Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 23
heitin með því að skrifa bara upp-
hafsstafinn. Dibs virti þetta fyrir
sér. 1 bókinni voru aðeins hripað-
ar niður hreyfingar hans, ekki orðin
sem hann hafði sagt. Þau var hægt
að skrifa upp af segulböndum
aðstoðarmannanna.
—Ó, það verður að stafa þetta,
sagði Dibs. — R þýðir rauður.
Rauður er stafað R - A - U - Ð -
U - R, Ó er fyrir órans. ó - R -
A - N - S. G er fyrir gulur. G - U - L
- U - R. Svona stafaði hann öll
litaheitin.
— Þér finnst kannski, að ég eigi
lika að stafa litina fyrst þú getur
það, sagði ég. — Finnst þér ekki,
að ég megi stytta þá, ef mig
langar til?
— Hmm? sagði hann. — nei.
Það má ekki. Þú verður alltaf að
gera allt rétt. Stafa allt orðið. Gera
það rétt.
— Af hverju? spurði ég.
Dibs horfði á mig. Hann brosti.
— Af því að ég segi það, sagði
hann.
— Er það nógu gild ástseða?
spurði ég.
— Já, ef þú vilt ekki heldur
gera það á þinn hátt.
— Ég verð að fara alveg ofan í
sandkassann, sagði hann svo. Hann
settist í miðjan sandkassann og
krafsaði í sandinn, leit á mig og
brosti breitt. — I dag fer ég niður
í sandinn, sagði hann. Smám sam-
an fer ég alveg niður í sandinn.
Svolítið næstsíðast og svolítið síð-
ast og svo núna.
— Já, það er satt, svaraði ég.
— Og í dag ertu kominn alveg
niður I sandinn.
— Það kemur sandur í skóna
mína, sagði hann, — svo nú fer ég
úr skónum. Hann tók af sér annan
skóinn. Hann ýtti fætinum á kaf
í sandinn. Svo lagðist hann á
magann og neri kinnunum við
sandinn, rak út úr sér tunguna og
sleikti sandinn. Hann marði sand
milli tannanna. Hann leit til mín.
— Veistu, að þessi sandur er
grófur á bragðið? spurði hann.
Hann tók hnefafylli af sandi og jós
yfir höfuð sér, nuddaði sandinum
í hársvörðinn. Hann hló. Allt í
einu rak hann fótinn upp í loftið.
— Sjáðu, kallaði hann. — Það
er gat á sokknum mínum. Það er
komið gat á annan sokkinn minn!
— Ég sé það.
Hann lagðist endilangur í sand-
kassann. Hann velti sér. Hann
boraði sér neðar I sandinn, og jós
yfir sig sandi með höndunum.
Hann hreyfði sig frjálst og eðlilega.
— Réttu mér pelann, sagði hann.
Ég gerði það.
— Nú læt ég sem þetta sé smá-
barnarúmið mitt, sagði hann.
— Svo hnipra ég mig saman og
leik, að ég sé aftur orðinn smá-
barn. Hann gerði þetta og saug
pelann ánægjulega. Allt i einu sett-
ist hann upp og brosti til mín.
— Ég skal syngja það fyrir þig,
sagði hann. — Ég skal búa til söng
og syngja hann bara fyrir þig. Viltu
það?
— Já, svaraði ég.
Hann sat og krosslagði fæturna.
— Ég er að hugsa, sagði hann.
— Allt I lagi. Hugsaðu bara eins
lengi og þú vilt, sagði ég.
Hann hló.
— Ég ætla að setja saman orðin
jafnóðum og ég syng, sagði hann.
— Ágætt.
Hann andaði djúpt að sér. Svo
byrjaði hann að syngja. Mér heyrð-
ist hann búa til lagið líka, ekki bara
textann. Röddin var skær, músí-
kölsk og hrein. Lagið var i andstöðu
við orðin. Hann sat með krosslagðar
hendur. Hann leit út eins og lítill
kórdrengur. En orðin, sem fóru um
munn hans, voru ekki eins og textar
drengjakóra.
— Ó, ég hata — hata — hata,
söng hann. — Ég hata vegginá og
dyrnar, sem hægt er að læsa, og þær
loka fólk inni. Ég hata tárin og
skammirnar, og ég skal drepa alla
með litlu exinni minni og slá á
hendurnar á þeim með hamrinum
og spýta á þá.
Hann fór með höndina niður í
sandinn, tók upp einn tindátann,
lamdi hann með gúmmíexinni,
spýtti á hann.
— Ég spýti framan í þig. Ég spýti
í augun á þér. Ég rek hausinn á þér
djúpt í sandinn, söng hann. Rödd
hans hljómaði fögur og hrein í
herberginu. — Og fuglarnir fljúga
frá austri til vesturs, og mig langar
að vera fugl. Og svo flýg ég yfir
veggina, út um dyrnar, langt langt í
burtu, burtu frá öllum óvinum
mínum. Svo flýg ég kringum alla
jörðina, og svo kem ég aftur í
sandinn í leikherberginu hjá vin-
konu minni. Svo skal ég moka í
sandinum. Svo skal ég kasta sand-
inum út úr kassanum. Svo leik ég
mér í sandinum. Svo tel ég öll
sandkornin í sandinum og svo verð
ég aftur ungbarn.
Framhald í næsta blaði.
10. TBL. VIKAN 23