Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 18
til lofts — sjá beint upp I þennan
gráa, sænska vetrarhimin og flýta
sér svo aftur heim í villuna sína
með sitrónutrjánum allt í kring.
Meðan Lena þvoði upp (frú
Degenberg var áreiðanlega ekki
með neinar þvottakonuhendur)
reyndi hún að henda reiður á þvi,
sem hún mundi um Bertil Degen-
berg. Það var ekki annað en nokkrar
óljósar minningar — líkastar púslu-
spili, sem helminginn vantaði í.
Sterklegir, sólbrenndir fætur í
stuttbuxum, strá, sem kitlaði hana i
kinnina, ilmur brumandi trjáa á
vorkvöldi. Já, hún hefði áreiðan-
lega getað gifst Bertil, ef henni
hefði sýnst svo. En hvers vegna
gerði hún það þá ekki?
Meðan hún þurrkaði upp og gekk
frá í eldhúsinu, reyndi hún að rifja
upp, hvernig stóð á þvi, að það
slitnaði upp úr sambandi þeirra.
Það var ekki af þvi, að hún hafði
hitt Ove. Bertil hafði verið langt
á undan Ove, og á milli þeirra var
ógrynni pilta.
Nei, Bertil hafði verið...Hún fór
að tína til óhreinan þvott í þvotta-
vélina, en mundi svo allt í einu eftir
því, að þvottavélin var biluð. Við-
gerðarmaðurinn hafði sagt henni í
gær, að það þyrfti að setja svo margt
nýtt í hana, að miklu ódýrara væri
að kaupa nýja. Hún hafði ákveðið
að bíða hentugs tækifæris til að
minnast á það við Ove.
Hún setti þvottinn aftur í körf-
una. Senjóra Degenberg hefði
áreiðanlega sagt: ,,já, sendu mér
bara nýja vél, þá bestu og nýtísku-
legustu, sem þið hafið. ’ ’
— Ég tala eins og ég hef vit til,
sagði Lena við Pétur. — Ég hefði
ekki einu sinni vitað, að þvotta-
vélin væri biluð, ef ég væri gift
Bertil Degenberg. Allir spænsku
þjónarnir og vinnukonurnar hefðu
ekki látið mig þurfa að stíga fæti
mínum í eldhúsið eða þvottahúsið.
Hugsaðu þér bara, hve dásamlegt
það væri.
— Appelsínu? sagði Pétur undir
borðinu.
— Já, auðvitað, sagði hún og fór
í skápinn eftir appeisínu.
— Það ætti nú ekki að vera
vandi. Appelsínutrén, sem vaxa
hérna utan við gluggann hjá
manni.
Pétur hljóp út að glugganum og
hún gerði sér ljóst, að henni væri
hollast að gæta betur að orðum
slnum. Það var ekki gott að segja,
hvcnær börn færu að átta sig á því,
að mamma er ekki eins gáfuð og
þau höfðu haldið.
— Við skulum fara I almennings-
þvottahúsið, sagði hún til að draga
athygli hans frá appelsínutrjánum.
Pétur var stórhrifinn af almenn-
ingsþvottahúsinu. Hún fór þangað
18 VIKAN 10. TBL.
stundum bara til þess að leyfa
honum að horfa á þvottavélarnar.
Þar var líka alltaf hlýtt og notalegt.
og hrein undantekning, ef hún
þekkti ekki einhvern þar. Hún gæti
líka farið og borgað rafmagnsreikn-
inginn meðan vélin þvægi þvottinn
Hún hafði að vísu fengið hundrað-
kall af rafmagnspeningunum
lánaðan í gær, en ætli þeir hrykkju
ekki fyrir reikningnum samt. Hugsa
sér, að sumt fólk þarf aldrei að
velta fyrir sér aurunum.
