Vikan

Eksemplar

Vikan - 04.03.1976, Side 14

Vikan - 04.03.1976, Side 14
17. Hver er þinn mesti galli? Spurðu aðra. Spánverjinn Baltasar er giftur ís- lenskri konu og hefur verið búsettur hérlendis um margra ára skeið. Verk hans hafa glatt augu margra, bæði myndskreytingar bóka, skreytingar í kirkjum, málverk, teikningar og jafnvel leikmyndir, en hann gerði til dæmis leikmyndir og búninga í óperunni Carmen í Þjóðleikhúsinu. Eins og sjá má af svörum Baltasar er hann ekki mikið fyrir málalengingar, og segir það kannski ekki minna um manninn en svörin sjálf. 1 Hvað er það versta, sem þú getur hugsað þér að fyrir gæti komið? Heilsuleysi á heimilinu, stríð og náttúruham- farir. 2 Hvar vildirðu helst eiga heima? Á íslandi. 3 Hvaða galla í fari annarra áttu erfiðast með að þola? Eigingirni. 4 Hvaða skáldsögupersónu hefurðu mest dálæti á? Don Quixote. 5 Hvaða manneskju meturðu mest? Konuna mína. 6 Hvaða samtímakonu dáirðu mest? Konuna mína. 7 Hvaða kven- karlhetju úr bókmenntunum dáirðu mest? Jónatan Livingstone máv. 8 Hver er eftirlætismálari þinn? Velázques. 9 En tónskáld? Beethoven. 10. Hverja eiginleika telurðu mestu máli skipta að karlmaður hafi? Heiðar/eika. 11 En kona? Heiðarieika. 12 Hvaða kost á manneskju meturðu mest? Heiðarleika. 13. Hvað þykir þér mest gaman að gera? Mála og ríða út. 14. Hvað hefðirðu helst viljað verða? Listmálari. 15. Hvaða þáttur skapgerðar þinnar er ríkjandi? Spurðu aöra. 16. Hvað meturðu mest í fari vina þinna? Trygglyndi. 18. Um hvað fjallar hamingjudraumur þinn? Að valda viðfangsefninu. 19. Hvað vildirðu sist að fyrir þig kæmi? Að missa heilsuna eða fjölskyldu mína. 20. Hver er eftirlætis litur þinn? Brúnn. 21. En blóm? Magnolia. 22. Fugl? Hrafn. 14 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.