Vikan

Tölublað

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 56

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 56
íiug dreymdi í FLUGVÉL. Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig, en hann dreymdi mig aðfararnótt 12. ágúst síðast- liðins. Mér fannst ég vera stödd á Reyk.javíkurflugvelli og var að þíða eftir flugvél. Ég var á leiðinni eitthvert til útlanda, og beið margt fólk eftir því, að vélin kæmi úr flugi. Ég leit upp í loftið og sá vélina koma. Þegar hún var í þann veginn að lenda, hrapaði hún allt í einu og fannst mér endilega eins og eitthvað væri að hjólunum, en eigi að síður tókst henni að lenda og enginn slasaóist. Því næst kom fólkið út úr vélinni og sá ég, að það var mjög hrætt. Mér fannst ég fara upp í vélina og fleira fólk, uns hún var orðin þéttsetin farþegum. Svo kom flugfreyjan í búningi og á eftir henni kom flugmaðurinn, en hann var ekki einkennisklæddur, heldur í dökkum buxum og grárri peysu og með gleraugu. Mér fannst eins og ekkert skilrúm væri milli stjórnklefans og far- þegarýmis. Það var ákaflega skýjað og hvasst, og þegar ég leit út um gluggann sá ég, að farið var að snjóa, flug- brautin var orðin hvít og mér fannst hún vera renn- blaut undir snjónum. Svo var vélinni ekið af stað eftir flugbrautinni alveg út á enda, þar var henni snúið við og ekið hægt til baka. Ég var viss um, að eitthvað væri að og var orðin mjög hrædd. Allt í einu fannst mér ég vera með tvö börn í fanginu, son minn og yngri telpu, sem mér fannst ég eiga líka. Ég heyrði flugmanninn segja: Það er eitthvað að hjólinu, en svo bætti hann við: Það getur ekki verið, því að vinur minn (hann nefndi hann með nafni og hvers son hann væri, en ég man ekki nafnið) er búinn að gera við hjólin. Við þetta varð ég afskaplega hrædd, en nú var búið að stöðva vélina og þeir, sem vildu, máttu fara út. Fólkið tróðst af stað út, en ég sat kyrr með börnin í fanginu og hélt þeim afskaplega fast, og mér fannst ég hugsa: Við förum þá öll, ef eitthvað kemur fyrir. Svo fór ég að biðja fyrir okkur og síðan taldi ég, hve margir væru eftir í vélinni. Það voru tíu manns eftir, þegar vélin fór aftur af stað. Henni var ekið niður brekku, og við brekkuræturnar stöðvaði flugmaðurinn hana og fór út til að athuga hjólin. Þá varð mér litið út um glugg- ann og sá þá flugmann og flugfreyju koma gangandi, og tók ég sérstaklega eftir því, að þau voru einkennis- klædd. En allt í einu fóru flugmennirnir að slást, og sá í búningnum hafði betur, og ég vaknaði, þegar hann henti hinum niður. Meðkveðju. G.B. Þessi draumur er fyrir því, að þú sækir um nýtt starf, og verður ásamt nokkrum öðrum valin í það úr stórum hópi umsækjenda. HÖND HINS ILLA. Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir skömmu. Ég var að kaupa miða inn á dansleik og var með sænskan fimmkrónuseðil, en þegar ég var að borga, margfaldaðist fjárhæðin í höndunum á mér, og var ég allt í einu komin með stóran bunka af fimmkrónu- seðlum í hendurnar. Ég spurði mann, sem var þarna, hvernig á þesssu stæði, en hann sagði, að djöfullinn væri þarna með ■mér, og ég mætti ekki nota peningana, heldur ætti ég að losa mig við þá með því að setja þá inn í stein- vegg og leggja stein ofan á þá. Ég ætlaði að leita ráða hjá presti, og fór til kirkju. í anddyrinu komu tvær konur á móti mér og tóku í höndina á mér, og þá fékk ég sting í höndina, því að ég vissi, að þetta var tákn djöfulsins, og hrópaði upp yfir mig: Hönd djöfulsins. Þá beindu þær að mér regnhlíf og ætluðu að drepa mig, en í þeim svifum vaknaðiég. Meðkveðju, H.B. í þessu draumi eru tvö aðaltákn, sem ekki virðast eiga margt sameiginlegt. Annað bendir til þess, að þú verðir fyrir einhverju fjárhagslegu tjóni og hitt til þess, að þú munir lifa lengi við hestaheilsu. TVEIR DRAUMAR D.H.J. Komdu sæll herra draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig um að ráða fyrir mig tvo drauma. Ekki birta nöfn þeirra, sem koma fram í draumnum, og ekki heldur fyrsta stafinn í nafninu þeirra. Fyrri draumurinn var á þessa leið: Ég, systir mín, frænka mín og vinkona mín vorum að fara til .... og við lögðum af stað með... En svo var eins og við værum á lítilli jullu þarna úti á sjó og .... að fara framhjá okkur. Þá kom mamma á trillu og var .... með henni. Svo var eins og ... og ... væru að synda, en ég og ... að hoppa og vagga trillunni. Svo vorum við komin til ... og vorum að fara til ..., en pabbi ætlaði að sækja okkur. Hann gekk inn í eitthvert herbergi og ég á eftir, en nam staðar til að kveðja ... með kossi, en hann svaraði kossi mínum og sagði bless. Draumurinn varð ekki lengri. Síðari draumurinn var svona: Ég var á gangi úti á götu. Þá kom bróðir minn á jeppa og ... með honum. Bróðir minn tók mig upp í bílinn og ég sat aftan við ... Ég hvíslaði að honum: Ég þarf að sýna þér dálítið á eftir, og hann brosti til mín. Þetta var þó alls ekki það, sem ég ætlaði að segja, heldur: MYNDIN ER SVO GÓÐ! HÚN ER Á BORÐINU HJÁ MÉR! Með fyrirfram þakklæti og von um þirtingu. D.H.J. Fyrri draumurinn virðist mér vera fyrir ótrúlega mikilli velgengni þinni efnalega, því að þú ert sannar- lega ekki ein þeirra, sem leggja kapp á að koma sér áfram eins og það er kallað. Hinn síðari er öllu torráðnari. Líklega er hann þó fyrir einhverju happi, en ekki þó stóra vinningnum í happdrættinu, heldur ein- hverju smærra í sniðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.