Hún naut göngunnar til almenn-
ingsþvottahússins. Þeir, sem mættu
henni, sáu ekki annað en hún væri
venjuleg ung móðir með barn I
vagni, annað við hlið sér, og stóra
körfu með óhreinum þvotti á hand-
leggnum. Blessað fólkið vissi ekki,
að hér fór senjóra Degenberg á
skemmtigöngu I spænskri borg, þar
sem blár himinninn hvelfdist yfir
hvítum húsunum, og á hægri hönd
var ekki nema steinsnar út á hvíta
sandströndina. Meðfram götunni
stóðu lítil borð undir ólífutrjánum,
og allir litu upp frá vínglösunum
sínum, veifuðu til hennar og
brostu. Allir vildu vera vinir þessar-
ar ungu, auðugu og fallegu konu.
Ætti hún að setjast hjá þeim? Nei,
að sjá þennan kvennaflagara, Fern-
ardo greifa. Allar konur snerust I
kringum hann eins og skoppara-
kringlur, en hann leit ekki á neina
aðra en hana. ,,Þér gleymið þvl, að
ég á afbrýðisaman eiginmann”,
neyddist hún til að segja við hann
hvað eftir annað.
Pétur greip þrjóskulega I barna-
vagninn, og hún uppgötvaði, að
hún hafði gengið framhjá þvotta-
húsinu. Hún varð að snúa við.
Maj-Britt var einmitt að troða
lökunum sínum I eina þvottavélina,
þegar Lena kom inn og sá, að vélin
við hliðina var laus. Þær höfðu
verið I sama bekk I skóla og oft
farið saman út með strákum.
— Heyrðu, Maj-Britt, sagði Lena
um leið og hún byrjaði að setja
þvottinn I vélina. — Þú manst
vlst ekki af hverju ég hætti að vera
með honum Bertil Degenberg?
Maj-Britt hrukkaði ennið hugs-
andi.
— Var það ekki af þvl, að hann
talaði ekki um annað en íþrótta-
æfingar?
— Nei, það var Lasse Berg.
— Nú! Var það þá ekki af því
að þú þoldir ckki mömmu hans?
— Nei, það var Göran eða Knut
Jansson. Þeir áttu báðir hundleið-
inlegar og stjórnsamar mæður. Var
það ekki Bertil, sem þoldi ekki
ketti?
— Nei, það var rauðhærði strák-
urinn, sem fór svo að reyna við
mig, sagði Maj-Britt. — Ef þú
manst þetta ekki sjálf, Lena, get-
urðu varla ætlast til þess, að ég
muni það. Þú varst alltaf svo smá-
munasöm — og þetta var fyrir
mörgum áratugum, að minnsta
kosti finnst mér það. Af hverju
ferðu annars að tala um Bertil
allt I einu?
— Það var grein um hann I
blaðinu I morgun. Hann er vlst
orðinn milljónamæringur og býr
a Spáni. Hugsaðu þér! Ég gæti verið
gift milljónamæringi!
— Jæja, jahá!!! Ég vona bara, að
þú hefðir látið svo lítið að bjóða
okkur heim I fríum.
— Þú getur reitt þig á, að það
hefði ég gert. Og þú hefðir haft
það alveg dásamlegt, því að ég
hcfði auðvitað ráðið aukabarnfóstru
til að líta eftir krökkunum þínum.
Hvaða gestaherbergi hefðirðu vilj-
að? Það sem snýr út að sjónum,
eða það sem snýr út að ávaxta-
garðinum. Eða þú hefðir kannski
viljað fá herbergin fjallamegin? Svo
er líka turnherbergið, en það er vlst
svolítið reimt þar. Ætlarðu að taka
Gunnar með, eða á ég að svipast
eftir huggulegum prinsi handa þér?
Þær stóðu báðar við þvottavél-
arnar slnar og horfðu á hvlta
froðuna leika um náttfötin eigin-
mannanna og nærbuxurnar af
krökkunum. Lena var búin að
sreingleyma rafmagnsreikningnum.
Slðdegis (þegar hún hefði eigin-
lega átt að taka sér „siestu”) fór
hún með börnin I heimsókn til
mömmu sinnar. En hún vissi }}á
ekki heldur, hvers vegna Lcna hafði
hætt við Bertil.
