Vikan

Tölublað

Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 79

Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 79
Hann stóð upp við altarið og var klæddur í hökkul úr hvítu silki með ísaumaðri gylltri lilju, sem hann hafði fengið að láni hjá hirðpresti Loðvíks 18., Alexandre de Talleyr- and-Perigord (1). Gauthier de Chaz- ay ábóti gerði athöfnina hátíðlega. Lítill, veikburða líkami prestsins klæddur 1 þennan messuskrúða gerði það að verkum, að hann varð að leggja aukna áherslu á athöfnina með hægum áhrifarlkum hreyfing- um. Af einhvers konar þrákelkni var framkoma þessa fjörutíu og þriggja ára gamla manns fjörleg, og aðeins grásprengt hárið, sem tók við, þar sem krúnurakaða hvirflinum sleppti, benti til þess á hvaða aldri hann var. En Marianne leit á þessi ellimörk af ástúð og gerði sér óljóst grein fyrir því, að þau voru tilkomin vegna áralangs þrældóms í þjón- ustu annarra. Hún ann honum innilega bæði vegna þess, sem hún vissi um hann og hins sem hana renndi grun í. En einmitt sökum þessa bar dálítinn skugga á núver- andi hamingju hennar, enda virt- ist hinn elskulegi guðfaðir hennar ekki endurgjalda þessa ást hennar. Hún vissi, að honum gast ekki að því, að hún skyldi giftast enskum manni af mótmælendatrú. Hann sjálfur hefði helst kosið einhvern útlaga í fylgdarliði hertogans af Berry, og hann var einungis að upp- fylla óskir látinnar konu. En auk þess virtist de Chazay ekki kunna við Francis Cranmere sem mann, og hann var eingöngu að framkvæma heilaga skyldu sfna sem prestur, án þess að hugur fylgdi máli. Er athöfnin var yfirstaðin, gekk hann til brúðhjónanna, og Marianne brosti uppörvandi til hans, eins og hún vildi með því slétta ur hrukk- unum milli augna hans og láta hann taka þátt í gleði sinni. Andlits- svipur hennar virtist segja. ,,Ég veit, að þú annt mér. Af hverju getur þú ekki lfka verið hamingju- samur?” Þessi þögla spurning var ekki laus við kvíða. Nú þegar Ellis var látin var hann hið eina, sem hún átti eftir, og hún vildi, að hann tæki heils hugar þátt f gleði hennar. En ábótinn ygldi sig stöðugt. Hann leit hugsandi á hin ungu brúð- hjón, og Marianne hefði getað svarið fyrir, að í augum hans brá fyrir einkennilegu sambandi af meðaumk- un, reiði og óvissu. Þögnin varð brátt svo þrúgandi, að Gauthier de Chazay varð sér þess meðvitandi. Gleði- snautt bros lék um varir hans, er hann tók í hönd brúðurinnar. ,,Ég óska þér alls hins besta, ljósið mitt. Að svo miklu leyti sem guð ætlast til þess, að við séum ham- ingjusöm hér f þessum heimi. Hann einn veit, hvenær við munum hittast á ný.” (1) Frændi hins fræga ráðherra Napó- leons, sem hafði verið trúr krúnunni. ,,Ertu á förum?” spurði stúlkan og varð felmtri slegin. ,,Þú hefur ekki minnst einu orði á það við mig.” ,,Ég vildi ekki valda þér áhyggjum og varpa skugga á hamingju þína. Já, ég er á förum til Rómar. Hinn heilagi Faðir hefur óskað eftir nær- veru minni. En nú fel ég þig í hendur eiginmanns þíns. Ég vænti þess, að hann muni gæta þín vel.” Síðustu orðunum beindi hann til unga mannsins. Cranmere lávarður rykkti til höfðinu og rétti úr bakinu um leið og hann leit í augu ábótans. ,,Ég vona kæri ábóti . að þér efist ekki um það.” Dálítilli ögrun brá fyrir í rödd hans. ,,Marianne er mjög ung, og ég er viss um, að hún verður auðsveip. Hví skyldi hún ekki verða hamingjusöm?” ,,Að vera auðsveipur er ekki allt. Það er líka