Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 81
siðavandri virðingu. Klæðaburður
þcirra var einfaldur og í töluverðri
mótsögn við skartklæði prinsins áf
Wales og vina hans. Gamaldags kjóll
Mariannes bar stífan úr sér genginn
hátíðleika þeirra ofurliði.
„Hennar hátign greifafrúin af
Angouleme (1) hefur með mikilli
ánægju sent yður þetta tákn um virð-
ingu sína. Greifafrúin bað mig að
færa yður þetta til minningar um
hana.”
Hann rétti henni lítið nisti úr
bláum glerungi alsett demöntum, en
það hafði að geyma lokk af ljósu
hári. Marianne horfði skilnings-
sljóum augum á þessa furðulegu gjöf,
en Avary hélt áfram:
„Þessi lokkur var skorinn úr hári
Marie-Antoinette rétt fyrir aftöku
hennar. Greifafrúin óskaði þess, að
þér fengjuð hann í minningu móður
yðar, sem fórnaði lífi stnu fyrir
drottninguna.”
Roði hljóp I kinnar stúlkunnar.
Hún kom ekki upp nokkru orði, en
hneigði sig djúpt og lét Francis það
eftir að bera fram þakkir þeirra. I
sannleika sagt voru tilfinningar henn-
a,r blendnar. Þessar stöðugu minn-
ingar um fortíðina núna, þegar hún
(1) Madame Royale dóttir Loðvíks
16. og Marie-Antoinette.
stóð við þröskuld nýs lífs, sem hún
vonaði af öllu hjarta, að yrði fullt
af ást og aðdáun, voru fremur
sársaukafullar en hitt. 1 augum
Marianne var móðir hennar varla
annað en vinveitt vofa, brosandi and-
lit, sem lítil afsteypa úr fílabeini
hafði .verið gerð af. En á þessum
degi virtist þessi mynd algjörlega ætla
að afmá-'hennar eigin persónuleika.
Sem snöggvast var hún í vafa um,
hvort það væri raunverulega Mari-
anne d "Asselnat, en ekki Anne Selt-
on, sem væri að giftast hinum gjörvi-
lega Francis Cranmere....
Er Francis leiddi hana fram x for-
salinn til þess að kveðja prinsinn
horfði hann á hönd Mariannes, en
nistið lá falið í lófa hennar.
„Einkennileg gjöf handa ungri
brúður,” muldraði hann. „Ég vona
bara, að þú sért ekki hjátrúarfull?”
Hún brosti hugdjörf og ýtti ftá
sér döprum minningum sínum.
„Gjöf, sem er gefin með góðum
hug, getur ekki fært óhamingju.
Þessi lokkur er mér dýrmætur,
Francis.”
„Það gleður mig. En í guðanna
bænum Marianne settu þetta dýr-
mæta nisti niður i skríni, en berðu
það aldrei. Hvers vegna þurfa þessir
óðu fransmenn stöðugt að lifa í
skugga hinnar hryllilegu fallöxi? Ég
býst við, að það haldi við reiði þeirra
og hefndarþorsta. Og sennilega vilja
þeir gleyma því, að Napóleon situr
aðvöldum, en þeir eru aðeins endur-
skin liðins tíma.”
„Mér þykir þú mjög harðorður í
garð landa minna Francis. Ertu
búinn að gleyma því, hvað greifa-
frúin hefur orðið að þola? Og
mér þykir það einkennilegt, að þú
sem Englendingur skulir geta látið
gott orð falla um keisarann. ’ ’
„Ég fyrirlít Napoleon jafn mikið.
og ég kenni í brjósti um Madame
Royale,” sagði Francis hvassyrtur.
„En ég kann ekki að meta fólk,
sem neitar að horfast í augu við
staðreyndir. Annars* finnst mér
pólitík leiðinlegt umræðuefni og ekki
hæfa svona fallegri konu sem þér.
Gleymdu öllu varðandi stjórnarbylt-
inguna, Marianne, og einbeittu þér
að því að gera mér til hæfis.”
Marianne fannst málsverðurinn
þetta kvöld aldrei ætla að taka enda.
Gestir voru fáir, og lítil kátína ríkti
meðal þeirra. Þetta líktist í engu
kvöldverði á brúðkaupsdegi. Fyrir
utan hin ungu brúðhjón voru aðeins
viðstaddir þeir Chazay ábóti, Moira
lávarður, Jason Beaufort og Ivy St.
Albans, og gestirnir höfðu ekki nógu
mikið sameiginlegt til þess að halda
uppi fjörugum samræðum. Þærfjöll-
uðu um allt og ekki neitt og lognuð-
ust loks út af. Ábótinn lagði lítið
til málanna, enda voru hugsanir hans
sjálfsagt bundnar við ferðina, sem
hann átti fyrir höndum. Vagninn
hans beið fyrir utan, og þegar var
búið að spenna hestana fyrir. Am-
eríkaninn sagði ekki orð, en stytti
sér stundirnar með því að horfa af
óþægilegri áfergju á Marianne.
Aðeins Francis og Moira ræddust við
um hesta og veiðar. Lafði St. Albans
fór að dæmi brúðurinnar og tók
engan þátt I samræðunum.
Grannir fingur Ivys rúlluðu vél-
rænt örlitla brauðmylsnu, sem lá á
damaskborðdúknum. Marianne
velti þvl tyrir sér, af hverju hún
kynni ekki við þessa fíngerðu frænku
Francis.
Hún ieyfði aldrei neinum að sjást
yfir hið nána samband sitt við Cran-
mere lávarð og umgekkst Marianne
dálltið eins og hún væri vanþroska
barn. Að því slepptu var Ivy St.
Albans vingjarnlegheitin uppmáluð.
Hún var nokkrum árum eldri en
Marianne, meðalmanneskja á hæð,
og vöxtur hennar minnti á álfakropp.
Fölljóst hár hennar var vafið I hnút
um hvirfilinn, og fyrir bragðið virtist
hún stærri en ella. Andlit hennar
var snoturt og augun postullnsblá og
ljómuðu af óútskýranlegri þrá.
Munnur hennar var svo lítill, að hinn
mesti fagurkeri hefði ekki getað farið
fram á meira, en samt fannst Mari-
Fyrir síðustu jól hóf göngu sína nýr bókaflokkur hjá Sögusafni|
heimilanna undir heitinu GRÆNU SKÁLDSÖGUR SÖGU-
SAFNS HEIMILANNA og varð fyrst fyrir valinu hin fræga|
saga amerísku skáldkonunnar Margaret Mitchell:
Á HVERFANDA
HVEU
Bókin er um 1000 bls. í tveim
bindum og prýdd myndum úr kvik-
myndinni.
Fyrir þessi jól kemur út önnur
heimsfræg skáldsaga.
JANE EYRE
eftir Charlotte Bronte. Petta er ein-
hver vinsælasta skáldsaga.sem kom-
ið hefur út, enda er hún stöðugt
prentuð í nýjum og nýjum upplög
um víða um heim.
Bækur þessar eru- innbundnar i
sérstaklega vandað og fallegt band.
GRÆNU
SKÁLDSÖGUR
SÖGUAFNS
HEIMILANNA
mæla með sér sjálfar. Eignist þær
frá byrjun.
SÖGUSAFN HEIMILANNA
49. TBL. VIKAN 81