Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 34

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 34
HANDAN VrÐ Carol var oröin henni ögrun, meö nærveru sinni einni saman. Þaö heyröist ekkert i trjágrein- unum, enda hreyföi ekki vind. En undir fæti brast og brakaöi i frost- þurru lynginu. Og svo kæmu þau á grasvelli, sem voru orönir bitnir eftir dádýrin. Og stundum komu þau aö djúpum giljum, snarbrött- um. bannig héldu þau áfram meö Elg i broddi fylkingar, en hin á eftir i halarófu. Rósa tók aö þreytast. Hún hægöi á sér, þangað til Viktor var kominn alveg á hæla henni, og þessi seinagangur hennar nægöi til þess, aö Elgur og Carol voru brátt horfin sýnum. Hún stað- næmdistogsnerisér aöViktor: — Geföu mér meira aö drekka. Hún snerti höndina á honum þegar hann rétti henni pelann. Nú var hann ekki lengur eins og stirðnað- ur og nú leit hann ekki undan þeg- ar hún horföi á hann. Hún hall- aðist upp aö br-jóSti hans og lét allan þunga sinn hvila á honum. — Ég er þreytt. Hún beiö andartak en hand- leggirnir á honum vöföust ekki utan um hana, eins og hún þó heföi búizt viö. 1 einhverjum æs- ingi tók hun utan um mittið á hon- um. Hann sagði: — Við verðum aö halda áfram. Viö megum ekki missa af þeim. Hann losaöi sig af henni og hélt áfram á undan henni eftir stignum. Þau fundu, hverpig dagurinn leiö, af hitanum, sem færöist fyrst i aukana en minnkaöi síöan. Þeg- ar þau staönæmdust i siðdegis- svalanum, sagöi Elgur: — Viö ná- um þangað i björtu. Þaö er upp i móti næstu tvær milurnar, en svo veröur niöur i móti aftur. Og þar eru bifragrenin. Þaö haföi litiö veriö talaö á leiö- inni, þvi aö hraöinn, sem var á Elg, heimtaði alla krafta þeirra. Nú dönsuðu sólargeislarnir ekki lengur á sttgnum fyrir fótum þeirra. Svo þegar þau voru kom- in upp löngu brekkuna, breyttist landslagiö kring um þau. Furan og eitursveipirnir voru nú horfn- ir, og þau komu inn i landslag þar sem voru eitursveipir og mösur og birki, sem var búiö aö fella laufiö, en silfurhvitur börkurinn mest áberandi. Nú var bjartara yfir, rétt eins og þau væru komin inn i nýjan dag. Þarna var erfitt yfirferöar, af þvi aö trén voru þétt og sum höfðu fallið þvert yfir stiginn, og greinarnar kræktust i fötin þeirra. Þau brutust nú samt gegn um þessa flækju og komu að vatni. Þarna var langt stöðuvatn, sem hafði myndazt úr ánni, sem bifr- arnir höföu stiflaö. 1 hverju vor- flóöi haföi vatniö hækkaö og breiözt út yfir skóglendiö, sem bifrarnir liföu á. Elgur stoö og svipaöist um, en hinn settust á teppi £in og töskur og hvildu sig. Hann bénti á hinn endann á vatn- inu. — Þetta er slyngasta bygging- arlist, sem hægt er aö hugsa sér. Bifrarriir fella bara þessi tré rétt hjá vatninu og byggja háa stiflu. Þaö er rétt eins og þeir hafi mælt þetta allt út og viti hve hátt vatnið getur flætt, og hve stórt vatn þeir geta fengiö. Bakkarnir viö vatniö voru al- þaktir trjástofnum og trjátopp- um, sem bifrarnir höfðu nagaö sundur. Elgur hélt áfram, hreyk- inn og hrifinn: — Hér komá sam- an einar tólf kvislar. Og hér hafa þeir stiflur og grenjaþyrpingar, rétt eins og útborgir... Rósa sagöi: — bú lætur eins og þú hefðir gert þetta allt sjálfur. Hann leit af vatninu og á hana. — Að vissu leyti hef ég það lika. Flestir menn, sem rekast á svona bifragreni mundu drepa dýrin og selja af þeim skinnin fyrir nokkra dali. En það hef ég ekki gert, heldur hef ég variö þau. Fyrstu árin kom ég hingaö á nokkurra mánaöa fresti til þess aö leita að „kojótunum”, sem sátu