Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 04.03.1976, Qupperneq 2

Vikan - 04.03.1976, Qupperneq 2
Sagt frá skipasmíðum og siglingum til forna. Kannski hafa fyrstu landnámsmennirnir í Noregi eftir að ísaldarjökulinn hvarf af landinu verið eingöngu veiðimenn á landdýr, en þeir hafa áreiðanlega snemma farið að grípa sér til framfæris alla þá fæðu, sem hafið bauð. Því til staðfestingar er nægilegt að benda á, að þeir völdu sér nær eingöngu bólstaði meðfram strandlengjunni og á eyjum, þangað sem ekki varð komist nema á báti. Og Noregur á það sameiginlegt með íslandi enn þann dag í dag, að þorri íbúanna býr með ströndum fram, enda hefur hafið fært báðum þjóðunum mesta björg í bú. Nú vitum við ekki, hvers konar bátum fyrstu veiðimennirnir fleyttu sér á. Elstu leifar báta í Noregi eru frá árunum 400 —300 fyrir Krist, og þá höfðu norðmenn ferðast um hafið I þúsundirára. Af steinaristum frá steinöld sést glöggt, hve bátarnir voru mikilvægir til lífsbjargar. Á sama hátt eru bátsmyndir iðulega greiptar í bronssverð og hnífar frá bronsöld. Erfitt er að tímasetja af öryggi, hvenær steinristurnar voru gerðar, en þó má telja víst, að bátsmyndir finnast á steinum bæði frá stein- og bronsöld. Litið hefur verið á þessar myndir sem myndir af skinnbátum, kannski áþekkum húðkeipum eskimóa — sterk trégrind klædd selskinnum. Aðrir vísindamenn telja fyrstu bátana hafa verið holaða trjáboli. Slíkir bátar hafa fundist á finnskum og dönskum steinaldarbólstöðum, svo við vitum, að þeir voru notaðir á norður- slóðum á steinöld. Hitt verður ekki sannað, hvor bátsgerðin var fiskibátur steinaldarmanna í Noregi, og má þó telja líklegt, að þeir hafi þekkt til smíða á hvorum tveggja gerðunum. Siðari norsk bátasmíði virðist einkum byggð á trévinnslu, og sýnist eiga rætur að rekja til eintrjáninganna, en það afsannar ekki, að húðkeipar hafi einnig verið notaðir á þessum slóðum, þótt þeir hafi ekki haft mikil áhrif á frekari þróun bátasmíða þar. Trjágrindin er sá hluti húðkeipsins, sem ber hann og styrkir, skinnið er til þess eins að halda vatninu frá. í eintrjáningi gegnir bolurinn báðum þessum hlutverkum. Smám saman er bætt við stuðningsslám, þverstífum og röng- um í eintrjáninginn. Sama vinnulag er viðhaft í síðari bátasmíði í Noregi, næsti hluti grindar- innar er fyrst smíðaður úr tveimur borðum, síðan eru rengurnar settar. Elsti bátur, sem fundist hefur á norðurslóð- um að eintrjáningum undanteknum, er frá því í kringum árið 350 fyrir Krist. Hann er meðal þess, sem fannst í Hjortspring í Als á Jótlandi. Báturinn er langur linditréskanó, sem tuttugu menn gátu tvípaðlað. Allir hlutar bátsins eru saumaðir eða strengdir saman. Þótt tæknin sé frumstæð, ber öll smíði þess greinilega merki, að hún byggir á langri hefð í trébátasmíði. Á mörgum steinaristum í Noregi eru myndir af bátum, sem líkjast Hjortspringsbátnum séðum frá hlið, svo þessi gerð báta hefur ekki verið bundin við Danmörk. Elstu bátaleifar, sem fundist hafa í Noregi, eru miklu yngri, eða frá því um Krists burð. Af Halsnöybátnum svokallaða hafa ekki varðveist nema nokkur borð, sem hafa einnig verið saumuð saman. Öfugt við Hjortspringsbátinn hefur Halsnöybátnum verið róið en ekki tvípaðlað. Á borðstokknum hafa verið ára- bönd áþekk keipunum, sem enn tíðkast í Vestur-Noregi. Það hefur verið mikil framför að hefja róður í stað þess að tvípaðla, því að vöðvaaflið nýtist miklu betur við róðurinn. Á árabilinu 350 — 400 eftir Krist tóku báta- smiðir víðast hvar í Noregi að negla fjalirnar í Gokstadsskipið var grafið upp árið 1880 á Vestfold í Noregi. Það var tuttugu og fjögra metra iangt, fimm metra breitt, og því var róið af sextán ræðurum. Það er taiiö hafa verið byggt í kringum árið 900, og áhöfnin hefur verið um það bii 40 manns. bátana saman með járnnöglum í stað þess að sauma þær saman, en saumnum var sums staðar haldið áfram, sjálfsagt vegna þess að járnið hefur verið of dýrt. Allar götur síðan hafa bátar og skip á norðurhveli jarðar verið ákaflega svipuð að lögun. Að sjálfsögðu hefur ýmislegt breyst í bátasmíðinni, en aðalatriðin eru enn hin sömu, og sama er að segja um mörg tæknileg atriði bátasmíðarinnar, sem hafa gengið í arf mann fram af manni í meira en sextíu kynslóðir. Skip og báta járnaldar þekkjum viö af samtíma myndum, sem fundist hafa í gröfum og víðar. Með ströndum fram þótti eðlilegt, að báturinn fylgdi eiganda sínum í hauginn, og þegar sigurvegarar í orustum fórnuðu guð- unum vopnum hinna sigruðu, fylgdi skip þeirra iðulega með. Slíkir fornleifafundir eru miklum mun al- gengari í Danmörku og Svíþjóð en í Noregi. Skammt frá Hjortspring á Als á Jótlandi er Nydam Mose. Þar hlýtur að hafa verið vé, því að þar hafa fundist merkar fornleifar úr fornöld. í kringum 350 — 400 eftir Krist hefur 24 2 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.