Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 30
ögunum. Leiklistin blundar
nefnilega svo ákaflega viða, og ég
held það séu oft tilviljanir, hverjir
leggja hana fyrir sig til frambúð-
ar.
— Nú eruð þið hjónin bæði
leikarar. Gefast ykkur ekki fáar
frístundir frá leikhúsinu?
— Auðvitað lifa leikarar að
sumu leyti öðru vísi lífi en fólk
almennt, vegna kvöldvinnunnar.
I fyrra áttum við hjónin til dæmis
ekkert sameiginlegt fríkvöld frá
því í október og fram í júnílok,
nema mánudagskvöldin, sem eru
föst fríkvöld hjá okkur í leikhús
inu. En leikurum er nauðsynlegt
að umgangast fólk utan leikhúss-
ins, og ég hef verið svo heppin,
að ég hef aldrei glatað tengsl-
unum við Vestfirði, þar sem ég á
bæði vini og ættingja, og þangað
förum við hjónin á hverju sumri.
— Annars er leikhúsvinnan
hreinasta sæla núna samanborið
við fyrstu ár mín í leikhúsinu.
Þá fengu leikarar Leikfélags
Reykjavíkur engar greiðslur fyrir
æfingar og lítið fyrir sýningar,
og þar af leiðandi kom ekki annað
til greina en fólk stundaði eitt-
hvert annað starf jafnframt, sem
hafði aftur þau áhrif, að æfing-
arvoru eingöngu á kvöldin og um
hcigar. Þetta var slítandi, enda
hafa flestir leikarar okkar enst
ákaflega illa.
Oá e«* eirln
tu
— Ungir leikarar, sem ekki eru
fastráðnir, eru þó alls ekki lausir
við þennan vanda — eru jafnvel
í enn meiri vandræðum, því að
þar sem æfingar eru á daginn,
er erfitt fyrir þá að halda atvinnu
meðan þeir cru að æfa hlutverk.
30 VIKAN 49. TBL.