Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 35

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 35
finnst allt of mikið af umræðurr, í því. __ Hlustið þið mikið á útvarp? Jóhannes: Já, ég hlusta stundum. Skúli: Ég hlusta aðallega á frétt- irnar og leikritin. __ Hafið þið hlustað á Árna í Hraunkoti? Ö/l: Já. Jóhannes: Annars missti ég af tveimur hlutum í röð. __ Hafið þið nokkurn tíma fundið fyrir því, að þiö hafið haft slæmt af því að horfa á æsandi myndir í sjónvarpi, ykkur hafi dreymt illa eða þess háttar? Jóhannes: Já, stundum. Til dæm- is eftir Manninn, sem minnkaði. Skú/i: Ég fór ansi illa út úr þeirri mynd líka, fannst alitaf eins og köngullær væru að skríða yfir mig. Jóhannes: Svo horfði ég líka á þrælamyndina, en ég sofnaði strax á eftir og mig dreymdi .ekkert leiðinlegt. Ingibjörg: Ef ég horfi á einhverjar hræðilegar myndir, fer ég stund- um að hugsa um þær, áður en ég fer að sofa, gengur þá illa að sofna, en sef svo ágætlega. Skú/i: Mér bregður stundum rosa- lega, ef mig dreymir einhver æsandi atvik úr myndunum — eins og til dæmis, þegar þeir hengu uppi í frelsisstyttunni. Hrefna: Ég horfði einu sinni á mynd í kananum — það var kall á bak við hurð, og kona kom inn, þá tók kallinn hana og kæfði hana. Mig dreymdi óskaplega mikið um þetta, nótt eftir nótt. Svo átti ég að vera ein heima einhvern tíma og átti að fara út í búð, meðan pabbi og mamma voru úti. Þegar ég kom inn, þorði ég ekki að opna hurðina, heldur fór til konu í húsinu og bað hana að opna fyrir mig og gá bak við hurðina. __ Hvað varstu gömul, þegar þetta gerðist? Hrefna: Ég held ég hafi verið sjö ára. Skúli: Ég hugsa ég hafi verið svona sex ára, þegar við bræð- urnir vorum einir heima. Pabbi og mamma fóru út um kvöldið og við vorum sofandi inni. Svo vaknaði ég og vissi alveg, að þau voru farin. Þá kveikti ég á sjón- varpinu — kananum — og það var drakúlamynd. Ég horfði á hana allt kvöldið, og mig dreymdi hana alla nóttina. Tról. Börnin í 3. A ásamt kennara sínum, Sigrúnu Aða/bjarnadóttur. Skú/i: Ég hlusta aðallega á frétt- irnar og leikritin. Hrefna: Mig dreymdi óskap/ega mikið um þetta. Hrefna: Pabbi horfir stundum og stundum ekki, af því að hann er flugmaður og er ekki alltaf heima. Mamma horfir oftast og hefur bara gaman af, en stundum er hún að búa til matinn á meðan. Skúli: Pabbi horfir oftast nær, og mamma kíkir svona annað slagið. ____ En horfið þið á eitthvaö annað en Stundin okkar í sjón- varpinu? Öll: Já. __Hvað finnst ykkur skemmti- legast afþví? Jóhannes: Ætli það sé ekki McCloud! Skú/i: Og Colombo. __ Hvað finnst ykkur stelpur? Hrefna: Alveg það sama. Ingibjörg: Mér líka. Hrefna: Mér finnst teiknimyndin um beinu línuna líka mjög skemmtileg. Jóhannes: Mér finnst Palli og bangsi skemmtilegastir. Skú/i: Þættirnir á miðvikudögum, Jógi björn og Kaplaskjól eru líka skemmtilegir. Hrefna: Stundum eru þeir skemmtilegri en Stundin okkar. __Gætuð þið hugsað ykkur það krakkar, að sjónvarpið yrði ekki lengur tH? Skúli: Já. Sjónvarpið er ekki aðal- atriðið í lífinu. Jóhannes: Mömmu finnst útvarp- ið betra en sjónvarpið. Hrefna: Mér væri sama, þótt sjón- varpið hætti, ef það væri skemmtilegra í útvarpinu. Mér meira gaman af leynilögreglusög- um. Hrefna: Af því að litlu krakkarnir hlakka oft svo mikið til, að þau eru orðin óróleg, þegar klukkan er orðin sex. Jóhannes: Já, ég held hún ætti að byrja svolítið fyrr — svona klukkan fjögur. Skú/i: í ameríska sjónvarpinu á sínum tíma byrjaði efni fyrir börn- in alltaf snemma á laugardags- morgnum. __Finnst ykkur, að það þyrftu að vera fteiri barnatímar í sjón- varpinu? Skú/i: Já, bæði fyrir eldri og yngri krakka. Hrefna: Til dæmis á fimmtu- dögum. __ Horfa foreldrar ykkar á barnatímann á sunnudögum með ykkur? Jóhannes: Ja, pabbi horfir nú ekki mikið. Ingibjörg: Pabbi situr oftast nær í sófanum meðan Stundin er, en hann horfir nú ekki á hana alla — lítur bara upp við og við. 10. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.