Vikan

Tölublað

Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 23

Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 23
ur stöfum: Bitte zu driicken.l) Það þýddum við þannig: ,,Bittu í drykk- inn”, eða ,,bíttu í drykkinn”. Hvort tveggja var nógu vitlaust handa okkur til að hlæja að því. Þó vissum við ofur vel, hvað þetta þýddi. Og eins hitt, að ef ýtt var á typpið, heyrðist skær bjölluhljómur fyrir innan. Oft stukkum við upp á dyrariðið til þess að skoða þennan merkilega umbúnað, en aldrei snertum við á honum. Þó var þetta einu sinni brotið. Simbi, einn strákurinn, sem var mikill fyrir sér og pöróttur, ýtti á typpið og hljóp svo í burtu. Rétt á eftir kom gamli maðurinn út í dyrnar, skimaði um og sá engan. ,,Það var óhræsið hann Simbi,” gall í okkur krökkunum, mörgum I einu. ,,Nun, ja, es war Simbe, ja wohl", sagði gamli maðurinn og lokaði hurðinni aftur. Við skömm- uðumst okkar sárt fyrir þetta, og Simbi fékk ferðina svo borgaða, að hann gerði það aldrei aftur. Stundum kallaði Behring á okkur inn til sín, þó aldrei mörg í einu, og sýndi okkur þá þýsk myndablöð, sem hann fékk með hverju skipi. En sú dýrð! Þar voru allavega litar skopmyndir, sem við þreyttumst aldrei á að hlæja að. Þær urðu okkur ógleymanlegar. Við skildum ekkert orð af þvi, sem undir þeim stóð. Þó var sumt af því sömu orðin sem við heyrðum Behring segja daglega. Þó jafnaðist ekkert á við jólatréð. Behring bauð öllum börnum kaup- staðarins (kaupstaðurinn var ekki stór) til sín á jólanóttina og skemmti þeim með jólatré. Þetta hafði hann gert um mörg ár, svo að við vissum, að það brást aldrei. Ailt það, sem hann þurfti við til þessa tækifæris, fékk hann með skipum á sumrin eða haustin og geymdi það til jóla. Marga daga fyrir jólin var hann sjálfur að búa þetta út. Hann lokaði sig þá inni í dagstofu sinni. Enginn mátti ganga þar um nema konan hans, — allra síst börnin hans. Á aðfangadagskveldið mátti heita, að allt húsið væri troðfullt af börn- um. Þá var gamli maðurinn ánægð- ur. Hann var ekki stærri vexti en það, að hann stóð lítið upp úr barna- þvögunni. Skallinn á honum ljómaði við öll þessi kertaljós, og munnvikið dróst enn þá lengra út á kinnina. Og jólatréð —! Ekkert okkar mun nokkurn tima gleyma því augnabliki, þegar báðir hurðarvængirnir voru 1) Þýská, framborið: Bitte sú drukk- en, þýðir: gerðu s.vo vel að styðja (á typpið). opnaðir og það blasti við okkur. Tréð sjálft stóð á borði og var hlaðið alls konar ágxti. Þó komst ekki nándarnærri allt fyrir á þvi, svo borð- ið í kringum það var líka fullt. Þar voru brúður handa teipunum, spriklmenn, hvcllbyssur, hljóðpipur, munnhörpur, litastokkar — — ja, hver endist til að telja upp öll þau leikföng, sem þar voru! Og svo öll sætindin í bréfpokunum, rúsínur, sveskjur, fíkjur, brjóstsykur og alla- vega súkkulaðimyndir. 20—30 prúð- búin börn horfðu undrandi augum á allt þetta og biðu þess með mikilli eftirvæntingu, hvað falla mundi i þeirra hlut. Ambögurnar gamla mannsins og þýskan hans voru eins og salt og krydd í þessu öllu saman. Aldrei var hann ánægður með það, hvernig við lékum okkur. Aldrei þótti honum það nógu fjörugt. Alltaf livatti hann okkur og sagði: ,,Spielen sie, spielen sie, Kinder!" og ævinlega tókst honum að koma okkur í þann algleyming, að við gleymdum bæði stund og stað og vöknuðum sem af sælum draumi, þegar foreldrarnir sóttu okkur. Þessi jólakveld voru okkur ógleym- anleg. Við hlökkuðum langmest til jólanna einmitt vegna þeirra. Og það var ekki ástæðulaust, að okkur þótti vænt um Behring gamla. Við elskuðum hann ekkert minna en foreldra okkar. Ég er viss um, að enginn maður hefir þá verið á íslandi, sem jafnmörgum börnum þótti vænt um. Spilið þið, kindur," var kærasta snillyrðið, sem við kunnum eftir Behring gamla. Það ætlaði aldrei að úreldast. Við notuðum það við alls konar tækifæri. Þegar eitthvað gekk fram af okkur, notuðum við það sem upphrópunarorð, stundum heilsuðumst við með þvi, og ætið hlógum við að þvi. Það var nægilegt verkefni fyrir t imyndunarafl okkar að hugsa okkur það, hvernig kindurnar litu út, þegar þær væru að spila. Við hugsuðum okkur mórauða hrútinn jarmandi ,,grand” og slá út spaða- 49. TBL. VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.