Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 39
hennar, án þess hún fengi rönd við
reist, frá ræðunni að Francis. Hún
gaur augunum út undan hulu brúð-
arslörsins og leit með ántegju á skýr-
an vangasvip eiginmanns síns. Franc-
is Cranmere stóð á þrítugu, og hann
var stórkostlegur af manni að vera.
Hann var hávaxinn, en bar sig af
fjörlausri, höfðinglegri prúð-
mennsku, sem hefði verkað kvenlega,
ef hann hefði ekki búið yfir stæltri
líkamsbyggingu. Brúnastæðið var
mikið, og þróttmikil hakan, sem
skagaði fram yfir mússúlínhálsklút-
inn, var i algjörri mótsögn við
einum of óaðfinnanlegan þokka
hans. Þrátt fyrir að hann væri tigin-
mannlegur virtist hann haldinn stöð-
ugum lifsleiða. Hvítar hendurnar,
sem stóðu út undan ermalininu,
myndu hafa hæft kardinála, en
brjóstkassinn og axlirnar, sem voru
faldar innan undir velsniðnum dökk-
bláum, síðum jakka, minntu meira
á hnefaleikamann.
Cranmere lávarður var maður mik-
iila andstæðna, engilhöfuð hans fest
við búk ævintýramannsins. En þegar
á heildina var litið bjó hann yfir
töfrum, sem fáar konur gátu stað-
ist. I augum Marianne, sem var
sautján ára gömul, var hann full-
komnunin uppmáluð.
Hún lokaði augunum andartak
til þcss að finna enn betur, hvernig
hamingjan streymdi um hana, en
opnaði þau síðan aftur og leit upp
að altarinu, sem var skreytt haust-
laufum og tveimur síðútsprungnum
blómum og fáeinum logandi kertum.
Þessu hafði verið komið fyrir í við-
hafnarsal Selton Hall, vegna þess að
engin kaþólsk kirkja var þarna í
grenndinni og jafnvel enn færri
prestar. Undir stjórn Georgs 3. var
England að ganga í gegnum cina af
sínum háttbundnu ofsafengnu and-
stöðu við pápisma, og það var ein-
ungis vegna verndar prinsins af
Wales. að þessi gifting milli kaþólskr-
ar konu og manns af mótmælendatrú
hafði getað orðið að raunveruleika.
Hún fór raunar fram samkvæmt
helgisiðum beggja kirkjudeilda.
Klukkustundu áður en prestur hinnar
ensku biskupakirkju lagði blessun
sína yfir brúðhjónin, hafði Gauthier
de Chazay ábóti þjónað fyrir altari
samkvæmt sérstakri heimild. Enginn
máttur á jarðríki hefði getað aftrað
honum frá því að leggja blessun sina
yfir þá konu, sem hann hafði haldið
urtdir skírn.
Þetta var í hæsta máta einkenni-
leg gifting, ekkert skraut annað en
þessi fáeinu blóm og kerti, sem voru
einu tákn hátiðaleika þessa dags. 1
kringum þetta bráðabirgðaaltari var
hið gamalkunna umhverfi eins og
endranær, hvitt, gullið loftið með
sexhyrndri skreytingu. Purpurarauð
og hvít flauelstjöld frá Genúa og
él'
Piióar
Stórir og smáir,
fylltir eða skornir
eins og þú vilt.
Vesturgötu 71 sími 24060
Vogar-
merkiA
24. sept. —
23. okt.
Akvörðun sem þú hef-
ur dregið á langinn
(eins og svo oft áður)
verður ekki frestað
áfram. Einhver af þin-
um nánustu virðist
fjarlægjast þig án þess
að þú gerir þér grein
fyrir orsökinni.
i—r i
Dreka-
merkið
24. okt. —
23. nóv.
Hugsunin um, hversu
mjög þú þarfnast frið-
ar og næðis, virðist
hafa brennt sig inn í
huga þinn. I raun
og veru er þetta aðeins
löngun til að hlaupast
á brott frá skyldum,
scm eru að vaxa þér
yfir höfuð.
Bogmanns-
merkið
23. nóv. —
21. des.
Sjálfstæði hefur ekki
verið þin stcrkasta hlið
að undanförnu.
Treystu meira á eigið
frumkvæði. Talaðu
ekki af þér, lofaðu
cngu og gættu þess
að blanda þcr ekki um
of í einkamál annarra.
Geitar-
merkið
22. des. —
20. jan.
Einmanaleiki virðist
hrjá þig töluvcrt. Þú
crt samt ckki eina
mannveran sem hcfur
þessa tilfinningu,
margir yrðu glaðir ef
þú kæmir I óvænta
hcimsókn. Einmana-
leiki læknast ekki
heima í eigin horni.
21. jan. —
19. febr.
Þér líður alvcg sérstak-
lcga vel þessa dagana.
Það jákvæða í tilver-
unni heillar þig og þú
lokar augunum fyrir
hinu, scm ncikvæðara
rcynist. Þunglyndið,
sem þú þjáðist af,
hvarf um leið og þú
hófst að vinna gegn
20. febr. —
20. marz
Rcyndu að einbcita
þér að einhverju
ákveðnu. Það næst
cnginn árangur mcð
því að vera að vasast
í öllum hlutum og
vinna ekkert verk til
hlýtar.
48. TBL. VIKAN 39