um dýr- in. Og ég losnaöi viö þá að mestu, og þá fjölgaði bifrunum. Þegar mannskepnan hættir aö eyöi- leggja, er þaö næstum eins og ný sköpun. Viktor stóð upp. Við getum tjaldað hérna, er það ekki? spurningunni var beint til Elgs. — Já, sagði Elgur. Þú kemur öllu fyrir og sérð um matinn. Ég ætla að setja upp nokkrar gildrur meðan bjart er. Hann lagðist á hné við eina töskuna og tók upp nokkrar gildrur. — Ég ætla aö fara llka, sagði Carol. Hún stóð upp og leit á Rósu. — En þú, Rósa? — Nei. Ég ætla að verða hér kyrr hjá honum Viktor. Viktor flýtti sér aö svara: — Ég þarfnast engrar hjálpar. — Ég ætlaöi nú ekki að fara aö hjálpa þér, sagöi Rósa. Elgur tók gildrurnar á bak sér en Carol tók byssu, og þau gengu burt frá hinum tveimur. Þegar þau hurfu inn i birkiskóginn, horföi Rósa á eftir þeim. Þau voru fljót aö hverfa en áfram heyröistbrakiö Igreinunum undir fótum þeirra. En svo hætti það lika. Rósrauður kvöldbjarminn lagðist yfir vatnsflötinn. Fáeinir bifrar voru á sundi áleiðis að grenjum sinum. Einn og einn stungu þeir sér undir yfirborðið og syntu svo óséöir hver til sins heima. Viktor ruddi kjarrinu frá og safnaði eldiviö til þess að kynda bálum kvöldið. Rósa lá reykjandi og horföi á hann. Siöustu kvöld- geislarnir skinu á ljósa hárið á honum. Hann hreyfði sig liölega, likaminn fimlegur og girnilegur. Hún sagði: — Hefur nokkurntima nokkur sagt þér, aö þú værir fall- egur? Hann glotti þar sem hann lá á hnjánum, og tók niðursuðudósirn- ar upp úr töskunni: — Já, þú sagðir það einu sinni sjálf. Hún lá á hliðinni og studdi hönd undir kinn. Hún brosti, hálfert- andi. — Og nú ertu búinn að ná þér i stúlku. betta smámjakast, Viktor! Brosið hvarf af andlitinu á hon- um. — Ég kann vel viö aö vera meö honum Elg og henni Carol. — En slepptu þér bara ekki um of. Hún fer bráðum aö fara. — Ég veit, að hún er of góð handa mér. — Ertu orðinn svona slæmur, kallinn. Hún er of góö, en það er ég ekki. Hann leit upp og staröi á hana. — Þú manst vist, að þú ert gift? Hún fann einhvern kipp fara um sig alla. Viktor var þá farinn að svara henni uppi og risa upp á afturfótunum! — Ja, hvert i vein- andi! sagöi hún. Er hann Viktor minn litli...? Fyrir ekki svo löngu roðnaði hann ef hún bara leit á hann. En nú er hann búinn aö ná sér i háskólagengna stúlku með menningarsniöi, alveg út af fyrir sig! — Þú ættir að giftast henni. Þú þarft að fá einhverja hjálp við að mjólka beljur og moka haug. Þú og hún með háskólaprófiö. Hana langaöi ekkert til aö gera litiö úr Carol. Þvi aö þaö mundi þýöa sama sem, aö hún væri sjálf litil og gæti ekki jafnazt á viö konu, sem eitthvaö væri I spunniö. Bara henni veitti ekki svona erfitt að kunna vel viö fólk. Rósa heföi kunnað vel viö dóttur hans Elgs. Þaö var eitthvaö i fari þessarar stúlku, sem hún gæti tekiö eftir henni — eðlileg fram- koma gagnvart lifinu og ööru fólki, skapstilling og aö vera laus viö beiskju. En svo datt henni allt i einu i hug: — Latimer yröi hrif- inn af henni ef hún væri falleg. Og kannski jafnvel eins og hún er... Viktor tók pott og kaffiketilinn og ruddist gegn um kjarriö aö leita aö einhverjum læk. Rósa velti sér um hrygg og horföi á eggslétt vatniö. Rétt viö land sá hún hala á bifri skella á vatnið. En hún var ekki aö hugsa um það. Canon Ef þér kaupið Canon- vasavél, þá er ekki tjaldað til einnar nætur. Sendum i póstkröfu Einkaumboð, varahlutir, ábyrgð og þjónusta. KRIFVÉLIN Suðurlandsbraut 12, simi 85277. 34 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.