Vikan

Issue

Vikan - 27.11.1975, Page 7

Vikan - 27.11.1975, Page 7
 JÓLA-ÁVAXTAKAKA. BOGNIR PLATTAR. 200 gr. smjör eða smjörlíki 2 dl. sykur. 4 stór eða 5 lítil egg 4 dl. hveiti 1 -1/2 tsk. lyftiduft 1 dl. rúsínur 1 dl. kúrennur 1 pk. súkkat 1 pk. sultað appelsínuhýði 1 pk. möndluflögur 1-2 msk. konjak eða rifið hýði al 1 sítrónu. Látið suðuna koma upp á kúrenn- unum og látið renna vel af þeim Hrærið smjör og sykur Ijóst og léti og setjið eggjarauðurnar í eina í senn. Blandið saman hveiti, lyftidufti og ávöxtunum og setjið saman við ásamt konjaki eða sítrónuhýði. Blandið að slðustu saman við stífþeyttum eg.gja- hvltunum. Hrærið ekki meira en svo að það rétt blandist saman. Setjið I vel smurt brauðmylsnustráð form, sem tekur ca. 1 1/2 ltr. Bakið við 175° í ca. 1 klst. En prófið þó með prjóni. Látið kökuna kólna á rist og geymið síðan í 2-3 vikur, áður en skorið er af henni. Geymið hana 1 plasti eða álpappír á köldum stað. 180 gr. smjör eða smjörllki 180 gr. hveiti 180 gr. sykur 6 eggjahvítur Hrærið smjörið lint. Blandið hveiti og sykri saman við og síðan stíf- þeyttum eggjahvítunum. Setjið með teskeið á smurða plötu og þrýstið út í fremur þunna platta. Stráið sykri og möndlum á og bakið kökurnar ljósgular við 180°. Takið strax af plötunni með þunnum hnlf og leggið yfir kökukefli eða annan sívalan hlut. STJÖRNUKÖKUR. 350 gr. hveiti 100 gr. sykur 1 tsk. kanill 1 msk. rifið sítrónuhýði 2 msk. mjólk 1 egg 1 50 gr. smjör eða smjörlíki Blandið öllum þurrefnunum saman. Myljið smjörið saman við og hnoðið saman með mjólkinni. Látið bíða á köldum stað. Fletjið þunnt út. Stingið út mismunandi gerðir. Penslið með þeyttu eggi og skreytið með söxuðum hnetum og perlusykri. KÖKOSSNITTUR 2 dl. hveiti 1/2 tsk. lyftiduft 125 gr. smjör eða smjörlíki 65 gr. kókosmjöl 3/4 dl. sykur Glassúr: h 1/2 msk. vatn, 2 1/2 dl. flórsykur, dálítill rommessens. Blandið saman hveiti og lyftidufti. Myljið smjörlíki út í og hrærið stðan sykur og kókosmjöl saman við. Hnoðið fljótt saman. Látið bíða. Rúllið síðan út í 3 lengjur og bakið við 180° í ca. 15 mínútur. Setjið glassúrinn á, meðan lengjurnar eru volgar. Skerið síðan á ská. Þetta verða ca. 50 kökur. „Alltaf er hann bestur Blái bordinnZ 48. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.