Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 24

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 24
— Við f/utning nútímatón/istar þarf að gæta gifur/egrar nákvæmni. — Ég heid, að fáir geri sér grein fyrir hve tón- listarf/utningur er vandaður hér. — Ég sagðist óhikað æt/a að verða óperu- söngkona. Sigríður Ella Magnúsdóttir debúteraði sem einsöngvari í Þorlákshöfn fyrir átta árum, þar sem hún söng á einkatónleikum við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, en þau voru þá bæði við tónlistarnám í Vínarborg. Síðan hafa þau haldiðtónleika víðaum landsbyggðina, og hefur þetta framtak þeirra vakið nokkra athygli. Árið 1969 fór Sigriður Ella svo með hlutverk Cheru- binos í sýningu Þjóðleikhússins á Brúðkaupi Fígaróseftir Mozart. Og nú íveturhefurhúnfarið meðtitilhlutverkiðí óperunni Carmen eftir Bizet í Þjóðleikhúsinu, og er það hið eiginlega tilefni - viðtals Vikunnar við hana, þótt fyrr hefði verið ástæða til, því að hún hefur gert garðinn frægan með söng sínum erlendis á undanförnum árum og sungið á tónleikum víða um lönd við góðar undirtektir. Meðal annars starfaði Sigríður Ella um skeið með tólf manna hópi af ýmsum þjóðernum, sem ferðaðist um Evrópu og flutti aðallega tvenns konar tónlist — annars vegar mjög gamla og hins vegar spánnýja. Fyrsta spurningin, sem ég bar upp við Sigríði Ellu, var hin klassíska og barnalega spurning blaðamannsins: Flvenær byrjaðirðu að syngja? enda hafði Sigríður Ella oftsinnis veriðspurð hins sama áður, og kvaðst hafa fast svar við spurningunni: Áður en ég byrjaði að tala. Faðir minn var sjómaðurogég elsta barnforeldra minna, svo að ég var mikið ein með móður minni, sem kenndi mér hvert smálagið á fætur öðru. Upp úr þessu varð ég mjög ófeimin viðað láta Ijós mitt skína og söngfyrir hvern, sem heyra vildi. Einkum var ég þó fús til að syngja fyrir skósmið, sem hafði vinnustofu nærri heimili mínu, því að hann launaði mér konsertana með karamellum og öðru sælgæti. Varst þá strax í bernsku ákveðin í að verða söngkona? — Ég held ég hafi nú ekki gert mér grein fyrir því sem barn, hvað söngkona eiginlega var, en þegar ég var sjö ára vildi svo til, að ég kom fram í útvarpsþætti, þar sem nokkrir verslunarskóla- nemar voru spurðir, hvað þeir hygðust gera að ævistarfi, og til þess að gefa þættinum léttara yfirbragð voru tveir krakkar spurðir hins sama. Ég var annar þeirra og sagðist óhikað ætla að verða óperusöngkona. Þegar þættinum var útvarpað, voru nokkrir gestir heima hjá mér, og þeir hlógu svo mikið að því, hvað ég var kotroskin, að eftir það var ég lengi harðákveðin í að verða leikfimikennari. i barnaskóla varég svo heppin, að Ingólfur Guðbrandsson kenndi mér söng. Flann var óskaplega áhugasamur og ákveðinn, og söngkennsla hans í Laugarnes- skólanum hefur haft áhrif á vinnubrögð mín og viðhorf til tónlistarinnar allt fram á þennan dag. Á þessum árum var ég einnig í kór, sem Ingólfur stjórnaði og var fyrsti vísirinn að Pólýfónkórn- sem nú er. Við fengum svolitla raddþjálfun og söngkennslu í kórnum, en eiginlegt söngnám hóf ég ekki fyrr en seinna og þá algerlega af sjálfsdáðum, en ekki vegna þess að einhver hvetti mig sérstaklega til þess. Ég held það hafi verið, þegar ég var að lesa landafræði undir landspróf, að ég fékk þessa flugu í höfuðið. Mér þótti landafræði óskaplega leiðinleg og er lítið gefin á því sviði, og út úr landafræði- þreytunni hringdi ég til Sigurðar Demetz Franssonar og spurði hann, hvort hann gæti tekið mig í söngtíma. Það varð úr og allar götur síðan hef ég stundað söngnám og raddþjálfun í einhverri mynd. Fyrst hér heima hjá ýmsum kennurum og síðan í Vín. í Vín lauk Sigríður Ella söngkennaraprófi úr Tónlistarháskólanum þar, lagði síðan stund á pýþagórisk fræði byggð á tónlist, og loks Ijóða- Viðtal við Sigríði Ellu Magnúsdóttur söngkonu. og óratóríupöng og óperusöng. Jafnframt söngnum stundaði Sigríður Ella margvísleg- ustu störf í Vín, segir sjálf, að sú vinna sé tæpast til þar í borg, sem hún hafi ekki unnið, , „þegar litlir peningar voru orðni'- til fyrir olíu". Flún seldi ís, sýndi fatnað á vörusýningum, stimplaði umslög í kosningaáróðri — man ekki lengur fyrir hvaða flokk — og vann iðulega við dreifingu skýrslna og annarra pappírsgagna á ráðstefnum og öðrum meiri háttar fundum. — Til stúlkna, sem taka að sér slík störf, eru sjaldnast gerðar aðrar kröfur en þær tali eitthvert tungumál auk þýskunnar og þær séu ólatar að brosa. En þetta var sæmilega borgað og því kjörið til að vinna sér inn nokkra skildinga. Oftast fór þetta ágætlega og hafði engin eftirköst, en í eitt sinn þótti mér þó nóg um. Þá kom þýsk kona til Vínar til að kynna framleiðslu, sem hún var að hefja sölu á í Austurríki. Boðað var til mikils blaðamanna- fundar með pomp og prakt, og ég og íslensk kunningjakona mín dreifðum auglýsingapésum á báðar hendur og brostum, sem best við kunnum. Þegar liðið var að lokum fundarins, rann það allt í einu upp fyrir okkur, að þarna var þýsk mellumamma á ferð, sem var að færa 24 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.