nokkuð til sem heitir blíða, eftirlæti, skilningur og ást.” 1 ' rödd beggja mátti greina niður- bælda reiði, er skaut Marianne skelk í bringu. Varla ætluðu eiginmaður hennar og presturinn, sem var ný- búinn að leggja blessun sfna á sam- band þeirra, að fara að rífast þarna frammi fyrir altarinu? Henni var ómögulegt að skilja þessa illa duldu andúð, sem guðfaðir hennar hafði á þeim manni, sem lafði Ellis hafði valið handa henni. Hún gerði sér óljóst grein fyrir því, að bessi óvild var ekki af trúarlegum toga spunn- inn, heldur var henni beint að Francis sjálfum. En hvers vegna? Hvað gat ábótinn haft við hann að athuga? Cranmerc lávarður var bæði glæsileg- ur, hugdjarfur, aðlaðandi og gáf- aður. I hvert skipti sem Marianne reyndi að festa hendur á kostum mannsins síns, þá varð hún venju- lega uppiskroppa með lýsingarorð. En f þetta skipti þurfti hún ekki að skipta sér af málinu. De Chazay ábóti batt endahnútinn á það með þvf einfaldlega að segja: ,,Ég fel yður hana f hendur. ,,Þér getið verið alveg rólegur,” var hið þurra svar, er kom á móti. Ábótinn sneri sér snöggt aftur að altarinu og tók kaleikann, en fór því næst inn í gömlu dyngju lafði Ellisar, sem hafði af þessu gefna tilefni verið gerð að skrúðhúsi. Ekki svo að skilja að frænka hennar hefði nokkru sinni notað þetta herbergi sem dyngju. Það var venjulega fullt af reiðtygjum eða veiðiútbúnaði. Þar voru engar hægar sessur. Francis brosti nú til konu sinnar rétt eins og hann hefði allt í einu losnað úr viðjum. Hann beygði sig lftillega fram og bauð henni arm sinn. „Eigum við að koma elskan mín?” Hlið við hlið gengu þau hægt eftir endil'öngum salnum. Aðeins fátt fólk var viðstatt, enda hæfði það best brúðkaupi, sem fylgdi svona fast f kjölfar jarðarfarar. En þessir fáu gestir bættu það upp með gæð- um sfnum, sem á skorti magnið. Auk þess var þjónustuliðið þarna mætt og stóð í einum hnapp rétt innan við dyrnar. Ákveðinn leiddi Francis konu sfna til prinsins af Wales, sem ásamt nokkrum vinum sfnum hafði heiðrað þau með nærveru sinni. Er hún gerði djúpa hnébeygju fyrir prinsin- um undraðist Marianne, að hún skyldi ekki verða meira snortin. Hinn tilvonandi konungur hafði góða framkomu og var á vissan hátt tignarlegur, en hann var að nálgast fimmtugt. Meðfædd átfrekja gerði það hins vegar að verkum, að hann var hlaupinn í spik, og ölroði hafði smátt og smátt lagt undir sig andlit hans. Nefið var hefðarlegt, augna- ráðið valdsmannslegt og varirnar nautnaríkar, en þetta forðaðj ekki hans hátign frá því að vera í aðra röndina hálfspaugilegur. Allir í Englandi, jafnvel hin saklausa Mari- anne, vissu, að prinsinn lifði all- svallsömu lífi, og auk þess var hann blygðunarlaus' tvíkvjénismaður. Hann hafði fyrst gengið að eiga hjá- konu sína Mary Fitzherbert, en því næst verið neyddur til þess að kvæn- ast prinsessu Caroline af Brunswick, sem hann fyrirleit af öllu hjarta. „Georgy”, eins og hann var oft nefndur, brosti vingjarnlega til hinn- ar ungu brúður og bjóst til að láta svo lítið að hjálpa henni að rétta úr sér. „Hrífandi!” sagði.hann. ,,Mjög hrífandi, lafði Cranmfre. Svei mér þá, að ef ég væri- ekki nú þegar vel birgur af eiginkonum, held ég, að ég hefði freistast til þess að nema ýður á brott frá Francis. Ég óska yður innilega til hamingju.” ,,Ég þakka yðar hátign,” stundi Marianne út úr sér, en í eyrum hennar bergmálaði enn þessi klið- mjúki hljómur hins