Vikan

Tölublað

Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 67

Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 67
LLUR MIÐDEPILL tíma, með græn tún og kotin öll og sérkennilega og sögukunna staði, þar sem skyggði á víkur og sutid og fjöll og jökla, enda tíð- förult á þá, út á ,,Battarí” (Jörund- arvígi) og upp að Skólavörðu, en Þingholtin voru þá nær óbyggð, þegar kotin eru undanskilin. En löngu fyrir þessa tíma, á lið- inni öld, var Reykjavík búin að fá sinn virðulega höfuðstaðarsvip. Margt setti þann svip á bæinn, vegleg hús, eins og Alþingishúsið, Dómkirkjan, Latínuskólinn (Menntaskólinn) og fleiri hús mið- bæjarins, sem enn minna okkur á þessa gömlu tign. Og megi sá tign- arsvipur haldast sem lengst. Um og upp úr aldamótunum fer veg- legum húsum fjölgandi. Á Lands- bankanum var byrjað fyrir aldamót- tn til dæmis að taka, eða árið 1898. En bærinn var þá enn og lengur gamla tímans bær með öll- um slnum fánastöngum og blakt- andi Dannebrogsfánum. Enn er þá höfn fyrir opnu hafi. Enn er skútuöld. Enn kemur það fyrir, að ekkert er til bjargar sjómönnum, er skútur farast, jafn- vel ekki er skútur rekur til lands I ofviðri. Mér er minnisstæð mörg stundin I aftaka haustveðrum, er sjávaröldurnar brutust á land I miðbænum, æðandi suður Pósthús- stræti alla leið að Dómkirkjunni, en eftirminnilegust stund, er ég ellefu ára drengur hlýddi á mál manna niðri á plani. ,,Þeir hafa verið að slitna úr reiðanum hver af öðrum”, sagði einn, ,,ég hefi það frá manni, sem er nýkominn innan að. ” Þetta var 7. dag aprllmánaðar 1906, daginn sem þilskipið Ingvar fórst. Fjöldi manna horfði á skipið, er það hrakti inn Engeyjarsund. Afspyrnurok var á vestan. ,,Þegar skipið var um 150 faðma frá landi strandaði það á skeri. Skall nú yfir það hver holskeflan af annarri, en milli skers og lands var hvltfyss- andi brotsjór og haugabrim. Skip- ið stóð flatt á skerinu og skali sjór- inn á þvl endilöngu........röðuðu skipverjar sér upp 1 reiðann til að forðast brotsjóina. Skipið kastaðist ákaflega til og rambaði og hall- aðist meira og meira, uns siglu- trén tóku sjó. Sáust mennirnir tlnast smám saman úr reiðanum og hverfa I brimskaflana... .Þarna háðu 20 menn vonlausa baráttu við dauð- ann steinsnar frá landi. „Þessi lýsing á því, sem gerðist, er úr Öldinni okkar og samkvæmt blöð- um. Tvö þilskip fórust í sama veðri á Mýrum vestur. Af þessum þremur skipum fórust 68 menn. Nokkur atriði vil ég enn nefna, sem sýna, hvað menn áttu enn við að búa: Vatn er sótt I brunna. Skólpræsi eru engin. Ekkert gas. Ekkert rafmagn. Kol notuð til kyndingar eldavéla og ofna. Brennt steinollu til húsalýsinga. Og margt fleira mætti til tína. En mikillar framfaraaldar er nú ekki ýkja langt að bíða. Vatn til notkunar á heimili mínu var sótt I Vatnspóstinn 1 Aðalstræti. Það gerðijón hringjari, svo nefndur af þvl að hann hafði gegnt um skeið hringjarastarfi við Dómkirkjuna. Jón var léttur I skapi og gat verið skemmtilegur, einkum ef hann fann ögn á sér. Tunnu, fötu og handvagn notaði hann við vatns- flutningana. Vagni slnum ók hann að dyrunum á portinu, en frá þeim og inn I skúr bakdyramegin varð hann að bera vatnið I fötu um alllöng göng milli húss okkar og Apótekaragarðsins. Skúrinn svokallaði var sambyggður og um hann gengið 1 eldhús. Þetta var þvl allerfitt verk, en var víða erf- iðara, þvl að þarna þurfti ekki að bera vatnið upp tröppur eða stiga. Mikil hálka, sem varð oft kringum póstinn á haustin og veturna, gerði þó vatnsburðarfólkinu erfiðast fyrir, En þetta var flest fólk allmjög við aldur og margt slitið. Þetta fólk var oft blautt að starfi loknu og loppið, og vel var þegið að sitja I eldhúsi og fá mat og kaffi, sitja I hlýjunni og rabba, þar sem þá hjartahlýja var fyrir. í eldhúsi móður minnar voru margir, sem sllks nutu, enda var móðir mln kona, sem ekki mátti aumt sjá. Fátækt var mikil I bænum á þess- um tíma, og margir áttu um sárt að binda, en mörgum var llka hjálpað. Á ófáum heimilum slepptu röggsamar húsfreyjur ekki hendinni af stúlkum,' sem komu ungar I vist til þeirra, fyrr en þær giftust, stundum eftir margra ára vist, þar sem þær nutu öryggis og stundum rausnarlegrar hjálpar. Heimilisbragur var víða svipaður því, sem var á efnaheimilum I sveit. Mikil tóvinna. Kembt og spunnið daglega á haustin og vet- urna. Fé var keypt á haustin til slátrunar (sauðir) og slátrað I port- inu heima, menn fengnir til að slátra, flá og hengja upp, brytja það, sem fór I salt, raka gærur, svlða svið og þar fram eftir göt- unum, nær alltaf sömu mennirnir. Vinnustúlkur voru jafnan tvær, önnur aðallega við eldhússtörf, kölluð innistúlka, og oft tóku þær lagið, mððir mln og vinnukonurn- ar, við dillandi rokkhljóðið. Stund- um kom faðir minn niður og las eitthvert ævintýri fyrir hópinn, sem við börnin fylltum að sjálfsögðu. Og þctta var alltaf mikið ánægju- efni. Skrifstofa föður míns var þá á cfri hæð hússins og vissi út að Aust- urvelli og gengið úr henni I ,,bláu 49. TBL. VIKAN 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.