Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 13

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 13
SIMTAL A 10.000.- DOLLARA ár og einhvern veginn haföi hún það á tilfin'ningunni, að ekki væri allt með felldu. Loks hafði hún sig upp i það að hringja á flugvöllinn, þar sem henni var sagt, að vélin hefði haldið áætlun fullkomlega og lent á tilséttum tima. Þvi miður yrði hún að biða fram að skrifstofu- tima til þess að fá að vita, hvort maðurinn hennar hefði tekið þessa vél, eða hefði af einhverjum ástæðum afpantað farið og tekið sér far með annarri vél. Frances var farin að verða óttaslegin og hringdi á hótelið, sem maður hennar var vanur að gista á. Og þar var henni sagt, að maður hennar hefði farið þaðan kvöldið áður, án þess að biðja fyrir skilaboð. Henni tókst ekki að festa blund alla nóttina. Samt sem áður reyndi hún að róa sjálfa sig með þvi, að ekkert flugslys hefði orðið siðasta sólar- hring. Og hefði Paul lent i slysi, eða veikst og verið lagður inn á sjúkrahús, hefði henni verið til- kynnt um það. En þrátt fyrir þessar skynsamlegu ályktanir, var henni mjög órótt. Það var lika mjög ólikt Paul að láta hana ekki vita allt um ferðir sinar. Hvar var hann, ef hann var farinn frá Chicago? Hvar i ósköp- unum var Paul? Hún leit á armbandsúrið sitt. Hún varð að biða eina klukku- stund til viðbótar, áður en hún gæti hringt á flugvöllinn og ef hún fengi engar upplýsingar þar, gat hún ekki gert neitt annað en að biða næstu flugvélar frá Chicago. Og ef hann kæmi ekki heldur með þeirri vél, yrði hún....Frances velti þvi fyrir sér hvað hún gæti þá tekið til bragðs. Þá yrði hún að snúa sér til lög- reglunnar, yfirmanns Pauls, blaðanna.... og hún yrði að svara mörgum hræðilegum spurningum. Útlitið var of skelfi- legt til þess að nokkur orð væri hægt að hafa um það. Nú byrjuðu auglýsingarnar i sjónvarpinu og Frances fór fram i eldhúsið til þess að sækja sér annan kaffibolla. Hún þaut aftur fram, þegar siminn hringdi. Hún lagði frá s'ér kaffibollann og þreif simtólið. — Halló? — Frú Bartlett? sagði ókunn rödd. — Frú Frances Bartlett? — Já, hvern tala ég við? — Við höfum manninn yðar i haldi, frú Bartlett. — Hvað þá? spurði hún skilningslaus. — Hvað? — Maðurinn yðar er i haldi hjá okkur, sagði röddin aftur. — Ha? Hafið þið Paul I haldi? Já, en hvernig... — Við krefjumst lausnar- gjalds. Skiljið þér? — 0, guð minn góöur.......... Frances greip andann á lofti og reyndi að vera róleg. Hún greip hendinni um ennið á sér. Hún velti kaffibollanum um koll og kaffið lak niður á gólfteppið, en hún tók ekki eftir þvi. — Paul ... liður honum vel? — Honum verður ekkert mein gert. Og hann heldur lifi og limum, ef þér gerið nákvæmlega eins og ég segi yður. — Leyfðu mér að tala við hann. Bara stutta stund. — Nei. Hlustið nú vel, frú Bartlett. Takið vel eftir þvi, sem ég segi. Rödd mannsins var djúp og á- kveðin. — Við krefjumst 10.000 dollara i notuðum seðlum og enginn þeirra má vera meira en 20 doll- araseðill. Skiljið þér? — Já, en ég hef ekki svona mikla peninga undir höndum. — Seljið skartgripina og takið lán. Ef yður stendur ekki á sama um lif mannsins yðar, skuluð þér útvega þessa 10.000 dollara undir- eins i dag. Komið svo með pen- ingana i buddu i McKinleygarð- inn. Þér vitið áreiðanlega hvar hann er. — Já, i miðborginni, svaraði hún umhugsunarlaust. — Alveg rétt. I miðjum garðin- um er stytta af McKinley forseta. Gangið inn i garðinn að norðan klukkan nákvæmlega kortér yfir tólf og leggið budduna á þriðja bekk norðan við styttuna. Skiljið þér? Þriðja bekk norðan við stytt- una. — Ég veit.... ég veit ekki hvað er norður þarna... — Woolworth er norðan við garðinn. Þaðan gangið þér beint að bekknum og að sjálfsögðu litiö þér aldrei i kringum yður. — Nei, það geri ég ekki. Á þriðja bekkinn klukkan kortér yfir tólf, sagði hún. — Og hvenær sé ég Paul aftur? — Annað kvöld. — Ekki fyrr? — Hringið ekki til lögreglunn- ar, frú Bartlett. Við munum hafa auga með yður. Ef þér reynið að gera einhverjar rósir, er maður- inn yöar búinn að vera. — Ég skil. En geturðu ekki leyft honum að fara fyrr heim? Er það ekki? Hún gerði sér ekki ljóst fyrr en eftir nokkra stund, að það þýddi ekkert