Vikan

Tölublað

Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 20

Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 20
En lœrin þurfa að vera í láréttri stöðu ár/o’fíðir. Eða hvað annað skyldi hann við gólfið. svo dómararnir séu vera að skoða. þessi til hægri? Ilér sjái-ið þið ts/ending taka upp þyngra h/ass en nokkur slíkur hefur sannanlcga áður gert, eða 290 kíló___ íslandsmet og aðeins 15 kíló frá hcimsmeti. Iciguna. Við höfum alltaf þurft að standa undir öllum kostnaði við æf- ingar sjálfir. — Fáið þið cngan styrk til þessa? — Nei, við höfum ávallt þurft að greiða allan kostnað sjálfir, enda álít ég, að við séum líklega einu lyftingamennirnir í heiminum, sem eru algjörir áhugamenn. Því grun hef ég um, að aðrar þjóðir styrki slna lyftingamenn á margan hátt. En hér kostar það okkur stórfé að stunda þessa íþrótt. — Hvcrnig er mcð þjálfara og aðra ken nslu? — Þjálfara höfum við aldrei haft vegna kostnaðar. Höfum orðið að fara eftir því, sem við höfum séð í blöðum og tímaritum og æfa eftir því. sem okkur líst best og réttast. Sumir kunna meira en aðrir, eins og þcir Guðmundur Sigurðsson og Gústaf Agnarsson, sem hafa fengið einhvcrja tilsögn ytra og miðla okkur hinum svo af sinni þekkingu. — Eru margir, sem stunda þessa íþrótt hérna hcima? — Það mun vera um 50 manns, sem stunda æfingar að staðaldri. Ekki cru þetta þó allt keppnismenn, cn stunda þetta kannski meira vegna ánægjunnar, heilsubótar, eða jafnvel í sambandi við aðrar íþrótta- greinar, cins og t.d. sumir kastarar og aðrir frjálsíþróttamenn. fremst bakvöðvarnir og fæturnir, sem styrkjast. — Mér sýnast nú vöðvarnir um herðarnar og brjóstið á þér vera skammlausir...? — Já auðvitað þjálfast axlavöðv- arnir og aðrir vöðvar jafnframt, sér- staklega þegar æfingar eru stundaðar jafn mikið og ég geri, enda væri annað óeðlilegt. En lyftingar, stund- aðar af þekkingu og einhverri skyn- semi, eru alveg vafalaust mjög gagn- legar fyrir hvern sem er. — Ég skal segja þér smásögu um ungan pilt, sem ég kannast við. Hann var 180 cm. á hæð en aðeins 40 kg. að þyngd, þegar hann kom til okkar og hóf æfingar. Fyrst af mikilli varúð, því hann hafði verið undir læknis- hendi vegna veilu fyrir hjarta, og læknarsögðu honum, að hann mætti ekki reyna mikið á sig. Fyrst þegar hann byrjaði, réð hann ekki einu sinni við að bera stöngina, sem lóðin 'éru sett á. Nú eftir 3 ár lyftir hann 80 kg., er sjálfur 65 kg. og fílsterkur og heilsuhraustur. Á þessu sérð þú, að æfing, framkvæmd af alúð og varasemi getur verið hverjum manni gagnleg og heilsuvekjandi. — En ef menn æfa mcð keppni I huga... ? — Ja, þá þarf að ’sjálfsögðu meiri og öðru vísi æfingar og allt annað hugarfar. Þeir, sem ætla að ná langt I þcssari íþrótt sem og öðrum, þurfa Og auðmtað er Skúlt ánægður eftir metið. og fórnar magnesiumþöktum höndttrn. Þetta er nú bara aukagaman fyrir ykkttr, svo þtð sjáið hvað hann hefur hlaðtð af vöðvum utan um ktlóið forðttm á Eáskrúðsfirði. — Hvaða líkamshlutar mundir þú segja, að þjálfuðust einna mest I þcssum æfingum? — Vafalaust eru það fyrst og að hafa járnvilja og mikinn sálar- styrk. Það er með þetta eins og flest annað, sem menn keppa að, að viljinn skiptir mestu máli til að ná umtalsverðum árangri. — En getur maður æft margar greinar, þegar stefnt er að einhverju sérstöku marki? — Nei, það er ekki ráðlegt. Ég æfi t.d. alveg sérstaklega kraftþraut- ina. Hún samanstendur af þrem greinum, hnébeygjulyftu, en þar tekur maður lóðin á herðarnar beint af grind og lyftir þeim með því að rétta úr hnjánum. Síðan er ,,bekkpressa,” en þá liggur maður á bakinu á bekk og lyftir lóðunum, sem eru aðeins fyrir ofan á undirstöð- um. Og síðan kemur „réttstöðu- lyfta,” en þá eru lóðin tekin upp af gólfi. Þú sérð að allar þessar greinar höfða aðallega til aflsins I vöðvunum, en ekki eins til ýmissa flðkinna tæknilegra atriða. Allt fram að þessu hefur kraftþrautin, — en það er samheitið fyrir þessar þrjár þrautir — ekki verið viðurkennd, en þcssu hefur nýlega verið breytt, þannig að nú verður keppt í kraft- þraut á heimsmeistaramótum. Hvað er heimsmetið í kraftþraut eins og er, Skúli? Samanlagt I þrem greinum er það 755 kg. I réttstöðulyftingu einni 305 kg. — Og hvað lyftir þú? — Ég hef lyft samlagt 665 kg. en 290 kg. í réttstöðulyftingu, þannig að mér finnst ég jafnvel hafa möguleika til að ná heimsmet- inu með góðri æfingu og vilja, en af honum hefi ég nóg. Annars er aðalmarkmiðið hjá mér að verða hæstur I réttstöðulyftingu og með þeim hæstu í öllum þrem greinunum samanlagt. — Hvaða aðrar greinar eru algeng- astar erlendis? — Það mun vera svokölluð tví- þraut, sem samanstendur af „snör- un” og „jafnhöttun.” Slík þraut höfðar aðallega til þriggja atriða, tækni, snerpu og afls. Snörun er t.d. mikið byggð á tækni, þar sem maður jafnhattar lóðin I tveim lotum, eða tekur þau fyrst I mjaðm- arhæð, en jafnhattar þau síðan og gengur undir þau. Jafnhöttun fer annars fram með einu átaki. — Jafnhöttun, segir þú. Veistu hvort orðið er rétt þannig? Ég hef aftur á móti heyrt orðið að jafn- henda...? Já, Orðabók Háskólans hefur upp- lýst, að sögnin „að jafnhatta” merki að lyfta jafnt með báðum höndum upp að „hatti”. Nafnorðið jafn- höttun sé svo til orðið af sögninni. Orðið að jafnhenda er hreint ekki til í íslensku. — Jæja. Þakka þér fyrir. En segðu mér. Ekki kostarðu þig alveg sjálfur til Englands á mótið? — Nei, Ungmenna- og íþrótta- félag Austurlanda ætlar að standa undir því fjárhagslega. Skúli brosir drengjalega og nuddar þumalfingri við nefið. Ekki eins og venjulegir menn, sem seilast beint upp með hendinni... Nei. Til þess að ná upp að nefi, þarf hann fyrst að rétta handlegginn beint út, beygja olnbogann og nálgast nefið með þumlinum beint úr norðvestri.. svo blikkar hann mig öðru auganu snýr sér við og gengur burt. Baksvipurinn er líkastur þríhyrn- ingi, þar sem gleiða hornið snýr niður. Efst eru vöðvasátur. Eitt kíló að austan... G.K. 20 VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.