Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 66
ÞAVAR
ALLS
AUSTURVO
Fyrir nokkrum dögum rifjaðis.t
upp fyrir mcr gömui mynd frá
bernskuárunum, mynd af reykvísk-
um konum, sem gengu í röð upp
bryggju hver með sinn kolapoka
á bakinu, margar kvennanna nokk-
uð við aldur og slitnar. Það var
vcrið að skipa upp kolum. Þau
voru flutt frá kolaskipum á ytri
höfninni í uppskipunarbátum.
Pokunum var lyft á bök kvennanna,
scm urðu að rogast með þá upp
langa bryggju og í kolaport alllanga
lcið. Ég man ekki dæmi um
notkun handvagna við þetta starf
á þessum tíma. Mýkra hefir það
verið við bakið, er konur báru
þvottapoka inn í laugar. Og konur
dældu vatni úr vatnspóstum og
báru í hús. Þcssar myndir hlutu að
koma fram I hugann á Kvennafrí-
deginum nú fyrir skemmstu, glöð-
um og góðum degi, sem vonandi er
eins og fyrirheit um bættan hag og
fullan rctt til allra landsins kvenna.
Og nú bið ég þig þá, lesari
góður, að fylgja mér á bernsku-
slóðirnar, og við skjótumst þá í
huganum á stað, sem þú þekkir
mæta vel, og það enda þótt þú
scrt ungur, kannski barn að aldri.
en ég er auðvitað eldgamall karl.
Staðurinn er Austurvöllur, en hann
var nú nokkru stærri, þegar ég var
1 heiminn borinn, en hann er nú.
Hús foreldra minna stóð
við Austurvöll vestanverðan, tvílyft
hús, mitt á milli gamla Kvenna-
skólans, sem heiðurshjónin Þóra og
Páll stofnuðu, (það hús stendur
cnn. Sjálfstæðishúsið) og Apótcks-
ins gamla, sem horfið er, eins og
hús foreldra minna, en þar eru nú
hin miklu húsakynni Landsímans.
Foreldrar mínir voru Birgitta
Guðríður Eiríksdóttir og Steingrím-
ur Thorsteinsson skáld, rektor Lat-
ínuskólans, sem ég nefni hér
sínu gamla nafni, sem hann æ'var
nefndur á þessum tíma. Ég var
yngstur barna foreldra minna,
mætti kallast aldamótabarn, því
að ég var aðeins fimm ára, þegar
aldamótin gengu I garð. Og mínar
fyrstu minningar eru frá aldamót-
unum sjálfum, sumar óljósar.
Austurvölltir var leikvöllur okkar
barnanna, það voru ekki nema
tvö eða þrjú stökk yfir götuna
(Thorvaldsensstræti) og gegnum
girðinguna kringum völlinn, en ein
aðalskemmtunin var að vega salt
á miðslám girðingarinnar. Á sumr-
in var heyjað á vellinum. Þá var
styttan af Albert Thorvaldsen á
miðjum vellinum gegnt Dómkirkj-
unni og Alþingishúsinu, en austan
megin syðst hús Kristjáns Jónssonar
háyfirdómara, alltaf kallaður assesor
á þcssum árum, þá hús athafna-
mannsins Thors Jensens, þar sem
nú er Rcykjavíkurapótek. Norðan
megin vallarins Frönsku húsin,
tjörguð, þar voru til húsa franskir
sjómenn, skipbrotsmenn. Það voru
oftast kátir karlar, sungu og spiluðu
á harmonikku, ákaflega barngóðir
og gáfu okkur krökkunum beina-
kex, sem okkur þótti lostæti, og það
var eins og þeir hefðu alltaf óþrjót-
andi birgðir á sér, á bringunni
undir brúnu strigaskyrtunum.
Austurvöllur, miðdepill alls á æsku-
árunum.
litlu dóttur slna á hnjánum og spáði
því, að hún yrði ,,landvarnakona”.
En ég var á leið vestur I Sjóbúð
til frú Helgu, sem mældi sjálf
mjólkina I fötuna mlna.
Margir, þött ekki væru efnum
búnir, áttu tún og skepnur, þeirra
mcðal útvegsbændur, og svo voru
öll kotin og kálgarðarnir. En fram
undan var sá tími, er athafnamenn
gerðust umsvifamiklir jarðræktar-
menn, og ég veit, að þótt gamli
tíminn sé eins og lokuð bók fyrir
ungu fólki, mun þó margt hafa
heyrt nefnd stórbýlin Rauðará,
Laufás og Sunnuhvol. Og ekki
er þó allt farið undir húsalóðir og
götur og torg, þvl að þar sem
Miklatún er nú, þar ræktaði Pétur
Hjaltested úrsmiður sln miklu tún.
Höfuðstaðurinn okkar var fallegur
bær, llka á þessum löngu liðna
Þá var Austurvöllur miðdepill alls.
Axel Thorsteinson rithöfundur rifjar
upp minningar frá aldamótunum.
Það var ekki mikið um framfarir
I höfuðstaðnum, eins og Reykja-
vík var þá almennt kölluð. Hún
var enn hálfdanskur bær. Bar mál-
far og margt annað vitni um það.
Höfuðstaðurinn var smábær — íbú-
arnir nokkur þúsund — hann var
verslunarstaður, verstöð, efnamenn
ýmsir áttu stór tún og áttu kýr
og hesta, fjós og hlöður voru jafn-
vel I miðbænum. Til dæmis voru
f]ós og hlaða á Isafoldarlóðinni
og mjótt sund, kallað Beljusund,
þar sem bókaverslunin er nú.
Sá dagur rann upp, er pattinn,
sem þessar llnur ritar, var orðinn
nógu stór til þess að fara fyrir
mömmu slna vestur I Sjóbúð
til þess að sækja mjólkina, en sft-
hafnamaðurinn mikli Geir Zoéga
rak ekki aðeins verslun og gerði
út skútur til fiskjar, hann rak llka
bú. Heyjað var á stóru og miklu
Skólavarðan í Heykjavík.
túni, sem hann átti vestur I
bænum, vestan Garðastrætis. Mér
er minnisstæð frá æskuárum þjóð-
hátlð á Geirstúni, ekki slst minnis-
stæð fyrirþað, að þar fékk ég tæki-
færi til að virða fyrir mér, sem
mig lysti, mann, scm ég fékk
miklar mætur á. Ég sé hann fyrir
hugskotssjónum mínum, þar sem
hann sat á bekk með stúdents-
húfuna sína, sem hann setti upp
við og við alla ævina, sat þar með
66 VIKAN 49. TBL.