fyrir hana að segja fleira. Maöurinn hafði lagt á. — Nei, hrópaði hún angistar- full. — Nei, bergmálaði tómt hús- ið. Þegar Frances var komin aftur úr McKinleygarðinum, gat hún enn ekki verið róleg. Hún gekk enn eirðarlaus um gólf, þegar börnin komu heim úr skólanum. Við og við gekk hún út að stofu- glugganum, dró tjöldin frá, en dró þau síðan strax fyrir aftur. Svo gekk hún upp á loftið og leitaði annars hugar að einhverju i svefnherbergi þeirra Pauls. Svo fór hún niður aftur og reykti siga- rettur og drakk kaffi og starði á simann. Hún var oft komin á fremsta hlunn með að hringja. Hún vissi, að hún myndi aldrei gleyma þessum degi. Hún myndi aldrei gleyma angistinni, þegar hún var að þvi komin að hringja á lögregluna og gerði sér þá allt i einu ljóst hvaða afleiðingar það gæti haft. Hún myndi aldrei gleyma flýt- inum við að leysa peningana út úr bankanum. Og hún myndi aldrei gleyma átökunum, sem það kost- aði hana, að setja budduna á bekkinn án þess að lita i kringum sig. Og hún myndi aldrei gleyma efanum um hvort hún hefði gert rétt og óttanum við, að Paul kæmi ekki heill á húfi aftur. Og allan timann var hún að velta þvi fyrir sér hvernig á þvi stóð að hún hafði orðið fyrir barð- inu á mannræningjum. Hún var hvorki fræg né rik, heldur ósköp venjuleg kona sem átti venjuleg- an mann. Og nú hafði þessum* venjulega manni verið rænt á hrottalegan hátt. Þvi höfðu þau orðið fyrir barðinu á þessu? Siminn hringdi aftur. Hún hljóp til og greip heyrnartólið. — Halló? Halló? — Astin min? — Paul! hrópaði hún upp yfir sig af létti. — 0, Paul, hvernig lið- ur þér? — Ég er auðvitað svolitið þreyttur, en að öðru leyti er allt i lagi með mig. Hvað er annars að hjá þér? — Hvar ertu? — í Philadelphiu. — Philadejphiu? — Já, auðvitað. Ráðstefnunni var einmitt að Jjúka. Hún stóð svolitið lengur, en áætlaö var. — Ráðstefnunni? Frances botnaði hvorki upp né niður I þessu. — Hvaða ráðstefnu? Ég skil ekki neitt i neinu, Paul. — Nú út af kaupunum, sem allt I einu var farið aö fitja upp á. Ég reyndi að hringja til þin I gær- kvöldi, en þá var búið að loka stöðinni. Fékkstu ekki simskeytiö frá mér? — Nei. Attu við, að allt sé i stakasta lagi og þér hafi liöiö vel allan timann? — Já, ég var búinn að segja þér það. Hvað gengur eiginlega að þér? — Attu við, að ... að þér hafi alls ekki verið rænt? — Rænt? Maðurinn hennar hló. — Hvernig datt þér það i hug? Frances hugsaði um upphring- inguna og lausnargjaldskröfuna — svo hugsaði hún um 10.000 doll- arana og féll i öngvit. Lew Sieberts ruggaði sér á skrifborðsstólnum sinum, hamr- aði með fingrunum á eikarskrif- borðið og hugsaði ráð sitt. Hann hafði ekki átt von á þvi, að þetta gengi svona vel. Hann varð hvað eftir annað að opna skrifborðs- skúffuna sina og horfa á budduna i henni, sem hann hafði sótt i mat- arhléinu. Hann varð að hand- fjatla hana til þess að sannfæra sig um, að þetta væri ekki einber hugarburður hans sjálfs. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að þessi aðferð gæfi bezt i aðra hönd af öllu þvi, sem hann hafði tekið sér fyrir hendur. Hánn yrði samt að forða sér, áður en þessi Bartlett kæmi aftur til borg- arinnar. Kannski hann ætti að fara til New York. Það væri liklega ekki svo vitlaust. Það yrði auðvelt að láta sig hverfa i milljónaborginni. Já, New York var liklega heppi- legust.... Simritinn i næsta herbergi fór að tifa. Þegar hann þagnaði, fór Sieberts þangað og reif pappirs- ræmuna úr honum. Hann las: CAROLE WILSON 424 BALTI- MORE MD 9073 X VERÐ AÐ FARA TIL SPRINGFIELD OG VERA ÞAR 1 TVO DAGA X HAFÐU ENGAR AHYGGJUR AF MÉR X ‘xARKVEÐJA PETER Sieberts settist aftur og las skeytiö vandlega. Það var ekki ólikt skeytinu, sem frú Bartlett átti að fá. Hann hallaði sér aftur á bak i stólnum og brosti ánægju- lega með sjálfum sér. Skyldi vera hægt að leika sama leikinn aftur? 20.000 dollarar voru helmingi meira en hann átti I buddunni i skrif borðsskúf funni... Hann sneri sér á stólnum, greip simann og valdi númerið, sem stóð á skeytinu. Hann heyröi konurödd svara hringingunni. — Frú Wilson? Frú Peter Wil- son? sagði hann. — Við höfum rænt manninum yöar..... * 34.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.