Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 18

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 18
ÓVELKOMIN HJÁ MÓÐUR AÐDAANDA. Kæri N.N. Ég er ein af þeim mörgu, sem velta draumum f yrir mér og þá sérstaklega merkingu þeirra. Hjá mér líður aldrei sú nótt, að mig dreymi ekki eitthvaðog ég hef oft áhyggjur af því, sem mér f innst draumarnir boða. Og mörgum drauma minna hef ég aldrei getað gleymt. Einn þeirr^ er sá, sem hér fer á eftir, og ég ætla að biðja þig um að ráða eitthvað úr. Draumurinn sá var á þessa leið: Strákur, sem ég var með í vetur, á heima hérna skammt frá og þangað fannst mér ég vera komin og inn í herbergi til hans. Hann heilsar mér með kossi, en í sömu andrá kallar mamma hans á hann og biður hann að f inna sig. Rétt á eftir kemur hún æðandi inn í herbergið og segir, að þarna geti ég alls ekki verið og verði bara að f ara und- ireins. Hún segir, að ástæðan sé sú, að til hennar sé að koma kona með tvo syni sína og þá verði ekki hægt að hafa mig þarna á heimilinu. Ég var sem sagt mjög óvelkomin. Strákurinn var mjög leiður yfir þessari framkomu móður sinnar og segir við mig, að ég skuli ekki taka neitt mark á þessum látum í henni og ég skuli umf ram allt ekki fara, þó að hún láti svona. Hann lætur ekki standa við orðin tóm, heldur felur mig inni í öðru her- bergi og segir mér, að ég skuli bíða sín róleg þar. Hann var ekki fyrr búinn að loka hurðinni og skilja mig eftir inni í herberginu, en ég veiti því athygli, að mamma hans liggur uppi í rúmi í herberginu og fyrir ofan sig hefur hún yngri bróður míns heittelskaða. Svo verður mér litið til hliðar og sé þá, að þar stend- ur þessi f yrrnef nda kona og með henni eru tveir synir hennar. Mér finnst rétt að geta þess, að hún sagði aldrei orð í draumnum. Mig langaði mest af öllu að taka til fótanna og f lýja út úr herberginu, en mamma stráksins kallaði á mig og skipaði mér að setjast á rúmstokkinn hjá sér og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf annað en hlýða henni og settist varlega á rúmstokkinn fyrir framan hana og bróður stráksins. Síðan tók hún í mig og lagði mig niður við hliðina á sér og kyssti mig á kinnina. Hún horfði svo ákveðin í augun á mér, að mér fannst hún myndi sjá algerlega í gegnum mig. En samt tókst mér að ná yfirtökunum í þessari hljóðlátu deilu okkar. Það gerði ég með því að kyssa hana eins og ég væri að tjá henni, að mér þætti svolítið vænt um hana og hún skildi það. Draumurinn varð ekki lengri en þetta, en mig lang- ar til að taka það f ram, að ég hef aldrei talað við hana. Ég vona svo, að þú ráðir þennan draum f yrir mig og sviptir af honum þeirri leyndardómsfullu hulu, sem mér finnst umlykja hann. Með fyrirfram þökkum og kveðjum. Doppa. Það leynir sér ekki á þessum draumi, að þú hefur hugsað mikið um þessa konu í vöku og þú imyndar þér að hún sé þér óvinveitt einhverra hluta vegna. Raunin er samt allt önnur og því áttu eftir að komast að, þeg- ar þú eldist, því að hún vill þér og syni sínum ekkert annað en allt hið bezta, þó að henni finnist þið vera full ung til þessað fara að binda trúss ykkar saman strax. HRINGUR Á FINGRI HANS. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða f yrir mig draum, sem er mér sérstaklega minnisstæður, en mig dreymdi hann nóttina ef tir að ég f ór á dansleik. Draumurinn var á þessa leið: Mér fannst ég enn vera stödd þarna á dansleiknum og allt var nákvæmlega eins og þar hafði verið, nema að strákur, sem ég hef nokkrum sinnum verið með, var þar, en hánn hafði ekki verið á ballinu um kvöldið. Ég hljóp til hans og var ákaf lega ánægð með að sjá hann. En þá tek ég eftir þvi, að hann er kominn með trúlofunarhring á fingurinn. Ég ætlaði að reyna að fá hann til þess að segja mér hvaða stúlku hann væri trúlofaður, en hann var óf áan- legur með öllutil þessaðsegja mér það. Draumurinn endaði svo með því, að hann tók upp annan hring eins og þann, sem hann var með á f ingr- inum og vildi, að ég setti hann upp, en mig minnir, að ég hafi ekki gert það. I þessu vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Dóra. Svo virðist sem þú sért haldin einhverri tortryggni í garð þessa pilts, en eftir draumnum að dæma er hún algerlega ástæðulaus og þið ættuð að geta orðið góðir vinir í framtíðinni. SVAR TIL HALLS HALLS. Þessi draumur er væntanlegafyrir einhverjum f jár- hagslegum ábata og svo virðist sem þú kunnir vel að nota þér hann og sért vel að honum kominn. LAMPALJÓS. Kæri draumaþáttur! Um daginn dreymdi mig ákaflega fallegan draum, sem'mig langar til þess að biðja þig um að ráða fyrir mig hið fyrsta, því að ég er yfir mig spennt að ita hvað hann táknar. Draumurinn var á þessa leið: Ég var stödd í stórum sal, þar sem var margt fólk aðhlusta á unaðslega tónlist. Ég þekkti engan þarna, en allir brostu fallega til mín og við það hvarf mér öll feimni og fannst mér sem ég hefði aldrei notið neinn- ar skemmtunar jafnvel áður. Ekki sá ég neitt hljóðfæri í draumnum og gat ekki almennilega gert mér grein fyrir því hvaðan tónlistin kom,eða hverjir léku hana,en mér fannst það engu máli skipta úr því að hún var svona falleg. Einu veitti ég sérstaka athygli. Það var fallega skreyttur steinolíulampi, sem hékk niður úr loftinu og bar Ijós um allan salinn. Ljósið frá honum var ótrú- lega skært án þess þó að vera skerandi og loginn jafn og kyrr og einskis f lökts varð vart í honum. Nú vona ég, að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig sem allra fyrst og þakka fyrirfram ráðninguna og þáttinn, sem mér þykir ómissandi. Með kveðju. Silla. Þessi draumur er fyrir bjartri, friðsamri og far- sælli framtíðog ekki einungis þín einnar, heldur allra þeirra, sem þú deilir kjörum með.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.