Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 25
I
I
— Annað hvort vil ég he/ga mig söngnum ,
einum, eða /áta það eiga sig að syngja.
— Siíkur f/utningur heyrist a/drei i tón/eika-
sö/um.
út kvíarnartil Austurríkis. Okkur var nóg boðið
og fórum heldur niðurlútar af þessum fundi.
— En hvernig kanntu við vínarbúa yfirleitt?
— Ég er ákaflega hrifin af Vín, og kann
ágætlega við íbúa borgarinnar, þótt þeir séu
kannski svolítið mikið á yfirborðinu og erfitt að
kynnast þeim náið. Þeir eru flestir óskaplega
sparsamir, og gott dæmi um það er, að þeir
bjóða kunningjum sínum eiginlega aldrei heim,
heldur hitta þá á kaffihúsum. Þar borgar hver
fyrir sig svo enginn þarf að fara að hita upp
aukalega heima hjá sér og veita gestum. Þessi
sparsemi stafar auðvitað af því, að af erfiðri
reynslu hefur þeim lærst að halda vel utan um
sitt. Þeireru líka íhaldssamir, og úr því að þessi
siður hefur reynst ágætlega í nokkrar kynslóð-
ir, þykir þeim mesti óþarfi að fara að breyta til.
Hið sama er uppi á teningnum hvað varðar
húsakynni. Þeim finnst varla taka því að vera
að setja miðstöðvarkerfi í gömul hús, þegar
fólk hefur lifað og dáið í þeim í þrjú hundruð ár
með ofn í aðeins einu herbergi.
— En það er mikið tónlistarlíf í Vín?
— Já, það er mikið og blómlegt, og áhuginn
almennur. Raunar er kannski ekki rétt að segja
áhugi, því að tónlistin er svo sjálfsagður hlutur
í Vin, að það er eins og allir fylgist með tónlist-
arlífinu og ræði um tónleika fram og aftur af
eldmóði. En vínarbúar eru svolítið íhaldssamir
átónlistarsviðinulíka. Þeir eru miklu hrifnari af
gömlu meisturunum en nýjum tónverkum, og
ég get fullyrt, að íslensk nútímatónskáld fá
miklu oftar að heyra verk sin flutt en austur-
rískir samtíðarmenn þeirra.
— Mér þótti /andafræði óskaplega leiðinleg.
— Ertu unnandi nútímatónlistar?
— Mér þykir margt í nútímatónlist skemmti-
legt og merkilegt, en auðvitað eru ekki öll nú-
tímatónverk góð. Við flutning nútímatónlistar
þarf að gæta svo gífurlegrar nákvæmni, og
hún krefst slíkrar einbeitningar, að það er erfitt
að gefa sig allan í hana — hugsunin um, að allt
verði rétt og hárfínt ríkir því yfir öðru. Þess
vegna fær maður aldrei jafnmikið frá áheyr-
endum við flutning nútímatónlistar og hefð-
bundins söngs, og gleðin af tónflutningnum
verður því ekki hin sama.
— Þú hefur bæði sungið Ijóð og óratóríur,
og svo óperuhlutverk. Er mikill munur á þessu
tvennu?
— Tæknilega er ekki neinn munur á
Ijóðasöng og óperusöng, en þó er þetta tvennt
ekki hið sama. Ljóðið syngur söngvarinn beint
og milliliðalaust, en í óperunni er persónan,
sem hann syngur og leikur, milliliður. Af
þessum sökum finnst mér að sumu leyti
erfiðara að syngja Ijóð, en að sama skapi
skemmtilegra, því að Ijóð bjóða oft upp á
margþættari möguleika til túlkunar.
— Finnst þér ekki tónlistarlífið á islandi dauft
eftir að hafa dvalið langdvölum í tónlistarborg
eins og Vín?
— Kannski er það dauft miðað við stórborgir
erlendis, ef dæma á eftir fjölda tónleika, en ég
held, að fáir geri sér grein fyrir hve tónlistar-
flutningur er vandaður hér og hve marga góða
tónlistarmenn við eigum. Það er með eindæm-
um, að óperusöngvarar skuli getað sungið
óperu með margra ára millibili og án stöðugrar
þjálfunar og gert það eins vel og dæmin sanna.
Eins eru tónleikar hér kannski fáir á mælikvarða
Sigríður Ella segir, að mikillar einbeitingar sé
þörf við flutning nútímatónlistar. Til þess að
gefa /esendum smáhugmynd um, hvernig
nútímatónlist er skrifuð, birtum við hér brot
af tiltölulega nýlegri óperu. Óneitanlega er
þetta allmiklu flóknara en hefðbundin nótna-
skrift, sem mörgum leikmanninum þykir
þó nógu tyrfin að sjá.
10. TBL. VIKAN 25