Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 33

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 33
lega gerði Marianne sér grein fyrir því, að hann var í þann veginn að endurtaka þennan óskemmtilega leik frá því í hlöðunni forðum. Eðlislseg viðbrögð fóru um líkama hennar og hún ýtti honum frá sér af öllu afli og öskraði. ,,Nei!” Svo rauk hún á fætur, en Jean hélt sér í rúmið til þess að varna því að hann dytti. Marianne lagaði kjólinn, krosslagði hcndurna og horfði þrjóskufull á árásarmann sinn. ,,Hvaða hugmyndir gerirðu þér eiginlega um mig? Þú kemur hingað og móðgar mig, berð mig og svo bætirðu gráu ofan á svart með því að hvísla ástarorðum I eyra mér og heldur að ég muni þýðast þig. Elskar mig? Það er svei mér gott að heyra, en nú ætla ég að biðja þig um að yfirgefa þetta herbergi og það á stundinni. Ég hef engan áhuga á því að endurnýja kunningsskap okkar.” En nú var hann einnig risinn á fætur og andlit hans var þungbúið. ,,Og ég sem hélt að þú hefðir elskað mig, þegar við vorum saman þarna í hlöðunni.” Barnaleg reiði fékk hana til þess að svara honum fullum hálsi. ,,Ég? Elskað þig? Þú hlýtur að vera genginn af vitinu. Ég þurfti á þér að halda, það var allt og sumt. ” Vonbrigði hans leyndu sér ekki. En loksins gekk hann yfir að dyr- unum og opnaði þær. Svo leit hann á hana hatursfullum augum. ,,Gott og vel, þú hefur hafnað mér, en það mun hefna sín, Mari- anne. Þú munt iðrast þess þótt síðar verði. ” ,,Það efast ég um. Vertu sæll.” Hún heyrði hann fara ofan stigann og lét sig falla í stól og fékk sér sopa af víni til þess að róa taugarnar. Henni rann reiðin og hún reyndi að hugsa skynsam- lega um heitingarnar, sem hann hafði látið út úr sér. Loksins komst hún að þeirri niðurstöðu, að þetta hefði ekki verið nema eins og hver önnur ólund barns, sem hefur ekki fengið sínu framgengt. Hann elsk- aði hana og myndi þess vegna ekki gera neitt, scm gæti sært hana. Þessar hugrenningar hennar báru vissulega ekki vott um, að hún byggi yfir miklu innsæi í hégóma- girnd karlmannsins. Marianne var enn að gæla við þessar bjartsýnishugsanir og reyna að grafast fyrir um það, hvaða söguhetja í bók hefði orðið að glrma við svipuð vandamál, þegar hurðinni var hrundið upp. Jean Le Bru ruddist inn og á hæla honum komu tveir lögreglumenn. Jean benti á stúlkuna er sat þarna þrumu lostin. ,,Þarna er hún! Hún er útflytj- andi og hefur komist inn í landið á ólöglegan hátt. Nafn hennar er Marianne d’Asselnat og hún er út- sendari konungssinna. Áður en Marianne gat komið við nokkrum vörnum, gripu verðir lag- anna I sitt hvorn handlegg hennar og drógu hana út úr herberginu. Hún var teymd niður stigann og Bobois rak upp stór augu. Hinir gcstirnir voru ekki í eins miklu uppnámi, en þeir horfðu undrandi á aðfarirnar. Því næst var henni hrundið inn í vagn og ekið með hana á brott. Vagninn minnti á stóran Jsvartan kassa og gluggatjöldin voru dregin fyrir. Við hliðina á henni sat lögregluþjónn og hann var með mikið yfirvaraskegg. Fyrstu við- brögð hennarvoru að reka upp hátt öskur, bæði af reiði og vandlæt- ingu og í þeirri veiku von, að einhver myndi koma henni til hjálpar. Lögregluþjónninn hagræddi sér í horninu á vagninum og virti hana rólegur fyrir sér. ,,Ég myndi ekki öskra svona, ef ég væri í yðar sporum. Vera má að ég neyðist þá til þess að kefla yður og binda eins og hvern annan kjúkling. Það er yður fyrir bestu að þegja.” Marianne missti nú algjörlega móðinn, en hún sór þess dýran eið, að ef hún ætti þess nokkurn kost, þá skyldi hún hefna sín á Le Bru. þessu úrþvætti. Hérna lét hann handtaka hana eins og hvert annað glæpakvendi. Hvernig gat hann... Reiðin hvarf nú smám saman og tár runnu niður kinnar hennar. Hreyfingar vagnsins voru svæfandi og hún var auk þess mjög syfjuð. Marianne sofnaði þess vegna von bráðar og kinnar hennar voru enn tárvotar. 8. kafli. Lögregluforinginn og barón frá Korsíku. Marianne vaknaði um miðja nótt í klcfa St. Lazare fangelsisins. Hún hafði verið hrifsuð burtu úr litla, vistlega herberginu sínu hálfsofandi og henni fannst þetta líkast mar- tröð. En smámsaman gerði hún sér ljóst, að þetta var raunveruleiki en ekki draumur. Frá birtunni af kerti, sem hafði verið skilið eftir á óásjálegu borði, sá hún hinn þrönga klefa. A daginn hlaut birtan að berast í gegnum gluggaboru með rimlum fyrir, sem var þarna hátt uppi á cinum veggnum. Rakinn hafði skilið eftir einkennilegar felumyndir á veggj- unum, en ryðgaðar lamir og lásar báru það með sér hversu gamalt þetta fyrrverandi klaustur var. Einu húsgögnin fyrir utan borðið, var stóll og svo mjótt rúm, en í því var hálmdýna og teppi. Rúmið var bæði hart og óþægilegt. Sömuleiðis var engin upphitun þarna, en það hefði gert vistina fyrir fangana heldur bærilegri. Hún hafði ekki einu sinni haft ráðrúm til þess að taka með sér kápuna sína og tösku Marianne var aðeins íklædd kjóln- um og hún hnipraði sig saman, til þess að reyna að halda á sér hita. Þessr kringumstæður voru vægast sagt heldur óheillavænlegar. Nicol- as Mallerousse hafði lýst fyrir henni þeim hættum er biðu útflytjenda, er snéru heim til Frakklands á ólög legan hátt, en hitt var verra, að bréfið hafði orðið eftir I töskunni. Tilfinningar Marianne vógu salt einhvern staðar mitt á milli örvænt- ingar og reiði. Henni varð hugsað til þess bleyðuskapar, sem Le Bru hafði sýnt af sér, að hann skyldi hafa lagt fram ákæru á hendur henni, einungis vegna þess, að hún hafði ekki viljað fara I bólið með honum. Hún uppgötvaði að reiðin var að slnu leyri gagnleg. Hún hélt þó alténd á henni hita. Framhald I næsta blaði. tlNNI & E INNI ÉG LOFA! ÉG LOFA AÐ MÁLA! strax og ég er búinn aö lúra tíu mínútur til viöbótar! 10. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.