Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 27.11.1975, Qupperneq 14

Vikan - 27.11.1975, Qupperneq 14
SJONVARPSINS? Stundum rjúka allir upp til handa og fóta og skammast yfir því, hve lé- legur og leiðinlegur hann hafi verið þessi og hinn þátturinn í sjónvarpinu — og þarf ekki lénharða til. En Stundin okkar og barnamyndirnar á miðvikudögum hafa sloppið tiltölu- lega vel við gagnrýni. Kannski það sé af því, að fullorðna fólkið sé ánægt bara ef börnin þegja fyrir framan sjónvarpið? Vonandi er sú ekki ástæðan, heldur hin, að allir séu einfaldlega svona ánægðir með það efni, sem sjónvarpið býður börnum sérstaklega upp á. Okkur lék forvitni á því að vita, hvort sú væri raunin og fengum fjórar konur, sem allar hafa umgengist börn og unglinga mik- ið, til þess að fylgjast með barnaefni sjónvarpsins síðari hluta októbermán- aðar og svara síðan spurningunni: Ertu ánægð með barnaefni sjónvarps- ins? Svör þeirra fara hér á eftir. Sigurjóna Jóhannesdóttir fóstra. Pcgar á allt er litið, er ég sæmi- lega ánægð með barnaefni sjón- varpsins. Barnatímarnir bera þess þó nokkur merki, að auraráðin eru ekki allt of mikil hjá sjónvarpinu. í barnatímunum kemur það eink- um fram í því, hve mikill hluti efn- is fyrir börn er erlendur, og þá einkum teiknimyndir, sem að sjálf- sögðu eru misgóðar. Ákaflega þýð- ingarmikið er, að íslenska talið mcð þcssum myndum sé gott og til þess vandað. Innlent efni er því miður allt of lítið í barnatímum sjónvarpsins — ég teldi best þeir yrðu eingöngu innlendir — en hlutur þess hefur þó farið vaxandi, og vil ég einkum nefna þjóðsögulestur Baldvins Hall- dórssonar. Hann byrjaði á sögunni Wm^ 'i i [\ i W4 '» ■ m k af Búkollu, og tókst það atriði barnatímans ágætlega. í barnatímana finnst mér einkum vanta kynningar á atvinnuháttum og atvinnulífi þjóðarinnar — um- hverfinu, sem börnin búaí. Niðurröðun efnis í Stundinni okkar finnst mér góð, og stjórnend- ur þáttarins eiga þakkir skilið, því að þeir vinna vel úr því efni, sem þeir hafa milli handanna. Barnaefni. á miðvikudögum virð- ist mér eingöngu vera ætlað vel læsum börnum, þar sem lestexti er yfirleitt á þeim myndum, sem þá eru sýndar. Gjarna mætti hafa eitthvert efni handa yngstu börn- unum á miðvikudögum líka. Margrét Pálsdóttir fóstra. Hvert er markmið barnaefnis sjón- varpsins? Þessi spurning vaknaði hjá mér, þegar ég hafði horft á allt efni, er ætlað var börnum, I sjónvarp- inu I tvær vikur. Eða er kannski ekkert markmið með þessu sérstaka barnaefni? Efni sérstaklega ætlað börnum er mjög lltið og allt of sjaldan. Ég tel að börnum ætti að ætla tíma á hverjum degi, og þá gjarnan í upp- hafi útsendingar. (Með Sigurjónu á myndinni er Finnur Friðriksson, sem er á þriggja ára deild I Valhöll). Gera má ráð fyrir, að stór hópur barna horfi að staðaldri á dag- skrárliðinn „Stundin okkar”, og liggur í augum uppi, hversu geysi- mikil áhrif slíkur þáttur getur haft á áhorfendur. Þess vegna verð- ur að gera þá kröfu, að aðeins sé flutt vandað og gott efni, sem eykur þroska og skilnig barnanna. Ég tel mjög mikilvægt, að lögð sé áhersla á gott og vandað íslenskt mál, framburður skýr og áhersla lögð á að auka orðaforða barna og útskýra orð og orðasambönd. Þetta atriði hefur að mínu áliti verið nokkuð vanrækt, og vil ég hér nefna dæmi: umsjónarmaður þáttarins talaði um að ,,skíra páfagauk”, cn auðvitað var átt við ,,að gefa nafn”. Það er algengt I talmáli að nota orðið „skíra” yfir ,,að gefa nafn”, en þessar tvær sagnir hafa sín hvora merking- una. Einnig þótti mér undarleg skýringin á orðatiltækinu ,,að fara út I buskann”, umsjónarmaður þáttarins útskýrði, að það væri sama og að fara út a öskuhauga, þessa skýringu hef ég aldrei heyrt fyrr. Mér finnst vanta tilfinnanlega, að talað sé til barnanna, og verk- 14 VIKAN 48. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.