Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 11
I NÆSTU VIKU
LADDI—EKKI EINS OG HINIR PABBARNIR
I næstu Viku birtist viðtal við grínistann góðkunna,
Þórhall Sigurðsson, eða Ladda, eins og hann er alltaf
kallaður. Hann kemur þar víða við, en þegar
blaðamaður spurði hann, hvort hann væri nokkuð i
þann veginn að hætta, svaraði hann: ,,Ég verð allavega
að hætta áður en fjölskyldan flýr að heiman. Börnin
hlæja bara að mér og vilja varla þekkja mig. Það liggur
við, að þau séu farin að spyrja, hvers vegna ég geti ekki
verið venjulegur eins og hinir pabbarnir.”
AÐALHEIÐUR BJARNFREÐSDÓTTIR í
SJÁLFSMYND
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir er mörgum minnisstæð frá
útifundi kvenna á síðastliðnu ári, en þá gekk hún fram
fyrst kvenna og talaði blaðlaust af slikum eldmóði, að
hann lét engan áheyrenda ósnortinn. Var það
áreiðanlega ekki síst framlagi Aðalheiðar að þakka, hve
frábærlega fundurinn tókst. ,,Ekki bakka, heldur
hægja á’’ eru einkunnarorð Aðalheiðar, en þau koma
meðal annars fram i svörum hennar við spurningum
Vikunnar i næsta blaði.
HÓTELSTJÓRINN Á HÚSAVÍK
Biaðamaður Vikunnar notaði tækifærið, þegar hann
átti leið um Húsavik fyrr I vetur og spjallaði við hótel-
stjórann þar. Sá heitir Einar Olgeirsson, en hann er
mörgum kunnur, þarsem hann var áður aðstoðarhótel-
stjóri á Hótel Sögu. Hann stjórnar nú nýju og glæsilegu
hóteli á Húsavík, og kunna húsvíkingar vel að meta
árangursrikt starf hans á sviði ferðamála þar. Viðtalið
við Einar Olgeirsson birtist i næstu Viku.
ENDURMINNINGAR TENNESSEE
WILLIAMS
Bandariski leikritahöfundurinn Tennessee Williams
hefur sett töluverðan svip á islenskt leikhúslíf í vetur.
Sýning Þjóðleikhússins á Sporvagninum Girnd eftir
hann vakti mikla athygli, og nú sýnir Leikfélag Akur-
eyrar Glerdýrin, en fyrir það leikrit varð Tennessee
Williams fyrst þekktur höfundur. Hann hefur nýlega
gefið út endurminningar sínar, og á þeim er einkum
byggð grein um skáldið, sem birtist í næsta blaði.
LJÓMANDI TERTUR
Það er kannski ómannúðlegt að vera að freista þeirra,
sem þurfa að hugsa um línurnar, en þeir verða bara að
fletta í hraðara lagi öftustu síðunum í næstu Viku. Þar
birtast nefnilega uppskriftir af nokkrum sannkölluðum
striðstertum, sem við megum nú til með að gæða okkur
öðru hverju á, hvað sem allri skynsemi líður. Þær eru
hver annarri girnilegri, og það besta er auðvitað, að þær
eru fljótgerðar.
VIKAN Otgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir, Blaðamenn: Trausti Ólafsson,
Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. Útlitsteiknari: . Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari:
Jim Smart. Auglýsingastjori: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og drcifing
í Slðumúla 12. Símar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. .250. Áskriftarverð
kr. 2.800 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 9.800
í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí.ágúst.
10. tbl. 38. árg. 4. mars 1976
GREINAR:
2 „Þathefirskip verit best gjört”.
Sagt frá siglingum og skipa-
smíðum til forna.
5 Hjá bretadrottningu.
VIÐTÖL:____________________
14 Sjálfsmynd 3. Samper Baltasar:
Helst vildi ég falla með sæmd.
24 Ég hef sjálf valið. Viðtal við
Sigríði Ellu Magnúsdóttur
söngkonu.
34 Sjónvarpið ekki aðalatriðið í
lífinu. Rættviðnokkurbörn um
Stundina okkar og fleira sjón-
varpsefni.
SÖGUR:______________________
16 Ég gæti verið gift milljónamær-
ingi. SmásagaeftirStelluJohns.
20 Dibs. Fimmti hluti framhalds-
sögu eftir Virginia M. Axline.
28 Marianne. Fimmtándi hluti
framhaldssögu eftir Juliette
Benzoni.
FASTIR ÞÆTTIR:
9 Krossgáta.
12 Póstur.
27 Tækni fyrir alla.
30 Stjömuspá.
37 Meðal annarra orða: Að vera
manneskja.
38 Á fleygiferð I umsjá Árna
Bjarnasonar: Autobianchi A
112 Elegant lúxus smábíll.
40 Draumar.
41 Matreiðslubók Vikunnar.
ÝMISLEGT:
34 I leiðinni.
36 Er klukkan vinur þinn eða
óvinur?
44 Prjónað og heklað.
10. TBL. VIKAN 1 1