Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 39

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 39
Rósa sneri ekki heim á leið, þegar Viktor var farinn, heldur gekk inn i verzlunarhverfið, áleiðis til stofu læknisins. Hún var i prýðilegu skapi. Þegar hún var orðin ein, fann hún enn betur til þessa sigurs sins yfir Carol. En það var ekki fyrst og fremst sigurinn yfir stúlkunni, sem kætti hana, þvi að hún kunni mikið fremur vel við Carol, heldur var það sigurinn yfir efasemdunum, og staðfestingin á mikilvægi sinu sem konu. Hún hafði hendurnar i vösunum og göngu- lagið var eins og hjá hressilegum strák. Fingurnir á annarri hendinni fitluðu við seðla- hrúguna, sem Larson hafði greitt henni. Þetta voru hennar pening- ar og hugsunin um þá hressti hana við. Moline læknir sagði: — Ég var farinn að undrast um þig. — Fórstu nú enn að gera þér áhyggjur. — Nei, sagði hann. — Ég hafði engan tima til þess. Gamli maðurinn, sem ég var að segja þér frá, er nú farinn. Hann verður jarðaður á morgun. En svo varð málrómurinn liflegri: — Það er gott, að þú skulir vera komin aftur. Hún sá alveg á svipnum, að hann langaði mest til að taka utan um hana og draga hana að sér, en væri hræddur um, að hún mundi slita sig lausa. — Hvernig gekk með skinnin? — Elgur og Viktor náðu i tuttugu. Ég var að selja honum Larson þau. — Sélja þau? En hvernig fer þá með kápuna? Hún varð vond að þurfa að auð- mýkja sig með útskýringum á þessu. Hún hafði gert það, sem hún vildi gera, og vildi ekki standa undir neinum ásökunum um glæp. — Ég vil kaupa mér kápu, og geti ég það ekki, kæri ég mig ekki neitt um hana. — En kápa kostar mörg hundruð dali og þvi höfum við ekki efni á... — Dóttir hans Elgs getur fengið allar þær loðkápur, sem hún kærir sig um. En ég, kona helzta manns bæjarins; verð að snikja til þess að fá eina kápu. Þú átt ekkert stolt til en það á ég. — Hlustaðu nú á, Rósa. Þú getur fengið hvað sem þú vilt og ég get útvegað þér. En ég hef bara ekki efni á miklu. Ég vil að þú fáir þessa kápu, sem þig langar i. En hvern skilding, sem mér áskotnast, verð ég að leggja til hliðar, til þess að greiða niður þetta hús og svo húsið okkar heima. Það fellur í gajlddaga i haust, og ég vil geta greitt eitt- hvað svolitið meira en vextina eina. — Já, þú kjaftar þig alltaf frá þessu. En ég á dálitla peninga. Nú var hún orðin bálvond og það að sjá hann, svona auðmjúkan og afsakandi, kynti enn undir reiði hennar. — Ég þarf að fá nýja kápu. Taukápu. Ég á nóg fyrir henni Og ég vil fá eitthvað af fötum. Ég vil komast burt úr þessum hundsrassi. — Þú ert nú nýbúin að ferðast. Ég hélt, að þessi litla ferð mundi draga eitthvað úr óánægjunni hjá þér. — Að þrælast gegn um skóginn! Kallarðu það að komast burt? Ganga þangað til ég er alveg að hniga niður, og það kallarðu feröalag. Ég vil fara til Chicago. Og ég vil fá föt, almennileg föt, svo að mér finnist ég ekki vera einhver ræfill. Hann sagði, rétt eins og hann hefði ekkert heyrt af þvi, sem hún var að segja: — En þú ert miklu hressari og kátari núna, Rósa. Rétt eins og þú hefðir lifað eitt- hvaö skemmtilegt. — Ég hef aldrei lifað neitt skemmtilegt. En nú ætla ég að gera það. Ég vil fara til Chicago, fá mér almennileg föt og skemmta mér dálitið. — Ég veit það. Ég vildi líka gjarna, að viö gætum fariö. — Nei, ekki við. Bara ég. Ég vil sleppa burt héðan. Framhald i næsta blaði. Vogar- mcrkið 24. sept. — 23. okt. Þú hefur lengi haft áhuga á sérstöku starfi og ætlar að gera eitthvaö i sambandi við það. Þú skalt samt ekki hafa þig of mikið i frammi, það borgar sig ekki. Vinur þinn er sár út i þig, gerðu eitt- hvað til að kippa þvi i lag. Helgin verður bráðskemmtileg. Dreka- merkið 24. okt. — 23. nóv. Sambýlisfólki þinu finnst þú vera of kröfuharður og það veldur leiðindum. Þú ættir að skoða hug þinn og kippa þvi i lag. Þú ættir aö bjóða til þin góðum vinum á fimmtudag. Þú færð bréf um helgina, en það kemur þér á óvart og gerir þér gramt i geði. Bogmanns- mcrkið 23. nóv. — 21. des. Þú skait ails ekki taka neinar örlagarikar ákvarðanir þessa viku, ef þú getur frestað þvi. Þú skalt taka varlega tilboði um vinnu, athuga fyrst hvort hún hentar þér. í vikulokin ferðu i stutt en mjög skemmtilegt ferðalag. 22. des. — 20. jan. Þú hefur verið að velta fyrir þér vanda- máli undanfarið, en ef þú gætir betur að, sérðu að þú hefur haft á röngu að standa. Ef þú hagar þér eftir þvi, þá áttu lika skemmti- lega daga framundan. Heillatala 5. 21. jan. — 19. fehr. Þú hefur vanrækt bréfaskriftir undanfarið, en þú skalt sem fyrst svara áriðandi bréfi, sem getur haft áhrif á framtið þina. Þriðju- dagur verður þér heillarikur, mjög óvænt. Þú ættir að nota hann vel, sérstaklega i við- skiptamálum. 20. febr. — 20. marz Þig hefur lengi langað til að kynnast ákveðnum hópi manna, en vertu ekki of ágengur. Góður vinur ráðleggur þér heilt og þú skalt fara að ráðum hans. Peningamálin veröa erfið hjá þér þessa viku. 34, TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.