Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 6

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 6
nesku Þorsteinn. Áttirðu ekki i málaörðugleikum, þegar þú fórst fyrst til Tékkóslóvakiu? — Það var tveggja ára aðdrag- andi að þessu námi minu, þvi það tók langan tima að afla styrkjar til námsins. Méðan ég beið fór ég i tima til tékkneskrar konu, sem búsett er hér, og ég kunni þvi undirstöðuatriðin I málinu, þegar til Prag kom. — Hvernig var námi þinu hátt- að? ■— Skólinn, sem ég stundaði nám við, er kallaður FAMU, en það er stytting á lengra nafni. Námiö, sem er á háskólastigi, tekur yfirleitt fjögur ár. Þessi skóli var talinn einn bezti kvik- myndaskóli i Evrópu og það var ástæðan fyrir þvi að ég sótti svo fastað komast þangað. Þvi miður hefur kennslunni farið mikið aftur eftir að nýir herrar tóku við stjórn landsins og skólans, i skjóli erlendrar hersetu. — Fyrstu tvö árin var ég aðallega i fræðilegu námi og þar var mikil áherzla lögð á flestar greinar listar. Sið- ari tvö árin var meira lágt upp úr verklegri kennslu og þá þurftum við m.a. að fullvinna tvær kvik- myndir, 16 eða 35 mm með tóni, taka fréttakvikmyndir og skrifa ritgerðir um hinar ýmsu greinar kvikmyndagerðar. I þessum skóla voru nemendurnir látnir sérhæfa sig frá upphafi i ákveð- inni grein kvikmynda og ég valdi stjórn heimildamynda. — Hvers vegna? —t fyrsta lagi er t.iginn grundvöllur fyrir sérhæfingu i leiknum myndum á Islandi og i öðru lagi hafði ég meiri áhuga á heimildarmyndum. í leikinni kvikmynd er hægt að afgreiða hluti sem skáldskap, eitthvað fallegt, sem ekki kemur okkur við. Heimildamyndin er aftur á móti byggð á raunverulegu fólki og atburðum og hlýtur þvi að verða ferskari og sannari og þar með áhrifameiri en leikna mynd- in. — Nú minnast vafalaust ein- hverjir myndar þinnar um Pramboðsflokkinn fræga, sem oýnd var hér i sjónvarpinu. Var hún kannski unnin i sambandi við nám þitt? — Já, hún var önnur tveggja mynda, sem ég gerði til loka- prófs, og ég vann hana meðan við dvöldumsthér sumarið 1972. Hina prófmyndina gerði ég um bónda á afskekktu býli á Vestfjörðum, en á að venjast. Hér er náttúran svo hrjóstrug og hrikaleg að mér finnst hún hálf ógnvekjandi, og þegar ég fer út fyrir bæinn finnst mér ég verða svo ósköp litil og varnarlaus. — Ef ég á að nefna eitthvað annað, sem mér finnst ólikt þvi, sem er í Tékkóslóvaklu, þá er það félagslifið. Hér fara samskipti fólks mikið fram innan veggja fjölskyldunnar. Ef maður ætlar að hafa samband við vini sina þarf maður að fá þá heim. 1 Tékkóslóvakfu gegna bjórkrárnar þessu hlutverki. Þar hittast vinir og rabba saman og þar geturðu verið lengi ef þú vilt, en farið heim eftir stutta stund, ef þannig liggur á þér. Og það er gott að hafa einhvern stað þar sem mað- ur getur farið og hitt vini sfna. Hér eru að visu kaffihús, en þau geta ekki gegnt þessu hlutverki. Dana talar islenzku allvel, en verður að fá aðstoð Þorsteins öðru hverju, þegar hana vantar orð. Þau tala alltaf saman á tékk- nesku og yfirleitt tala þau tékk- nesku við önnu Sóley. Hún er að byrja aö tala og virðist nota jöfn- um höndum islenzk og tékknesk órð, en islenzkuna talar hún alltaf hjá ömmu sinni, sem gætir henn- ar þá tfma dagsins, sem báðir foreldrarnir eru að vinna. — Nú talar þú daglega tékk- 6 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.