Vikan

Útgáva

Vikan - 27.11.1975, Síða 35

Vikan - 27.11.1975, Síða 35
Andlit hennar skipti litum úr hvítu yfir í eirrautt. ..Einmitt það já,” sagði hún ill- kvjttnislega, ,,svo að guð hefur sent yður. Ég dáist að ósvífni yðar góði maður! Parry, kallaðu á þjónana og láttu þá varpa þessum guðlega sendi- boða á dyr og sömuleiðis afstyrm- inu, sem hann hefur falið undir yfirhöfn sinni!” Hún hafði átt von á því, að ókunni manninum yrði hverft við, en hann sýndi engin merki þess. Þessi lág- vaxni maður hreyfði sig hvergi. Hann kinkaði aðeins kolli, og falleg, einlseg augu haps hvíldu stöðugt á þessari reiðu konu. ,,Ef yður þóknast svo, frú mín, getið þér rekið mig á dyr,” sagði hann og fletti frá sér yfirhöfninni, og I Ijós kom ungabarnið, sem var greinilega í fasta svefni. ,,En takið að minnsta kosti við þessu, sem guð hefur sent yður. Ég átti ekki við sjálfan mig heldur hana.” ..Skjólstæðingur yðar kemur mér ekkert við. Ég hef nóg af þurfaling- um fyrir. ’' ,.En hún,” hélt ókunni maðurinn áfram, hann sýndi ekki á sér neinn bilbug og rödd hans varð alvöru- þrungin, ,,sem ber nafnið Marianne Elizabeth d Asselnat, er frænka yðar. Ellis Selton stóð þarna sem þrumu- lostin. Stafur hennar, sem hún hafði stutt sig við, féli á stífbónað gólfið, cn hún gerði sig ekki líklega til þess að taka hann upp aftur. Að þessum orðum töluðum hafði litli maðurinn flett cnn betur frá sér dökkgrænu, sóðalega gegndrepa yfirhöfninni og fært sig nær arninum. Flöktandi birtan féll á andlit barnsins, sem var aðeins nokkurra mánaða gamalt. Það var vafið innan I rytjulegt sjal og var enn sofandi. Ellis opnaði munninn og ætlaði að segj eitthvað, en orðin létu á sér standa. Augnaráð hennar var flökt- andi, og hún horfði ýmist á sof- andi barnið eða andlit ókunna mannsins, en nam loks staðar við Parry, sem hélt virðulega á stafnum hennar. Hún þreif stafinn og líkt- ist drukknandi manneskju, en hönd hennar krepptist um hnúð hans, uns hnúar hennar hvítnuðu. ,,Leyfðu okkur að vera í friði Parry,” muldraði hún, og rödd hcnnar var lág og hjáróma. Er dyrnar höfðu lokast á hæla þjónsins, spurði lafði Selton. ,,Hver eruð þér?” ,,Ég er frændi markgreifans af Asselnat og einnig guðfaðir Mari- annes. Nafn mitt cr Gautier de .þeim vegnar vel. Þau eiga íbúð í Breiðholti.. cr'íö öllu gáð ? Eru tryggingarnar nægilega víðtækar ? Til dæmis gegn skaða, sem einn af fjölskyldunni gæti valdið á eignum annarra ? Það geta starfsmenn okkar upplýst. Þeim má treysta. Samvinnutryggingar eru gagnkvæmt tryggingafélag (= samtök hinna tryggðu). Síminn er 38500. 48. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.