Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 92
Hátíöarmatsei
Fyrir mörgum er jóla-
matseðillinn ekkert vanda-
mál, sérstakar venjur hafa
skapast með árunum, það
sama er keypt og mat-
reitt ár eftir ár. Aðrir eru
breytingagjarnari og vilja
reyna eitthvað nýtt, og
enn aðrir eru einfaldlega
að halda fyrstu jólin upp
á eigin spýtur. Þeim
tileinkum við matreiðslu-
þáttinn þessu sinni og
birtum þrjá hátíðar-
matseðla, Ijúffenga og
tiltölulega auðvelda í mat-
reiðslu að okkar dómi.
Þeir eru reyndar fengnir
úr spánnýrri íslenskri mat-
reiðslubók, sem Bókaút-
gáfan Örn og Örlygur hf.
gefur út. Nefnist hún
Matreiðslubókin þín og er
prýdd fjölda litmynda.
/. MATSEÐILL
REYKTUR LAX MEÐ SPERGL-
UM OG HOLLENSKRI SÓSU
(handa 6 manns)
12-15 sneiðar af reyktum laxi
2 dósir af heilum sperglurp
Hollensk eggjasósa:
300g smjör
4 eggjarauður
4 msk vatn
1 msk edik
sítrónusafi
salt PÍpar
Sjóðið 4 msk af vatni með 1 msk
af edikj og stevttum pipar. Kælið,
og hrærið síðan ediksblöndunni
smátt og smátt saman við eggja-
rauðurnar, og setjið aðeins meira
vatn út í. Þeytið sósuna rækilega,
og bætið bræddu smjörinu út í
smátt og smátt. Ef sósan verður of
þykk, má þynna hana með meira
vatni. Bragðbætið með salti, pipar
og sítrónusafa, ef með þarf. Hald-
ið sósunni heitri með því að láta
ílátið, sem sósan er búin til í,
standa í potti með heitu vatni.
Sósan má ekki sjóða. Vefjið laxinn
í rúllur, raðið þeim á fat og skreyt-
ið þær með sólselju (dild). Hitið
sperglana í soðinu og berið þá fram
1 djúpri skál, og hellið hollenskri
eggjasósu á þá. Skreytt með saxaðri
sólselju.
FYLL TUR KÁLFAHRYGGUR
(handa 6 manns)
1 kg kálfakjöt, hryggvöðvi
250 g kjötfars
100 g kjörsveppir
1 laukur
salt^
50 g smjör cða smjörlíki
Meðlæti:
650 g kjörsveppir
1 dós ananashringir
kartöflur
steinselja
Sósa:
4 dlsoð
1 dl rjómi
1 msk smjör
1 tsk hveiti
múskat
salt
Hrærið saman við kjötfarsið 100 g
af smátt söxuðum kjörsveppum og
rifnum lauk. Kryddið með salti,
ef með þarf. Ristið djúpan skurð
í hryggvöðvann, og látið farsið í
hann. Lokið skurðinum með kjöt-
prjónum, eða vefjið bandi utan um
kjörið. Nuddið salti og pipar í kjöt-
ið og brúnið það í feiti í potti.
Bætið síðan ofurlitlu vatni út í,
og lárið kjötið sjóða í 30-40 mín.
cða þar til kjöt og fars er steikt 1
gegn. Síið soðið, blandið rjóman-
um ,í það og jafnið sósuna. Bragð-
bætið hana með salti og múskati.
Steikið sveppina og ananashringina
1 smjöri, og berið þá fram með kart-
öflum, steiktum í smjöri, og saxaðri
steinselju.
PERUR MEÐ Á VAXTAMAUKI
(handa 6 manns)
12-15 niðursoðnar perur
1 pakki fryst þindber
6 matarllmsblöð
50 g möndlur
Lcggið matarlímið í bleyti, og bræð-
ið það í hluta af perusafanum.
Látið hindberin þiðna og merjið
þau, bætið þeim út i ásamt svo
92 VIKAN 49. TBL.