Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 17

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 17
VERIB k K MILLJONA MJERINGI Hún hefði getað lifað lúxuslífi í villu á Spáni, haft þjón á hverjum fingri til að hlýða minnstu bendingu hennar. Hvernig í ósköpunum gat staðið á því að hún hafði ekki gifst Bertil? Ove var löngu hættur að kippa sér upp við það, að Lcna kona hans hafði þann ávana að tala við morg- unblaðið í staðinn fyrir að láta sér nægja að lesa það eins og venjulegt fólk. — Þú skalt ekki ímynda þér, að ég sé svo vitlaus að trúa þér, átti hún til að segja um leið og húns strauk marmelaðislettu af mynd af einhverjum stjórnmálamanninum, sem reyndi að útskýra, hvernig stóð á þvt, að verð á matvadum var jafn hátt og raun bar vitni. Og stuttu seinna kom eitthvað í þessum dúr: — Jájá, ég get rétt ímyndað mér, hvað fólk segði, ef ég kæmi í svona blússu í kjörbúðina að versla. Og strax á eftir: — Það er ég viss um, að ég hef látið tækifæri Hfs míns ganga mér úr greipum! Bertil Degenberg — að hugsa sér annað eins! Ove leit á úrið sitt eins og ekkert væri, og sagði síðan: — Ertu búin uð borga rafmagnsreikninginn, elskan? Lena svaraði, án þess að líta upp úr blaðinu: — Æ, ég gleymdi því víst. Ég á við — þú þarft ekki að ímynda þér, að ég sói þeim peningum, sem þú lætur mig hafa til heimilisins, en það er cins og ekkert verði úr þeim. Og hingað til hafa þeir ekki látið okkur sitja I myrkrinu. — En þeir láta áreiðanlcga verða af þvl I þetta sinn, sagði Ove. — Og reyndu svo áð setja matinn I munn- inn á Pétri I stað þess að troða honum Ieyrun á barninu. Þá leit hún upp og þurrkaði grautinn I flýti úr hárinu á drengn- um, og dreif hann upp I hann I staðinn. Ove stóð á fætur, kyssti Lenu á ennið og sagði: — Gleymdu svo ekki rafmagns- reikningnum, litla mln. Augnabliki síðar heyrði hún úti- dyrnar skellast aftur og yngsta f)ölskyldumeðliminn gefa frá sér fyrstu morgunhljóðin inni I svefn- herberginu. — Já, hér stend ég og gct ekki annað, vitnaði hún I Lúther sáluga um leið og hún reyndi að ákveða, hvort hún tæki af borðinu, tæki Pétur úr stólnum, eða sinnti litla barninu fyrst. — Fólk, sem segir, að maður eigi að vinna kerfisbundið, sagði hún við Pétur, veit ckki, hvernig það er að þurfa að gera þrennt I einu. Já, fernt reyndar, ef Bertil Deg- enberg var talinn með. Ekki það, að hún gæti gert neitt út af Bcrtil Degenberg. Það var orðið nokkrum áruni of seint. Eiginmanni og tveimur börnum of seint. En það gcrði ekkert til að hugsa. um hann á meðan hún hreinsaði Weyjuna af litla barninu. þurrkaði Pétri um munninn og tók af borðinu. . Lífið er ein endalaus tiltekt. sagði hún við Pétur. -- Endalau ilegt. samsinnti Pétur — Og að hugsa sér, að ég gæti verið gift milljónamæringi. Pétur horfði á hana og hugsaði um þetta nýja orð, sem honum fannst svo einstaklega skemmtilegt, að hann flcygði sér endilöngum á gólfið og emjaði af hlátri. — Já, þú getur hlegið, sagði hún og tók til föt að klæða ung- barnið I. — En það stendur I blað- inu. Bertil Degenberg orðinn mill- jónamæringur á fasteignaviðskipt- um. Það stendur þar svart á hvltu. Frú Degcnberg þarf sko áreiðaniega ekki að vera að þvo og þrífa allan daginn. Annars er hún líklega kölluð senjóra Degenberg úr þvl að hún býr á Spáni. Pétur var orðinn lciður á samtal- inu og stóð nú á höfði I leikfanga- kassanum sínum. Þegar ungbarnið var kornið út I vagn, leit l.ena aftur I blaðið. ,.Örstutt heimsókn í viðskiptaer- indum til Stokkhólms. Eiginkonan er I för með honum”; stóð þar. Þetta var greinilega ein þessara ferða, sem skiluðu af sér haugum af splunkunýjum bankaseðlum I kassann. Svo myndu þau líta aðeins 1 10. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.