Vikan

Issue

Vikan - 04.03.1976, Page 26

Vikan - 04.03.1976, Page 26
stórborga, en það heyrirtil undantekninga, aö hér sé boðið upp á lélegan og óvandaðan tónlistarflutning. Erlendis veit enginn fyrirfram, hver gæði tónleika eru, ef ekki er um að ræða þekkta listamenn. Þeir geta verið mjög góðir eða afar slæmir og allt þar á milli. Hérlendis er ætíð nokkurn veginn tryggt, að tónleikar eru ekki lélegir. Allir gera eins og þeir geta, og afar sjaldgæft er, að fólk, sem ekki getur, troði ( upp. Astæðan fyrir því, að fáir átta sig á því hve hár „standardinn" er hér í raun og veru, held ég sé sú, að samanburðinn vantar. Fólk ber tónleikahaldið saman við afburðaflutning af hljómplötum. Slíkur flutningur heyrist aldrei í tónlistarsölum, enda væri það ómennskt, og töfrar tónleikanna og spennan — stemmning- in, sem yfir þeim ríkir, ekki hin sama eftir og áður. — Eftir þær frábæru undirtektir, sem Carmen hefur hlotið, hefur því verið haldið fram, að tímabært sé orðið að stofna óperu á Sigríöur setti ekki p/ötu meö Carmen á fóninn fyrir okkur, heidur stuðmannaplötuna frægu, og Steinunn Bjarnadóttir kyrjaöi Strax í dag meðan myndatakan fór fram. —Par borgar hver fyrir sig og enginn þarf að 1 fara að hita upp aukaiega heima hjá sér, segir Sigríður Eiia meðai annars um vínarbúa. Íslandi. Býstu við því, að það verði gert á næstunni? —Til þess þyrfti held ég, að byggja óperuhús, því að Þjóðleikhúsið rúmar hrein- lega ekki óperuflutning að staðaldri. Carmen kom til dæmis óskaplegu raski á aðra starfsemi Þjóðleikhússins meðan á æfingum stóð. Af þessum sökum get ég ekki sagt, að ég búist við því, að ópera verði stofnuð hér á næstunni, en ég er ekki í nokkrum vafa um, að hér er nóg af óperugestum — fólki, sem sækja myndi óperu'sýningar að staðaldri. Og ég fullyrði óhikað, að söngkraftana vantar ekki. — En ertu ekki orðinn þreytt á útlegðinni? Langar þig ekki að koma heim til íslands fyrir fullt og allt og setjast hér að? — Ef ég tæki þá ákvörðun að setjast að hér heima og binda mig hér — annað hvort með eignum eða börnum — held ég, að ég yrði að leggja söngkonumetnað minn á hilluna og helga mig kennslu eingöngu. Hér er ekki líf- vænlegt fyrir söngkonu, nema hún geti haft sönginn í hjáverkum. Það vil ég ekki. Annaö hvort vil ég helga mig söngnum einum, eða láta það eiga sig að syngja, nema fyrir sjálfa mig. Sem stendur hef ég mestan hug á að ráða mig til að syngja eitt og eitt hlutverk erlendis, ef ég hef tækifæri til, en ekkert slíkt er afráðið ennþá. Kannski það sé rangt af mér að taka sönginn þannig fram yfir heimili og börn, en ég hef sjálf valið og hef því við engan að sakast. — Hefurðu aldrei iðrast þess vals? — Ekki iðrast, en ég get ekki neitað því, að mér urðu það svolítil vonbrigði, þegar ég áttaði mig allt í einu á því, að þetta er fyrst og fremst vinna. Ánægjan og gleðin af því að syngja minnkaði stórum við það á tímabili, en smám saman kviknaði hún aftur, þótt kannski væri í svolítið annarri mynd. Tról. 26 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.