Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 93
iCff*
miklu af perusafanum I viðbót, að
vökvinn verði alls 1/2 1. Raðið
peruheimingunum I píramíta I
hæfilega stóra skál, og látið kúptu
hliðina á perunum snúa niður.
Hellið síðan hlaupinp út á, þegar
það er orðið dálítið stíft, og . stráið
söxuðum möndlum ofan á.
2. MATSEÐILL
SKELF/SKSSALAT
(handa 6 manns)
25-30 kræklingar
1 dós krabbar eða nokkrir soðnir
humarhalar
kryddsósa
sólselja (dild)
salatblöð
Látið soðið renna vel af krækling-
unum, og setjið þá svo í smáskálar.
Kröbbunt eða humarhölum er rað-
að ofan á. Hrærið saman 2 msk af
ediki og 4 msk af maísolíu. Bragð-
bætið með 1-2 flökum af mörðum
ansjósum og 1 tsk af tómatmauki.
Hellið kryddsósunni yfir skelfisk-
inn. Kælt rækilega og skreytt með
sólselju og salatblöðum. — Borið
á borð með hveitibrauðssnittum og
smjöri.
HREIND ÝRAHR YGGUR
(handa 6 manns)
2-2 1 / 2 kg hreindýrahryggur
150gspik
sah pipar
Sósa:
1/21 mjólk
4 msk hveiti
40 g smjör eða smjörlíki
salt
sósulitur
rjómi
rifsbcrjahlaup
Hreinsið hrygginn, kryddið hann
og spikþræðið. Brúnið hrygginn
þvt næst í ofni við 200° hita, og
steikið hann áfram í 1/2 klst. Á
meðan er sósan búin til. Jafnið
mjólkina með smjöri og hveiti,
bragðbætið hana með salti, rjóma
og rifsberjahlaupi og litið hana með
ofurlitlu af sósulit. Hellið sósunni
á hrygginn, lækkið hitann I 160°
og steikið hrygginn áfram í um 1
1/2 klst. Þegar steikin er til-
búin, er sósan síuð og mjólk bætt
út I, ef hún er of þykk. Kryddið,
ef með þarf. Losið kjötið af hryggn-
um, og skerið það í sneiðar. Sneið-
arnar eru síðan lagðar á hrygginn
aftur og sósunni hellt út á. — Bor-
ið á borð með brúnuðum kartöfl-
um, rifsberjahlaúpi, heilum kjör-
sveppum, steiktum í smjöri, og
grænum baunum.
ÁVEXTIR i JA RÐA RBERJA -
HLAUPI
(handa 6 manns)
1 dós ferskjur
1 dós ananashringir
græn og blá vínber
1 / 2 1 jarðarberjasafi
7-8 matarlímsblöð
Leggið matarlímsblöðin í bleyti,
og bræðið þau í hluta af jarðar-
berjasafanum. Bætið síðan afgang-
inum af jarðarberjasafanum út I.
Látið ananashringina á fat, og hell-
ið hluta af hlaupinu meðfram
þeim. Þegar hlaupið byrjar að
stífna, er 1 msk af hlaupi sett I
hvern hring. Þvl næst er ferskju-
helmingunum raðað ofan á og
kúpta hliðin látin snúa niður.
Skreytt með vínberjum. — Borið
á borð með kaldti kremsósu.
49. TBL. VIKAN 93