Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 5

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 5
HJÁ 1 veislusal Buckingham-hallar stendur borð dúkað fyrir 200 ge'sti. Bœði borðbúnaður og skreytingar eru úr skíra gulli. Elísabet og Fi/ip sitia við háborðið fyrir framan háscetin. DROTTNINGU Elísabet drottning á margar hallir og sveitasetur. Þau stserstu eru Buck- ingham Palace og Windsor kastali. I þeim heldur hún íburðarmiklar og dýrar veislur sem ekki gefa eftir veislum þeim, er Viktoria drottning og Játvarður VII efndu til á hinum gylltu dögum heimsveldisins. Að vísu hefur Filip drottningar- maður litið á það sem skyldu sína að reyna að afnema marga úrelta hirðsiði, sem krafist hafa óþarflega mikils starfsfólks, og reynt að fá konu sína til að fylgjast með tím- anum og lifa I samrsemi við hinn bágborna efnahag bresku hirðar- innar. En englendingar halda dauða- haldiígamlahirðsiðiog hefðirog lifa á fornri frægð með sínum glæsi- legu hirðdansleikjum, gullbrydduð- um einkennisbúningum og stórum hljómsveitum. An þessvill enginn englendingur vera, jafnvel þótt krúnan sé stöðugt á hvínandi kúpunni. Elísabet og Filip fá I árstekjur um 360.000.000 ísl. kr., og samt borgar ríkið skrif- stofurekstur og póst og símareikn- inga hennar hátignar. Rekstur að- eins fjögurra af heilli tylft halla og sveitasetra Elísabetar kostar um 360.000.000 ísl. kr., og það er ríkið sem borgar brúsann. En Concorde kostar rneir. En þar með er ekki allt uppt'alið. Rekstrarreikningur hinnar konung- legu lystisnekkju ,,Britanniu” fyrir síðustu 10 árin hljóðar upp á tæpa 4 milljarða, og er þá ekki meðtal- in brúðkaupsferð Önnu prinsessu og Marks til Suðurhafa. Það er einn- ig vel séð fyrir öðrum meðlimum fjölskyldunnar, þótt vasapeningarn- ir séu ekki eins‘ríflegir. Ríkisarfinn Karl prins fær t.d. ,,ekki nema” um 21 milljón til uppibalds. Samt sem áður er þetta aðeins smáræði „f Mlu, sem það kostar bretana að halu. ’ppi konungs- fjölskyldunni. Kostnaðurinn er gíf- urlegur,.og sú spurning verður ofar- 10. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.