Vikan

Eksemplar

Vikan - 04.03.1976, Side 6

Vikan - 04.03.1976, Side 6
lega í huga, hvort Bretland hafi efni á þeim munaði, sem konungs- fjölskyldan veitir sér nú á síðustu og erfiðustu tímum í sögu Bretlands Eindreginn konungssinni myndi eflaust svara því á þessa leið: Borið saman við það, hvað Concorde-þota kostar I dag er kostnaðarreikningur konungsfjölskyldunnar ^ills ekki svo hár. En hvað segir Elísabet sjálf? Talsmaður hirðarinnar heldur því fram, að Elísabet hafi svo lengi verið lifandi tákn bresku krúnunnar veldi þess og auðs, að hún geti ekki hugsað sér nokkra breytingu. Hún er fædd I þessari gylltu umgjörð og hefur hlotið ihaldsamt og gam- aldags uppeldi, sem tiðkast í hinum gömlu aðalsættum Evrópu. Enginn sendir afboÖ til konung- legrar veislu. Undirbúningur veislu hjá Elísa- betu drottningu hefst í hennar litlu, en vel búnu skrifstofu í Buck- inghamhöll. Drottningin tekur á móti sínum nánustu starfsmönnum, gestalistinn er ákveðinn, og farið er í gegnum matseðilinn. Siðan eru gylltu boðskortin eftirsóttu, send út með sendiboðum i dökkgrænum Rolls Royce bílum. Svars er krafist, en þar sem enginn afþakkar er reiknað með, að allir þiggi boðið. Það eru til kynstur af sögum um fólk á fílaveiðum i Indlandi og við fjallgöngur í Himalaya, þegar fregnin um boðið barst og hvernig því tókst á síðustu stundu að komast í tæka tíð til veislunnar eftir að hafa skipt um föt í leigu- bílnum frá flugvellinum. Stærstu veislurnar eru haldnar í viðhafnarsal Buckinghamhallar. sem skreyttur er gulli og rauðu plussi og borðbúnaðurinn i stíl, úr skíra gulli. Drottningin, Filipus og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar sitja við háborðið og gestir þeirra síðan við tvö langborð, út frá því. Einkennisklæddur þjónn stendur á bak við hvern stól, og samtímis er vini skenkt i kristalsglösin I öllum salnum. Brúðkaup Karls ríkisarfa___beims- ins dýrasta? Drottningn staldrar aldrei lengi við hjá gestum sínum. Um hálf- ellefuleytið hverfa þau hjónin Elísabet og Filip , en það kemur fyrir, að Filip birtist aftur, þegar hressingar eru framreiddar i litlu sölunum. Virðingarmestu gestir Elísabetar, hinum erlendu rikishöfðingjum, hlotnast sá heiður að fá að gista I svefnherbergi Georgs IV undir risa- kórónu í himinsæng með grænum rekkjutjöldum. I Windsor-kastala tekur Elisabet á móti gestum sínum i viðhafnar- sal, sem Albert eiginmaður Viktor- íu drottningar sá um skreyt- ingu á. Bæði loft og veggir eru skreyttir af færustu ítölskum list- málurum. Gulllistar og húsgögn eru í barokk-stíl og svo yfirþyrm- andi, að salurinn virðist hafa deyfandi áhrif á þá, er þangað koma. Drottningin sjálf er alltaf um- 6 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.