Vikan

Útgáva

Vikan - 04.03.1976, Síða 39

Vikan - 04.03.1976, Síða 39
framan, en borðabremsur að aftan og tvöfalt, þannig að ef bremsurör lekur, þá eru alltaf bremsur á minnst tveim hjólum. Dekkja- stærð er 13" og felgurnar eru sportfelgur. Rafkerfið er 12 v. með 33 amp. riðstraumsrafli. Há- markshraði mun vera um 140 km. Öll innrétting er mjög falleg og óvenju vönduð í svona litlum bfl, sætin þægileg og góð, en ekki með hallandi sætisbaki, aftursæt- ið er hægt að fella niður, og myndast mjög gott farangursrými. Stýrið er leðurklætt, frekar lítið og mjög þægilegt. í mælaborðinu eru hraðamælir með kíkómetrateljara, besínmælir og hitamælir. Mið- stöðin er afbragðsgóð og yljar manni vel. Autobianchi er allur óvenju snyrtilegur og vandaður að innan miðað við svona smábíl. Skal nú farið nokkrum orðum um hvernig er að aka Auto- bianchi. Vélin er mjög skemmtileg og vinnur vel, og ekki þarf að kvarta yfir því að krafturinn sé ekki nógur. Autobianchi liggur mjög vel. Öllum stjórntækjum er þannig fyrir komið, að auðvelt er að ná til þeirra, þótt maður sé spenntur í öryggisbelti, svo ekki er hægt að nota það sem afsökun fyrir því að nota ekki öryggisbelti í Auto- bianchi. Mörgum dettur eflaust í hug, að svona smábíll sé bara fyrir borgar- akstur og ekki hæfur til aksturs á íslenskum malarvegum, en slíkur hugsanagangur er óþarfur, því Autobianchi stóð sig eins og hetja á þeim malarvegum, sem við fórum um, þeir voru sundurgrafnir og reglulega vondir, meira að segja á íslenska vísu. i borgar- umferð er Autobianchi mjög góð- ur, lipur, snöggur og þægilegur að pota sér áfram í umferðinni á honum. Fjöðrunin er mjög góð, hæfilega stíf og verkar ekki síður vel á slæmum malarvegum en malbiki. Það fer mjög vel um þá sem sitja frammt í, sætin þægileg og nóg pláss, en frekar þröngt er að sitja aftur í. Útsýni úr bílnum er gott, rúðurnar eru stórar og hiti í afturrúðu. Autobianchi A 112 Elegant er sportlegur í útliti, á sportfelgum. með leðurklætt stýri, svart gúmmí á stuðurunum og sportlegt grill. Hljóðið í mótornum ýtir undir þá tilfinningu, að verið sé að aka sportbíl, en ekki smábíl. Þurrkurnar eru með innbyggðri þurrkutöf, þannig að hægt er að láta þær ganga hægt og stoppa á milli, ef lítil rigning er, svo ekki þurfi alltaf að vera að kveikja og slökkva á þeim. Afturljósin eru stór og með innbyggðum bakk- Ijósum. Autobianchi er 3 dyra, 2 fram- hurðir og mjög stór og góð hurð aftast sem farangurshurð. Glugg- ar fyrir aftan hurðir eru opnanleg- ir, og öskubakkar eru beggja vegna afturí. Autobianchi getur með sanni kallast' lúxus smábíll, og ekki er hætta á, að maður fái minnimátt- arkennd, þótt bíllinn sé smár. Eftir að hafa prófað Auto- bianchi, hefur þátturinn fengiö mikið álit á honum og finnst hann alveg frábær. Búast má við, að þessi bíll verði vinsæll á íslandi. Verðið er um 1.020 þús, þegar þetta er skrifað og þykir varla neitt ofboð í íslenskri verðbólgu. Það er Sveinn Björnsson og Co., Skeifunni 11, sem hefur umboð fyrir Autobianchi, og munu þeir einnig sjá um vara- hluta- og viðgerðarþjónustu. Autobianchi er fyrsti bíllinn, sem þátturinn reynsluekur, og þykir okkur gaman, að einmitt hann skyldi verða sá fyrsti. SVO MUNA AUÐVITAÐ ALLIR EFTIR ÞVÍ AÐ SPENNA ÖRYGGISBELTIN 10. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.