Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 11

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 11
merkiö (strákur) og nautsmerkiö (strákur)? Hvernig er skriftin og, hvaö lestu úr henni? Meö fyrirfram þökk. Póstvinkona Þaö eru til ótal ráö til aö ganga i augun á gagnstæöa kyninu, en Pósturinn telur sér ekki fært aö gefa neinar forskriftir í þeim efn- um. Reyndu sjálf aö finna þfna eigin aöferö, einnig tii aö geta gleymt. Pillan er talin öruggasta getnaöarvörnin. Gn ég iegg nú til aö þú ráögist viö heimilislækninn þinn, þaö mun veröa þér sjálfri fyrir beztu. Dreki' (strákur) og naut (stelpa) eru andstæöur, svo hætt er viö aö á ýmsu gangi, sem sagt, stormasamt samband. Vatnsberi (strákur) og naut (steipa), eru talin vera afar ólik og hæpiö aö þau geti unaö sér saman til lengdar. Vatnsberi (steipa) og naut (strákur), hafa mikiö aö gefa hvort ööru. Hann er þó e.t.v. full heitgeöja, en hún hinsvegar tals- vert svöl. Skriftin er áferöarfalleg, og ber vott um geöprýöi, bliölyndi og gætni. Sjáifráða Blessaður póstur. Hvernig liöur þér? Mig langar til þess að fá svör við örfáum spurningum. 1. Eru mæðralaun og barnameö- lag það sama? 2. Ég er orðin sjálfráöa 16 ára, er það ekki? 3. Er pillan 100% örugg? 4. Þegar ég er orðin sjálfráða, má ég þá fara að heiman, ef mig langar? Jæja póstur góður, mér liggur á að fá svör við spurningu nr. 4. Svo þú birtir þetta fljótt. Þakka þér fyrir birtingu siðasta bréfs og allt efni I Vikunni. 16 ára 3= XXX Ps. Lestu nokkuð úr þessu krassi? Póstinum llöur prýöilega takk fyrir, og vill reyna aö svara spurningum þinum cftir bestu vitund og getu. 1. Nei. Mæöralaun eru þau laun, sem rikiö greiöir til einstæörar móöur, en barnameölag er greiösia, sem faöir barnsins greiðir með þvf, allt til 17 ára aldurs. Sé faöirinn látinn, greiöir rikiö barnameölagiö. 2. Jú, 16 ára veröur þú sjálfráöa, en ekki fjárráöa. Þó máttu ráö- stafa þvi fé, sem þú aflar þér sjálf, en ekki eignum, ef einhverj- ar eru. 3. Pillan er talin vera 100% örugg. ef hún er tekin inn reglulega, og helzt á sama tlma hvern dag. 4. Já, þú mátt þaö, en geröu þér Ijóst aö freisinu fylgir einnig ^sjálfsábyrgö. Skriftin er læsileg, en ber vott um ómótaöan persónuleika. Hárgreiðsla Kæri Póstur! Þakka allt gamalt og gott. Mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Hvaða skóla þarf maöur að fara i, ef maður ætlar að læra hárgreðslu? 2. Hvað þarf maður að vera gamall? 3. Hvað tekur það langan tima? 4. Er það mjög dýrt? 5. Hvað heldur þú kæri póstur, að ég sé gömul? Kær kveðja og þakklæti Ó.A. P.s. Afsakaðu skriftina. 1. Ilárgreiösla er kennd I Iön- skólanum. 2. 16 ára. 3. Miöskólapróf, en gagnfræöa- próf er mjög æskilegt, til aö fá inngöngu I skólann. Námiö tekur 4 ár, en skólann sjálfan þarf ekki aö sækja nema 3 ár, og þá aöeins 3 mánuöi hvern vetur. Allan annan námstlma þarf nemandinn aö vinna á hágreiöslustofu undir leiösögn meistara. En nemandinn þarf aö vera kominn á samning hjá meistara áöur en skóla- gangan hefst. Þvi veröur hann aö koma I kring sjálfur, ég veit ekki til þess aö skólinn sé farinn aö annast þær fyrirgreiöslur ennþá. 4. Skólagjöld eru engin, en nemar fá laun þann tima sem þeir vinna á hárgreiöslustofunum, en ekki þá mánuði sem þeir sækja skólann. 5. Ég gizka á aö þú sért 14-15 ára. Svo hræðilega illt Háttvirti Póstur! Ég er I vandræðum, ég er með sár i gómnum fyrir aftan tennurnar, rauðbólgið. Mér er hræðilega illt I gómnum, ég get varla boröaö. Ég vona að þú getir hjálpaö mér I vandræðum mln- um. Hvað á ég að gera?????????? Með fyrirfram þökk og von um að bréfið birtist sem fljótast. Erna Lovlsa. Ég ráölegg þér aö fara til læknis tafarlaust. Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hef ur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. PavdöiA^, 1 ^ujZ- I OuujrobuS s'our* LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 -sími 13656 Undirrit__óskar: aö fá sendan upplýsingapésa um linguaphone aó kaupa linguaphone tungumálanámskeió í ensku □ frönsku nafn: heimili: spænsku n annaá mál ■ 1 I IU :: ,í. ?•: Fullnaáargreiásla kr. 5.200.- fylgir meö □ Póstkrafa kr. 5.400,-□ Serstakir greiösluskilmálar □ útborgun kc 2.500,- þrjár mánaöarlegar afborganir á vt'xlum —3x1.000- — samtals kr. 5.500.- LINGUAPHONE Hljóófærahús Reykjavíkur REYKJAVÍK 34. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.