi um hana. Hún hvislaði: — Þú hefur ekki gleymt...Hún hló meö sjálfri sér og nú var stoltiö hennar komið á sinn rétta stað. Þaö hafði verið bjánaskapur að vera að efast. Hún lagði höndina mjúklega á kinnina á honum. — Það er gott að láta þig halda á sér. Hvers- vegna höfum við ekki gert þetta oftar,4iér áður? ----Af þvi að þig langaði ekkert til þess, sagði hann blátt áfram. — Mig langaði til þess. En ég var bara hrædd um, að það væri rangt. — En svo er mér farið að þykja vænna um þig. Hann myndaði sig til að kyssa hana aftur, en hún hörfaði undan. Ef þú ert ennþá að velta fyrir þér vetrarferð til Kanarfeyjanna væri réttast að láta Úrval taka frá sæti Brottför: lengd: komudagur: 31. október 3 vikur 22. nóvember 21. nóvember 3 vikur 13. desember 12. desember 2 vikur 27. desember 19. desember 3 vikur 10. janúar 26. desember. 3 vikur 17. janúar 9. janúar 2 vikur 24. janúar 16. janúar 4 vikur 14. febrúar 23. janúar 2 vikur 7. febrúar straxi Brottför: lengd: 6. febrúar 3 vikur 13. febrúar 3 vikur 27. febrúar 3 vikur 6. marz 3 vikur 20. marz 2 vikur 27. marz 3 vikur 17. apríl 2 vikur 1. maí 3 vikur komudagur: 28. febrúar 7. marz 20. marz 28. marz 4. apríl 18. apríl. . 2. maí 23. maí FERÐASKR/FSTOFAN IESSZ> URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 Hringið, komi&skrifið Vinsamlega endurnýjió eldri pantanir. 34. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.