Vikan

Issue

Vikan - 04.03.1976, Page 22

Vikan - 04.03.1976, Page 22
Hún var hjá okkur fyrsta mánuð- inn eftir að Dibs fæddist — og heimsótti okkur einu sinni í mánuði næstu þrjú árin, þangað til hún flutti til Florida. Síðan hefur hún komið tvisvar á ári og verið hjá okkur mánaðartíma. Dibs man alltaf eftir henni. Hann hefur alltaf gert sig til fyrir henni, þegar hún hefur komið, og hann hefur greini- lega saknað hennar, þegar hún er farin. Það er eins og hann telji dagana, uns hún kemur aftur. — Ég hef gert allt, sem ég hef getað fyrir Dibs. Við höfum gefið honum allt, sem keypt verður fyrir peninga. Við vonuðum, að það kæmi að einhverju haldi. Lcikföng. Grammófónplötur. Spil. Bækur. Leikherbergið hans er fullt af öllu mögulegu, sem okkur gat dottið í hug, að gæti náð tökum á honum, sem hann gæti lært eitt- hvað af, sem honum þætti gaman að. Og stundum var eins og hann væri ánægður í herberginu sínu. En það er eins og hann hafi alltaf verið ánægðastur ef hann hefur verið aleinn. Þess vegna höfum við sent Dorothy í heimavistarskóla í grenndinni. Hún kemur heim um helgar og i fríum. Ég held Dibs líði best, þegar hún er ekki heima. Þeim kemur hreint ekki vel saman. Dibs ræðst á hana eins og villidýr, þegar hún kemur nærri honum, eða kemur inn I herbergið hans. — Undanfarið hefur hann litið út fyrr að vera svo óhamingjusam- ur. Og það er eins og hann sé breyttur. Og í gær, þegar maður- inn minn sótti Dibs, gat hann ekki á heilum sér tekið. Hann sagði, að Dibs bablaði eins og fábjáni. Hann sagði það svo Dibs heyrði. Hún féll saman og brast í sáran grát. — Svo spurði ég, hvað Dibs hefði sagt, og hann sagði, að hann hefði bara þvaðrað eins og hálfviti! Dibs gekk þvert yfir gólfið, fleygði stól um koll, þeytti ýmsu dóti af kaffiþorðinu í gólfið og öskraði á föður sinn: Ég hata þig! Ég hata þig! Svo hljóp hann til hans og sparkaði í hann. Maðurinn minn tók í Dibs, og þeir slógust, alvcg þangað til maðurinn minn gat náð á honum tökum, bar hann upp í herbergið hans og læsti hann þar inni. Ég grét, þegar maðurinn minn kom niður. Ég gat ekki að þvl gert. Ég veit hann er ekkert hrifinn af því. Ég veit hann fyrirlítur tár. En ég gat ekki að mér gert. Ég sagði við hann: Dibs bablaði ekki tóma vitleysu eins og hálfviti núna, hvað sem öðru líður. Hann sagðist hata þig! Þá settist maðurinn minn, og hann grét, það er satt. Það var hræðilegt. Ég hef aldrei fyrr séð karlmann gráta. Ég hefði aldrei trúað því, að neitt I heiminum gæti komið manninum mínum til að gráta. Ég varð hrædd, allt I einu varð ég full angistar, því það leit út fyrir, að hann væri jafnhræddur og ég var sjálf. Ég held við höfum þá verið nálægari hvort öðru en nokkurn tlma áður. Allt I einu vorum við ekkert annað en tvær hræddar, óhamingjusamar mann- eskjur, einmana og allir múrarnir, sem við höfðum hlaðið um okkur, voru I rústum. Það var hræðilegt — en jafnframt léttir að vita, við gátum verið eins og annað fólk, að við gátum brugðist, okkur gat skjátlast eins og öðrum og viður- kennt, að okkur hafði skjátlast! Loks tókum við okkur á, og hann sagði, að kannski hefðum við haft rangt fyrir okkur varðandi Dibs. Hún horfði á mig full ótta og angistar. — Segið mér það, sagði hún. — Álítið þér, að Dibs sé vangefinn? — Nei, svaraði ég. Ég svaraði spurningu hennar, en sagði ekki meira en hún hafði beðið um að heyra. — Ég held ekki að Dibs sé vangefinn. Það var löng þögn. Hún and- varpaði. — Haldið þér — haldið þér, að hann geti jafnað sig, að hann muni læra að hegða sér eins og önnur börn? spurði hún. — Það held ég. En ég held það skipti meiru máli, að ég tel, að þér séuð miklu færari um að svara þessari spurningu nákvæmlega en ég, þar sem þér búið með honum, talið við hann, leikið við hann. Ég held jafnvel, að þér getið nú þegar reynt að svara spurningunni. Hún kinkaði hægt kolli. — Já, sagði hún, og röddin var nánast hvísl. — Ég hef veitt mörgu I fari Dibs athygli, sem bendir til þess, að hann sé gæddur vissum hæfileikum. En hann virðist