nýja nafns. En prinsinn var óðara farinn að slá um sig með bröndurum og hló hrossa- lega, og af skyldurækni tóku Francis og hinir þrír herramenn, sem höfðu safnast saman umhverfis ríkisarfann, undir þennan hlátur. Þessa þrjá menn hafði Marianne séð nokkrum sinnum áður. Þeir voru allir þrír drykkjufélagar prinsins, og Francis var oft 1 slagtogi með þeim. Þetta voru þeir Moira lávarður, hr. Or- lando Bridgeman og konungur spjátrunganna, George Bryan Brummel. I laglegu andliti hins síðastnefnda var óskammfeilið, upp- brett nef, sem skagaði upp yfir hvítt, fíngert hálslín með svo mörgum fell- ingum, að mann sundlaði, og ljóst hár hans var allt í óreiðu. Cranmere lávarður þakkaði prins- inum með sinni djúpu röddu fyrir að heiðra þau með nærveru sinni og kvaðst vonast til, að hans hátign myndi láta svo lítið að þiggja hjá þeim kvöldverð. ,,Ég þakka gott boð,” sagði prins- inn, ,,en ég er búinn að lofa lafði Jersey að fara með hana til Hatchett að velja handa henni vagn. Það er ekki hlaupið að því að velja nýjan vagn, og leiðin til London er löng. Ég verð því miður að haska mér.” ,,Ætlið þér að fara 1 kvöld?” Marianne undraðist að sjá óán- ægjusvipinn á andliti mannsins síns. Var hann virkilega svona leiður yfir því að sjá á bak þessum tigna gesti? Hún sjálf gat varla beðið eftir þ'ví að þetta fólk færi, svo að hún gæti verið ein með manninum, sem hún elskaði. Öll þau ungu brúðhjón, sem hún hafði lesið um 1 skáldsögum, höfðu óskað þess heit- ast að geta hvatt gesti sína. Aftur rak prinsinn upp þennan hrossahlátur. ,,Ertu svona hræddur um að vera skilinn einn eftir á brúðkaupsnótt- ina. Ekki er það líkt þér Francis, en hertu upp hugann, ég mun skilja betri helminginn minn eftir. Moira verður um kyrrt og eins ameríkan- inn. Og svo er það fallega frænka þtn.” Nú var komið að Marianpe að bæla niður vonbrigði sín. Hinn hégómlegi Moira lávarður í fíngerðu fötunum sínum og svo daufur, að hann virtist vera að þvl kominn að sofna, skipti hana éngu máli. En hún þurfti ekki að líta tvisvar á manninn, sem prinsinn.skírskotaði til sem ameríkanans , til þess að vera viss um, að henni geðjaðist ekki að hon- um. Og svo var það „fallega frænk- an”, Ivy, þetta merkikerti. Frá því að þær hittust í fyrsta sinn hafði hún litið á Marianne eins og hverja aðra frumstæða sveitapíu og tranað sér fram 5 skjóli þess, að hún var frænka Francis. Hún snéri sér undan til þess að dylja gremju sína, en á hinn bóg- inn virtist Francis aftur vera búinn að taka gleði sína. Augu hennar og ameríkanans mættust nú. Hann var ekki í hópnum, er þyrptist utan um prinsinn, heldur stóð hann úti við glugga. Hann var með hendur fyrir aftan bak, dálítið gleiðfættur, og var á svipinn, eins og hann hefði dott- ið inn I þetta samkvæmi af tilviljun. Hann virtist í hróplegri mótsögn við aðra viðstadda. Þessi mótsögn var það fyrsta, sem Marianne hafði tekið eftir, er hún var kynnt fyrir honum, og það hafði ýft skap henn- ar. Kæruleysisleg framkoma þessa ókunna manns jaðraði við skeytingar- leysi og var bein ögrun við óaðfinn- anlega framkomu. hinna. Það var ekki aðeins hörundslitur hans, úti- tekið og veðrað andlitið, sem sló hana, er hún bar hann saman við hina fölbleiku, striðöldu englend- inga. Þeir voru aðalbornir, flestir þeirra miklir landeigendur, en hann var einungis sjómaður, sem átti ekki 49. TBL. VIKAN 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.