Vikan

Tölublað

Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 12
 Björt uoru boii Huldu Á Stefánsdóttur fyrrverandi forstöðukonu Kvennaskólans á Blönduósi er óþarfi að kynna. Hún fæddist og ólst upp á menntasetr- inu og stórbýlinu Möðruvöllum í Hörgárdal, og í eftirfarandi grein lýsir hún jólahaldinu þar á bernsku- árum sínum. Var að sjálfsögðu margt frábrugðið því, sem nú tíðk- ast, og hafa áreiðanlega ungir sem gamlir gaman af að lesa frásögn hennar. Jólahaid á íslandi cr orðið æði frábrugðið því sem áður var, nýjar lífsvenjur hafa skapast með bættum cfnahag og þeirri tækni, sem menn hafa yfir að ráða. Við erum komin I þjóðbraut, en vorum til skamms tíma einangruð og langt frá öðrum þjóðum. En boðskapur jólanna er cnnþá hinn sami, hvernig svo sem skipast um jólahald okkar mannanna barna. Fæðingarhátíðar frelsarans er minnst, jólaljösin kveikt, svo alls staðar sé bjart I háskammdeginu. Fyrstu jólin, sem mig rámar í, voru að mestu bundin við Ijós. Ég var 4 ára barn á Möðruvöllum t Hörgárdal. Þá voru Möðruvellir skólasetur. Stórt skólahús stóð skammt fyrir sunnan íbúðarhús foreldra minna. Faðir minn var þá kennari við skólann, en auk þess rak hann stórbú á Möðru- völlum á þeirra tíma mælikvarða, fjölmcnni var þvt mikið á staðnum, því skólapiltar, sem lengra áttu að, fóru ekki heim til stn um jólin. Þegar búið var að kveikja í hverj- um glugga t skólanum og íbúðar- húsinu á aðfangadagskvöld 1901, kom vinur minn og kennari Ólafur Davíðsson náttúrufræðingur upp á norðurloft og sótti mig til ömmu Guðrúnar. Bar hann mig I fanginu út á hlað, svo ég gæti séð Ijósadýrð- ina. — Hvtlík dýrð. — Ég man cnnþá, hvað ég varð hrifin af öllum Ijósunum. Mér fannst skólinn sem töfrahöll, cins og þeim var lýst í æfintýrunum. Þetta er mín fyrsta glögga jólaminning. Segja má, að um þessar mundir var Möðruvallaskóli cins konar töfrahöll námsþyrstum unglingum, sem áttu fárra kosta völ. En á útmánuðum þennan vetur brann fallega skóla- húsið á Möðruvöllum. Fluttist þá skólinn til Akureyrar, og var byggt nýtt skólahús á miðri brekkunni fyrir ofan bæinn og heitir nú Mennta- skólinn á Akureyri. Hefur hann alla tíð vcrið bæjarprýði. Eftir brun- ann voru aðeins rústirnar eftir á garnla skólasetrinu ásamt ijúfum minningum í hugum fólksins, sem hafði notið hans á marga vegu. Ljósadýrðin þetta eftirminnilega aðfangadagskvöld lifir enn I mínu minni sem hcillandi sýn. Aftur leið að jólum, og myndin Syslkinin á Möðruvöllum í Hörgár- i/ul, Valtýr 10 ára og Halda 6 ira. F.ins og flestir vita var Valtýr Stef- ansson ritstjóri Morgunblaðsins um árabiL verður nú skýrari, því þá fer ég að fylgjast mcð undirbúningi jólanna. Voru öll mln bernskujól á Möðru- völlum með svipuðum blæ. Undir- búningur jólanna var þá mikill og fjölþættur á mannmörgum sveita- heimilum, því mörgu burfti að koma í verk. Segja má, að hann byrjaði strax og haustverkum lauk. Kjöt og alls konar góðgæti var hengt upp í eldhús til reykingar. G-serur rakaðar og skinn 1 jólaskóna se’tt I sortulit, sortulyng var notað í litinn, höfðu börn og liðléttingar tínt sortulyng niðri á móum um haustið. Lyngið var soðið I stórum potti I gamla eldhúsinu og síðan hcllt I mikla ámu, sem stóð I einu eldhúshorninu, skinnin síðan lögð í löginn og þar voru þau í alllangan tíma. Þegar þau höfðu tekið í sig litinn, voru þau strengd á skaft og hengd upp I eldhúsinu til að þorna. Þá þurfti að taka til höndunum við tóskapinn. Ulllin var hærð, kembd og spunnin. Rokkar þeyttir frá morgni til kvölds. Tog, hærur og haustull var notað í smábandið, 12 VIKAN 49. TBL. Engum sönnttm norðlendingi fmnst jólin fullkomin, ef laufa- brauðið vantar á borðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.