— Það var alltaf mýgrútur af
strákum á eftir þér, Lena litla,
og stelpum reyndar llka. Hvernig
I ósköpunum á ég að muna,
hvers vegna þú gafst upp á hverjum
fyrir sig? Og pabbi þinn var vanur
að segja, að hann væri bara feginn
að sjá, hvað þú varst með marga
I takinu, en bast ekki strax cin-
hverjum einum eins og svo margar
vinkonur þlnar. Hún finnur ábyggi-
lcga þann rétta, þegar þar að
kemur, sagði hann alltaf.
Þegar sá Rétti kom heim um
kvöldið, benti Pétur á mosaþemb-
urnar I garðinum og sagði alvar-
legur á svip: — Sjáðu appelsínu-
trén, pabbi!
— Nú hefurðu veríð að bulla
einhverja vitleysu við barnið aftur,
sagði Ove.
— Hef ég gert það?
— Já, það hefurðu gert! Hann
kyssti hana, hélt henni svo örlltið
frá sér og sagði: — Hvað ertu
eiginlega að hugsa um ?
— Nokkuð mjög skrýtið. Strák,
sem ég þekkti fyrir mörgum árum,
löngu áður en ég kynntist þér.
Bertil Degenberg. Hann er orðinn
margmilljóner. Finnst þér ckki
skrýtið, að ég skuli hafa átt kost á
þvl að giftast margmilljónamær-
ingi? Og þó finnst mér enn
skrltnara, að ég skuli ekki muna
af hverju við hættum að vera
saman.
— En það man ég, sagði Ove.
— Það getur ekki verið. Hann
var farinn héðan úr borginni löngu
áður en þú fluttist hingað.
— Manstu, þegar við hittumst I
fyrsta sinn? Manstu ekki, að ég lét
þig segja mér frá öllum strákum,
sem þú hafðir verið með og hvers
vegna þið hefðuð hætt að vera
saman?
— Mér fannst þú hræðilega for-
vitinn. — Já, það fannst mér
einmitt.
— Það var ekki bara af forvitni.
Ég var bara svona fyrirhyggjusamur.
A eftir vissi ég út I æsar, hvað ég
þurfti að varast. Þú gafst upp á
Bertil Degenberg, vegna þess að
hann vildi, að þú hættir hjá Löv-
strökfasteignasölunni og færir að
vinna hjá annarri, þar sem þú
fengir miklu betra kaup ,og...
— Nú veit ég. Nú man ég það.
Ég gat fengið starf hjá gamla,
heimska okraranum —hvað sem
hann nú hét — sem átti alla
niðurnlddu leiguhjallana, sem
hann leigði á toppverði. En ég
sagðist heldur vilja vinna hjá heið-
arlegu fyrirt'æki, þó að ég fengi ekki
eins há laun þar, og þá sagði
Bertil, að ég væri heimskingi. Þá
missti ég alveg stjórn á skapi
mlnu og sagði honum, að við
hefðum greinilega mjög óllkar
skoðanir á þvl, hvað væri sæmandi
og hvað ekki. Þar með var allt
komið I háaloft.
— Og þið hittust ekki oftar.
Hún hallaði sér að honum.
— Þú ert besti maður I heimi,
sagði hún. —Heyrðu, ég man ekki
einu sinni, hvernig Bertil Degen-
berg leit út.
— Ætli það skipti heldur nokkru
máli. Mundirðu eftir því að borga
rafmangsreikninginn?
— Nei, ég steingleymdi því.
En ég skal gera það á morgun. Þvl
lofa ég.
A morgun ætlaði hún að vera
dugleg. Mosi yrði ekki appelslnu-
tré. Hún ætlaði að fara og borga
reikninginn. Það yrðu ekki ncin
borð undir olífutrjám og enginn
kvensamur Fernando greifi.
Það væri hræðilegt að vera gift
milljónamæringi og búa á Spáni,
þar sem þetta hræðilega nautaat
var á öðru hverju horni og þar sem
aukýfingarnir létu fólk þræla fyrir
sig fyrir sultarlaun. Það væri
hræðilegt að vera eitthvað annað en
konan hans Ove.