svo hræðilega óhamingjusamur slðan hann fór að tjá sig meira heima. Hann er hættur að fá þessi hræði- legu bræðisköst, bæði heima og I skólanum. Þetta var ekki eins og bræðiskast I gær. Hann var bara að mótmæla því, hvernig faðir hans særði hann. Hann er hættur að vera alltaf að sjúga fingurinn. Hann er smám saman farinn að tala meira heima. En hann talar við sjálfan sig — ekki við okkur. Fyrir utan þetta reiðikast við föður sinn. Hann hefur breyst. Hann er orðinn allur annar. Ég vona bara svo innilega, að DIBS hann geti orðið alveg eðlilegur, sagði hún biðjandi. — Það vona ég líka, sagði ég. Löng þögn. Hún brosti. Það var svo margt smálegt líkt með henni og Dibs. — Ég get varla komið orðum að því, hve glöð ég er yfír þessu, sagði hún. — Það er næsta ótrúlegt að heill klukkutími sé liðinn. En ég heyri, að kirkjuklukkan slær ellefu. Ég hefði ekki orðið neitt sérlega hissa, þótt hún hefði bætt því við, að sig langaði ekki að fara heim. — Já, það kemur fyrir að maður gleymir alveg tlmanum, sagði ég. — Já. Hún stóð upp og fór I káp- una. — Þakka yður fyrir allt, sagði hún. Svo fór hún. Næsta fimmtudag var Dibs mjög ánægður, þegar hann kom inn I leikherbergið. Móðir hans hafði hringt og spurt, hvort það væri mögulegt, að hann kæmi kortéri fyrr, en vant væri, því að hún þyrfti að fara með hann I sprautu. Ég sagð það væri allt I lagi. Þegar Dibs kom inn I leikher- bergið, sagði hann: — í dag fer ég til læknisins að fá sprautu. Það er ákveðið. — Já, ég frétti það, sagði ég. — Já, og þú verður áreiðanlega ekki of seinn. — Ég er glaður af þvl að við breyttum tlmanum, sagði hann og brosti breitt. — Jæja, sagði ég. — Af hverju? — Ég er glaður af þvl að ég er glaður, sagði hann. Það var einmitt það. Hann gekk að brúðuhúsinu. — Ég sé ég hef nóg að gera, sagði hann. — Hvað þá? — Þetta, svaraði hann og benti á brúðuhúsið. — Gera við þetta allt og læsa aftur. Læsa dyrunum! Loka gluggunum! Hann gekk út að glugganum á leikherberginu og lcit út. Hann leit á mig. — Sólin skln, sagði hann. — Það er mjög heitt úti I dag. Ég ætla að fara úr. Hann tók af sér húfuna, fór úr frakkanum og þykku buxun- um hjálparlaust, gekk þvert yfír gólfið og hengdi allt saman á húninn. — í dag langar mig mikið til að mála, sagði hann. — Eins og þú vilt, sagði ég. — Já, sagði Dibs. — Eins og ég vil. Hann gekk að grindinni. — Ég skal taka lokin af og setja einn pensil I hverja litakrús. Nú ætla ég að raða þeim rétt. Rauður, órans, gulur, blár, grænn, sagði hann. Hann leit yfir öxl sér á mig. — Sumt vil ég. Annað vil ég ekki, sagði hann ákveðinn. — Já. Það er áreiðanlega rétt, sagði ég. — Það er rétt, svaraði hann og lagði áherslu á orðin. Hann hélt áfram að raða litunum I röð. Svo fór hann að draga litastrik á pappír- inn. — Hvert þó I! Það rennur úr málningunni, sagði hann. — En krítarlitir renna ekki, bætti hann við. — þeir eru, þar sem þeir eru settir. En málning. Hún rennur til. Nú mála ég órans. Sérðu hvernig hann rennur? Og hann dropar. Svo grænt strik. Það dropar. Svo þurrka ég það upp, þegar það dropar. Hann teygði sig fram og bankaði I spegilvegginn. — Það eru einhverjir aðrir, sem hafa herbergi þarna hinum megin, sagði hann. — Slðast var einhver, sem sat þar inni I myrkrinu, en I dag er enginn þar. Ég varð forviða yfir þessari óvæntu uppgötvun hans. — Svo þú heldur það? spurði ég. —Ég veit það, sagði hann. — Smáhljóð, hvísl, sagði mer það. Enn ein sönnun þess, hve börn veita umhverfi slnu nána athygli, jafnvel þótt þau minnist kannski ekki á það með orðum — það á við Dibs og öll önnur börn. Það á líka við okkur fullorðna fólkið. Hann sneri sér aftur að grind- inni og málaði fleiri strik á blaðið. — Þessi strik eru það, sem ég hugsa, sagði hann. — Jæja? — Já. Og nú ætla ég að taka upp bardagamennina, sérstaklega þenn- an eina þú veist. Þegar hann var á leiðinni yfir gólfið að sandkassanum, nam hann staðar hjá mér og kíkti I minnis- bókina mína. Ég hafði stytt lita-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.