Vikan

Issue

Vikan - 04.03.1976, Page 34

Vikan - 04.03.1976, Page 34
EKKI AÐALATRIÐIÐ í LÍFINU Rætt við nokkur börn um Stundina okkar og fleira sjónvarpsefni. Sjónvarpið er alltaf til umræðu, efni þess þykir misgott og ráðamenn þess misvitrir. Skömmu fyrir síðustu jól fengum við nokkra aðila til að segja álit sitt á barnatímum sjón- varpsins Stundinni okkar og barnaefni því, sem sýnt er síðdegis á miðvikudögum. En þarna var einvörðungu um fullorðið fólk að ræða, fólk, sem þetta efni er ekki ætlað sérstaklega. Nú snerum við okkur beint til barnanna til að ræða um sjónvarpið og bárum niður í 3. bekk A í Breið- holtsskóla en í honum eru mestmegnis níu ára börn. Til þess að taka þátt í umræðunum fengum við fjögur börn, sem heita Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, Jóhannes Kári Kristinsson, Hrefna Hallgrímsdóttir og Skúli Valberg. Umræðurnar fara hér á eftir. __Horfið þið yfirleitt á Stund- ina okkar? Öll: Oftast nær. __Hvað finnst ykkur skemmti- legastí barnatímanum? Og er eitt- hvað, sem ykkur finnst, að mætti sleppa? Skú/i: Mér finnst bangsi skemmti- legastur. Einna helst mætti sleppa hestinum Largo. Það er alltaf sama efnið í honum. Ingibjörg: Ég held mér finnist bangsi skemmtilegastur líka. Kvöldstundin finnst mér svolítið gölluð, því að í henni eru oft leikir, sem þarf svo marga í, að sjaldnast er hægt að fara í hana, nema það séu krakkar í heimsókn.' Hrefna: Mér finnst skemmtilegast, þegar verið er að lesa þjóðsög- urnar. Jóhannes: Mér finnst Palli og bangsi skemmtilegastir. __ Hvað finnst þér svona skemmtilegt við þjóðsögurnar, Hrefna? Hrefna: Mér þykir gaman að öll- um spennandi sögum — til dæmis tröllasögum og álfasögum. __Lestu mikið af slíkum sögum sjálf? Hrefna: Ég hef lesið eina bók með sögum um álfa og tröll, en ég man ekki hvað hún heitir. _ Hvað finnst ykkur hinum um þjóðsögulesturinn í Stundinni okkar? Ingibjörg: Jú, mér finnst þjóðsög- urnar ágætar, en annars hef ég miklu meira gaman af leynilög- reglusögum og svoleiðis. Skúli: Mér finnst þessar sögur í barnatímanum ágætar — aðal- lega þó Bakkabræður. Jóhannes: Mér finnst þjóðsögurn- ar skemmtilegar, og þær eru mjög vel lesnar. __ Hvað finnst ykkur aðallega vera að Stundinni okkar? Skúli: Mér finnst hún mætti vera meira fyrir eldri krakka. Hrefna: Það þyrfti að vera svolítið 34 VIKAN 10. TBL. Hrefna: Mér finnst skemmtilegast, þegar verið er að lesa þjóðsögurnar. mynd. Jóhannes: Ætli það sé ekki McC/oud. Ingibjörg: Kvöldstundin finnst mér svolítið gö/luð. meira fyrir eldri krakka, en það verður líka að vera sjónvarp fyrir litla krakka. Skúli: Sumir þættir eru bæði fyrir litla og stóra, eins og til dæmis Jógi björn. Hrefna: Stundin okkar mætti líka byrja fyrr að deginum og vera svolítið lengri. ___Af hverju ætti hún að byrja fyrr?

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.