Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 28
Var ákveðin í aö
Sisríður Hagalín er I hópi
rcyndustu leikkvenna okkar, og
undanfarin ár hefur hún farið
með mörg veigamikil hlutverk
á sviðinu I Iðnó, en Sigríður
hefur lengst af leikferli sínum
starfað hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Hið sama cr að segja um Guð-
mund Pálsson eiginmann Sigríð-
ar, en jafnframt því að vera lcik-
ari hjá Leikfélagi Reykjavíkur hef-
ur hann vcrið framkvæmdastjóri
félagsins um nærfellt átján ára
skeið. Sigríður á tvær dætur,
Kristínu Ólafsdóttur, sem er tutt-
ugu og sex ára, og Hrafnhildi
Guðmundsdóttur, en hún er tíu
ára. Og ekki má gleyma litlu
Siggu, eins og Sigríður kallar
Sigríði Björnsdóttur dðtturdóttur
slna.
Sigríður cr fædd I Noregi, þar
scm faðir hennar, Guðmundur
Gíslason Hagalln rithöfundur,
starfaði um nokkurra ára skeið,
en tveggja ára fluttist Sigríður
A meðan sólin skín eftir Terence
Rattigan hjá Sumarleikhúsinu fyrir
u.þ.b. tuttugu árum.
með foreldrum slnum til Isa-
fjarðar og ólst þar upp.
— ísafjörður er alltaf heima I
mínum augum, segir Sigrlður
og ég er tengd honum ákaflega
stcrkum böndum. Þar kynntist
ég mörgum hliðum mannllfsins,
’sem ég hejd, að allt of margir
unglingar hér I Reykjavík fari á
mis við. Við krakkarnir á ísafirði
fórum að vinna I frystihúsinu á
sumrin strax og við höfðum aldur
til — svo þegar lítið veiddist,
stokkuðum við lóðir og unnum
annað, sem til féll. Á stríðs-
árunum var mikið um, að fisk-
tökuskip kæmu til ísafjarðar, og
þá var fiskurinn þveginn um borð.
Okkur stelpunum þótti heldur
betur fengur að komast I fisk-
þvottinn, þvl að við hann fengum
við karlmannskaup. I þessum
störfum komumst við I nátn kynni
við atvinnulífið og kynntumst
fólkinu, sem starfar I undirstöðu-
atvinnuvegum þjóðarinnar, og
það held ég, að öllum ungling-
um sé hollt.
— Frlstundunum á ísafirði
eyddi ég mestmegnis I bóklestur
og Iþróttir, var mikið á skíðum,
I íeikfimi og handbolta. Einu
sinni urðum við meira að segja
Islandsmeistarar I þeirri grein!
En þetta eru löngu liðnir dagar,
og ég dunda mér ekki lengur
tímum saman við að henda bolta
I mark. Þetta hefur komið mér
að gagni slðar, þvl líkamsþjálfun
er mjög mikilvæg fyrir leikara.
Þó finnst mér tæknidýrkunin
ganga út I öfgar hjá sumum,
þar sem tæknin verður aðalatriði
I stað þess að vera hjálpartæki
til að undirstrika annað mikil-
vægara.
— Tókstu þátt I leiksýningum
á ísafirði?
I Hjálp eftir Edward Bond hjá Leik
félagi Reykjavtkur árið 1971.
„M fengum irié
Karlmannskaup "
28 VIKAN 49. TBL.