Vikan

Útgáva

Vikan - 27.11.1975, Síða 50

Vikan - 27.11.1975, Síða 50
MEGAS, EIK OG BJARKI Fyrir skömmu sendi umboðs- og útgáfufyrirtækið Dcmant frá sér þrjár nýjar hljómplötur, allar af minni gerðinni. Ef cg man rétt, munu þetta verða þær síðustu af litlu gerðinni, því ekki þykir borga sig að gefa út litlar plötur, þar sem kostnaðurinn er mjög mikill, en eftirtckjan frem- ur rýr. Babþl ætlar að gera þessum plöt- um nokkur skil hér, og skulum við fyrstan taka meistara Megas. Hann er þarna á ferðinni með tvö lög, sem ekki er að finna á Millilend- ingunni hans, sem út kom fyrir skömmu. Megas er talsvert undar- legur maður og ekki á allra færi að skilja, hvað hann er að fara, enda sjálfsagt ekki nærri allir, sem pæla í því. Ef þú getur boðið upp á eitthvað nógu létt og auðmelt, þá fcllur það I kramið hjá krökkun- um. Hitt er annað, að mér finnst Mcgas alveg hrikalega skemmtileg- ur í Ijóðagerðinni. Hann lætur gamminn geysa og lætur sér I léttu rúmi liggja, hvað aðrir segja eða halda. Ef ég ætti að spá öðru laginu vinsældum, mundi cg veðja á ,,Spáðu I mig”. Hitt lagið, „Komdu og skoðaðu í kistuna mína”, er öllu þyngra. Eitt er það, sem Megas verður að gera, og það er að laga textaframburð. Maður á oft í mesta basli með að heyra hvað hann scgir og það er oft mjög ergilegt. Honum til aðstoðar við hljóðfæraleik eru Vignir Bergmann, Finnbogi Kjartansson og Hrólfur Gunnarsson, allir úr Júdas, og auk þcirra Kristján Möndull, Óttar Felix Hauksson og Magnús Eiríksson. Þá er það hljómsveitin bráðcfni- lega, Eik. Þcir eru þarna á ferðinni með dúndurgóða og skemmtilega plötu. Lögin eru tvö: Hotel Garbage Can og Mr. Sadness. Bæði eru lögin eftir meðlimi Eikar, þá Þorstein og Harald, og þessi frumraun þcirra í plötuútgáfu lofar sannarlega góðu. Fyrrnefnda lagið, Hotel Garbage Can, er líklegt til að ná vinsældum, enda mjög skcmmtilcgt og áheyrilegt lag. Hitt, Mr. Sadness, er rólegt og huggulegt lag. Hér sannar nýi söngvarinn þeirra, hann Sigurður, heldur betur ágæti sitt og bregst ckki vonum manna. Sem sagt LAUSAR GERFITENNUR EKKERT VANDAMÁL LENGUR SUPER COREGA er nýtt og endurbætt tannlím, og vegna sérhannaðrar samsetningar er það einstaklega haldgott lím. SUPER COREGA tryggir örugga fest- ingu tannanna, þann- ig að þær falla vel að öllum gómnum. Reyndu SUPER COR- EGA, það er auðvelt í notkun, og gefur þér nýja öryggistilfinn- ingu og vellíðan. þrælgóð plata hljómsveitinni Eik til sóma. Þá er það Bjarka plata Tryggva- sonar. Reyndar hcf ég ekki mikið að scgja um þcssa plötu, sem mér finnst í slappara lagi. Það hefur lengi verið hald mitt, að ekki væri llklegt til vinsælda að kópera crlend lög, hvað þá lög, sem eru nær því gleymd hér heima. En það skaðar ekki að reyna, hugsa víst einhverjir, og sennilega hefur þcssi plata verið gerð einmitt vegna þess. Að lokum: Bjarki, þú getur betur, bara ef þú vilt. * Plötubabbl Still Crazy After All These Years. Poul Simon Mest sclda plata fyrr og slðar var Bridge Ovcr Troubled Water með þeim Simon og Garfunkel. Eftir útgáfu þeirrar plötu hættu þeir félagar að starfa saman og hugðust freista gæfunnar hvor I slnu lagi, sem þeir og hafa gert. Nýjasta plata Poul Simon, S.C.A.A.T.Y., er örugglega sú lélegasta, sem hann hefur sent frá sér. A þessari plötu heyrir maður ekki þann hugljúfa blæ, sem ein- kennt hafa fyrri plötur hans, eins og til dæmis lögin Kodachrome, Was A Sunny Day og Loves Me Like A Rock á plötunni There Goes Rhymin Simon. Lögin á S.C.A.A.T.Y. eru öll mjög þunglamaleg og lciðinleg, að undanskildum lögunum Gone At Last og gamla Simon og Garfunkel laginu My Little Town. f því lagi nýtur Simon fyrrverandi félaga síns Garfunkel, og er óhætt að segja, að þeir félagar fari á kostum. Þó svo að allur hljóðfæraleikur plötunnar sé mjög góður, bætir það hana ekki upp að neinu leyti. Á plötunni notar Simon marga aðstoðarmenn, og þykir mér ekki ástæða til að geta þeirra sérstak- lega, nerna ef vera skyldi The Jcssi Dixon Singers, sem syngja bakraddir I laginu Gone At Last, og svo auðvitað Art Garfunkel, sem áður cr getið. Ekki er samt þar með sagt, að Poul Simon sé búinn að vera, þó þessi plata sé eins og raun ber vitni. Við bíðum bara og sjáum, hvernig næsta plata verður frá honum. Extra Texture. George Harrison Slðasta plata George Harrison, Dark Hourse, er ef til vill ein mesta hörmung, sem hann hefur frá sér sent. Eftir útkomu þeirrar plötu töldu margir gagnrýnendur, að nú væri fcrill Harrisons á enda og hann væri búinn að glata öllum hæfileikum til að skapa tónlist. í kringum 1970, þegar bltlarnir sáluðust, var talið, að ferill þeirra Ringós og Georges væri á enda, að þeir mundu aldrei geta spjarað sig án hinna. Þessa kenningu átti George rækilega eftir að afsanna, er hann gaf út fyrstu sólóplötu slna, All Things Must Past, sem er sannkallað mcistaraverk. Eftir hin hroðalegu mistök, sem George gerði með útgáfu plötunnar Dark Hourse, virðist hann heldur betur hafa tekið sig saman I and- litinu með því að senda frá sér plötuna Extra Texture. Þessi nýja plata hans þykir I mörgu minna talsvert á plötuna A11 Things Must Past. Lögin á plötunni eru öll mjög góð og minna mörg óneitanlega á gömlu bltlalögin. Tvö bestu lög plötunnar finnst mér vera The Answers At The End og This (Can’t keep from crying). Margir úrvals hljóðfæraleikarar aðstoða Harrison á plötunni, og má þar nefna meðal annarra: Jim Horn á saxafón, Leon Russel og Billy Preston á píanó ogjim Keltner sem er talinn einn albesti „session” trommuleikari I heimi. Þvl oftar sem maður hlustar á plötuna, þeim mun betur skynjar maður, hversu góð hún er, og er mcr til efs, að nokkur af hinum bítlunum eigi eftir að gera betur á þessu ári. ^ Þessar plötur fást í hljómdeild Karnabæjar. 50 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.