Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 85
,,Var hann svo mjög dáður?”
spurði Marianne veikri röddu.
, Já, konur voru vitlausar i honum,
hver og ein einastá, svo það hálfa
gat verið nóg.”
Samræðurnar höfðu ekki náð
lengra. Lafði Ellis hafði hjúíirað um
sig í þögn endurminninganna, og
stúlkan vildi ekki trufla hana. Seinna
hafði hún komist að raun um með
því að þaulspyrja Jenkins, gömlu
ráðskonuna, að Ellis frænka hefði
eitt sinn verið yfir sig ástfangin af
Richard Cranmere. Hún hafði von-
ast til þess að giftast honum, en hann
hafði fallið fyrir Anne móður Mari-
annes, en Anne var þá þegar ást-
fangin af frönskum diplómat. Er
hún hafði trúlofast Pierre d Asselnat,
hafði Cranmere lávarður farið á brott.
Hann hafði ferðast alla leið til Ind-
lands og kvongast og þar hafði
Francis fæðst. Hinn ungi maður
hafði komið heim fyrir tíu árum
síðan til þess að taka við smá erfða-
góssi ekki allfjarri Selton Hall.
Hann hafði oft komið í heimsókn
til iafði Ellis, en sameiginlegur áhugi
þeirra á hestum hafði dregið þau
hvort að öðru. En svo hafði aðdrátt-
arafl Lundúna laðað hann til sín,
og hann hafði selt landareignina, sem
var víst það eina sem hann átti, og
síðan höfðu þær ekki séð hann.
,,Og það mun víst áreiðanlega
ekki bjóðast tækifæri til þess aftur
fyrr en að tlu árum liðnum!”
stundi Marianne.
En henni hafði skjátlast. Francis
hafði ekki einungis komið I heimsókn
til gömlu vinkonu sinnar í hús það,
sem hún hafði tekið á leigu í
Bath, því að í september kom hann
til Selton Hall.
Þessar heimsóknir steyptu hinni
ungu stúlku út I algjört algleymi.
Rómantískt hugarflug hennar gerði
Francis að Tristam Lancelot, ridd-
aranum, sem kom úr fjarlægu landi
td þess að leysa hana úr álögum.
Engar hetjur munnmælasagnanna
gátu att kappi við hann. Francis
var þúsund sinnum yndislegri en
allir riddarar hins kringlótta borðs
samanlagt og það þótt þeir Merlin
°g Arthur konungur væru meðtaldir.
Hann var aðaluppistaðan I dag-
draumum hennar, og takmarkalaus
unaður byggðist á einu augnatilliti
eða brosi. Þannig safnaði hún
varaforða af hamingju, sem hún
vonaðist til þess að entist henni,
þangað til hann kæmi næst I heim-
sókn. Francis kom I alla staði mjög
vel fram við hana. Henni til
undrunar átti hann það jafnvel til að
setjast hjá henni og spjalla við hana.
Hann spurði hana um líf hennar og
hvað hún gerði sér til skemmtunar.
Er henni varð hugsað til lifnaðar-
hátta hans I London, þar sem hann
var I félagsskap hinna göfugustu og
glæsilegustu manna I Öllu landinu,
t>á blygðaðist hún sín fyrir það, að
samræður hennar snérust ekki um
annað en hunda og hesta og lífið
I sveitinni. Hún bar svo mikla
lotningu fyrir honum, að dag cinn
er lafði Ellis bað hana um að syngja
fyrir Francis, gat hún ekki komið
upp nokkru hljóði. Hún var svo
þurr I munninum, að ekki einn
einasti tónn myndaðist. Að eðlis
fari var hún frjálsmannleg og lifandi,
en I nærveru hans varð hún blátt
áfram afkáraleg. Satt var það, að á
þessu tiltekna kvöldi hafði Ivy komið
með frænda sínum, og indæl nærvera
hennar var ekki beinlínis til þess
fallin að auka á sjálfstraust Mari-
annes. Þessi elskulega yfirborðsfág-
aða frænka hans, sem virtist aldrei
fatast I neinu reyndi mjög á taugar
hennar. Hún líktist álfkonunni
Vivien, en Marianne hafði aldrei
verið um hana gefið.
En dagur sigursins hafði komið, er
hún hafði farið á veiðar ásamt
Francis. Þau höfðu þeyst hlið við
hlið um veiðilendurnar og haustfagra
skóga. Ivy kunni ekki að meta hesta.
Hún og lafði Ellis höfðu ekið á eftir
þeim I vagni. Marianne hafði Francis
fyrir sig eina, og þegar hann sló
henni gullhamra og hafði orð á því,
hversu vel hún kynni að sitja hest,
hélt hún sig myndi deyja úr ham-
ingju.
,,Ég þekki fáa karlmenn, sem
kunna jafnvel með hesta að fara og
þú,” sagði hann, ,,og enga konu.”
Hlýjan I rödd hans var engin upp-
gerð, og augnaráð hans var þess
háttar, að hjarta hennar fylltist af
gleði. Á þessu augnabliki fannst
henni hann vera elskhugi hennar.
Hún brosti til hans breiðu brosi.
,,Ég elska að rlða út með þér
Francis. Mér finnst eins og ég gæti
haldið svona áfram að endimörkum
heimsins."
„Meinarðu þetta virkilega?”
,Já, vitaskuld! Þvl ætti ég annars
að segja það?”
Hann ansaði henni ekki, en hallaði
sér fram á við I hnakknum og horfði
fast I augu hennar. Þetta var I
fyrsta skipti, sem hún gat mætt
augnaráði hans án þess að fara hjá
sér. Enn sagði hann ekki neitt, en
um leið og hann leit undan brosti
hann lltillega.
,,Gott,” var það eina, sem hann
sagði. Því næst virtist hann með öliu
hafa þurrkað hana út úr huga sér.
Hann hvatti hest sinn og skildi
Marianne eftir með undrunina eina