Vikan

Tölublað

Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 72

Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 72
Látum jolmvm barnanna^^^M Á heimili foreldra minna, var jólasveinninn Htt í heiðri hafður. En frænku minni fannst hann tilheyra og flest barnanna urðu ofsakát, þegar hann kom í jólaboðin, þvi við vissum auðvitað, að þetta var Pétur frændi og að við mundum fá jólagjafir, þegar hann væri kominn. En minnstu börnin, sem ekki höfðu áður séð hann, eða voru of ung til að muna eftir honum frá ári til árs, drógu sig í hæfilega fjarlægð og fóru jafnvel kjökrandi út í horn, eða héldu í pils mömmu sinnar. Loks, þegar þau voru orðin örugg í örmum mömmu, þorðu þau að kíkja dálítið á þennan óþekkta og hættulega mann. Einstaka sinnum kom það fyrir, að börn urðu alveg frávita af hræðslu. Lítill, taugaóstyrkur drengur hljóp einu sinni organdi um alla stofuna alveg miður sín af hræðslu. Jóla- sveinninn tók þá grímuna af sér, og þegar drengurinn sá, að þetta var bara Pétur frændi, róaðist hann smám saman. En þegar Pétur setti grímuna á sig aftur og lét snáðann horfa á sig gera það, varð hann samt aftur jafn ofsahræddur. Gríman varð að falla aftur snarlega og drengurinn fékk hana lánaða til að leika sér að. Hann jafnaði sig að visu, en jólaboðið var algjörlega eyðilagt fyrir honum, — og enginn veit, hve lengi hræðslan sat í honum. Hrœðsla við jólasveininn. Hræðsla er djúp og frumstæð eðlishvöt hjá okkur mönnunum. Þá hræðslu, sem maður einu sinni hefur fengið í sig, er ekki svo auðvelt að losna við aftur. Og börn cru svo misjöfn. Sum þekkja varla til hræðslu, en önnur þurfa ekkert til. Svo virðist, sem sálarástand barns- ins hafi ekkert um þetta að segja. Þetta getur einfaldlega átt rætur sinar að rekja til þess, hve næmt barnið er fyrir utanaðkomandi áhrif- um, eða hvort eitthvað svipað hefur komið fyrir það áður, eða að þau innst inni eru ekki eins örugg og önnur, eða jafnvel að hugmyndaflug þeirra sé svo auðugt, að ævintýra- persónur eins og álfar og tröll hafi aðra þýðingu fyrir þau en aðra. Hver svo sem ástæðan er, þá verð- ur það barn, sem verður hrætt við jólasveininn, fyrir djúpstæðri reynslu. Hverju sinni, sem barn verður hrætt, setur það djúp spor í sálarlrf þess. Angistin leitar á það aftur í svipuðum tilfellum, bæði í draumi og vöku. Börnin fara að gráta í svefni, eða þau rjúka upp af svefni böðuð svita um allan líkamann af hræðslu. Ef til vill sýna þau angistina ekki greinilega. Hún liggur í leyn- um einhvers staðar djúpt i sálar- Iífinu, og þau reyna oft að leyna henni á einhvern hátt. En gleðin verður aldrei fullkomin né eðlileg, ef hræðslan liggurí leyni. Öll þau atvik, sem minna á það, sem gerði þau hrædd, geta auðveld- lega vakið hana til lifs á nýjan leik. Því getur það vel farið svo, að þau börn, sem hafa orðið hrædd við jólasveininn, fái hræðslutilfinn- ingu, þegar jólin nálgast aftur, eða þegar þau nálgast jólatréð. Kannski sýna þau það alls ekki. Þau gætu jafnvel sungið, hlegið og hamast meira en önnur börn, þau gætu jafn- vel hlakkað meira til jólanna en önnur börn, því að á bak við til- hlökkunina liggur niðurbæld hræðsla. En flest börn eru alls ekki hrædd við jólasveininn. Og flest börn hafa mikla ánægju af honum. Það er þó aldrei hægt að vita fyrirfram, hvernig barn bregst við honum, og það er alls ekki þcss virði að setja barnið í 72 VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.