Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 13
Snúum okkur þá að kvörtunum
þínum.
Þú kvartar undan því, að viðtöl
Vikunnar séu ekki nðgu skemmti-
leg og fræðandi, ,,of einhæf
Kannski er ýmislegt hasft í þessu
hjá þér, en þó leyfi ég mér að efast
um, að harkaleg gagnrýni þín eigi
fullan rétt á sér. Leikari verður seint
góður leikari, ef hann leggur ekki
líf sitt og sál í leiklistina. Mér
finnst því ákaflega eðlilegt, að við
hann sé fyrst og fremst rætt um
leiklist. Hið sama gildir um
rithöfunda og jafnvel bisnissmenn.
Hitt er svo annað mál, svo dæmi
séu tekin, að Þðra Friðriksdðttir
og Jðn Sigurhjörnsson eru hesta-
menn gððir, og Snjólaug Braga-
dðttir saumar út, heklar og þrjónar
ósköpin öll. Ég get ekki að því gert,
að mér finnst hvorugt sérstaklega
merkilegt. Til dæmis get ég sagt
þér það t ðsþurðum fréttum, að ég
veit vel, hvað snýr aftur og hvað
fram á hesti, og kann bæði að taka
sléttaog brugðna lykkju. Mér finnst
því ekkert tiltökumál, þótt aðrir
getiþetta. Á hinn bóginn treysti ég
mér hreint ekki til að leika Blanche
íSporvagninum Girnd, setja Carm-
en á svið eða skrifa bækur eins og
metsöluskáldsögur Snjólaugar,
hvað þá að ég myndi leggja mig í
' það að stjórna ferðaskrifstofunni
Sunnu eða Flugleiðum.
Þú biður um, að viðtalsfórnar-
dýrin séu látin segja álit sitt á þeim
málum, sem efst eru á baugi. Eg
býst við þvt, að þau ágætu hjón Jðn
og Þóra, svo og skáldkonan Snjð-
laug hafi ákveðnar skoðanir á t.d.
landhelgismálinu og kynlífsfrœðslu
í skólum, en ég dreg þð t efa, að
álit þeirra á þeim málum hefði
varþað nýju Ijðsi þar á. Svo er það
heldur alls ekki rétt, að þjóðmál
og önnur hitamál séu aldrei rædd t ■
viðtölum Vikunnar. Þess eru þvert á
móti mörg dæmi, sem ég hirði
ekki um að rekja. Lestu bara
betur og sjáðu sjálf.
Annars skil ég reiðilestur þinn
um viðtölin þannig, að ,,þersónan "
bak við leikarann, rithöfundinn og
bisnissmanninn komi ekki nœgilega
fram í þeim. Gleymdu því ekki,
að t öllum tilvikum er ttm eina og
sömu þersónuna að ræða. Fð/k er
ekki rithöfundar í átta tíma og
eitthvað annað t sextán tíma. Ef þú
ert rithöfundur, þá ertu rithöfund-
ur, og þersónulegir eiginleikar þínir
koma fram t því, sem þú segir um
ritsmíðar þínar og í þeim. Það
skrifar enginn bók uþþ úr sálar-
kimum annars fólks, heldur verður
hann að gægjast ofan t stna eigin
sál til skriftanna.
Þú segir, að þér þyki framhaíds-
sögurnar hálfþunnur þrettándi.
Líkar þó Marianne. Ágætt. Ég get
t rauninni ekki fjallað um fram-
haldssögurnar, því að á val þeirra
hef ég yflrleitt lítil sem engin
áhrif, og gef mér ekki tíma til að
lesa þær. Þð leyfi ég mér að vona,
að þér falli Dibs t geð.
Auglýsingamar vil ég helst ekki
ræða____þær fara nefnilega stund-
um fyrir brjóstið á mér Itka. Ég
vil þó leiðrétta þann misskilning,
að auglýsingarnar séu til þess að
fylla út síðurnar. Þvert á móti eru
þær neyðarúrræði til þess að halda
útgáfustarfseminni gangandi, og
framkvæmdavaldið hér í Síðumúl-
anum getur ekki án þeirra verið.
Lesendttr ekki heldur, því að án
þeirra yrði blaðið svo dýrt, að á
fárra færi væri að kaupa það.
Þér er illa við sjálfsprófanir.
Ósköp finnst mér leiðinlegt til þess
að hugsa, ef þú hefur farið illa út
úr þeim. Mundu næst, að þetta er
nú mest ígamni gert.
Af hverju talarðu svona illa um
hann Smára — þennan ágæta pilt?
Raunar er ég alveg sammála þvt,
að hann ætti að leggja meiri rækt
við íslenskuna, en grun hef ég um,
að svo sé ástatt um fleiri svona
þopþara. Til dæmis hef ég einum
tvisvar sinnum hlustað á Áfanga t
útvarþinu á föstudagskvöldum, og í
bæði skiþtin þótti mér málfari
stjórnanda þáttarins stórlega ábóta-
vant. En ég skal koma þessum
kvörtunum áleiðis til Smára og láta
hann svara fyrir sig sjálfan, ef hann
kærir sig um.
Þakka þér svo kærlega fyrir
bréfið. Okkur þykir alltaf fengur að
gagnrýni frá lesendum, sem því
miður er lítið um að berist, þvt að
raunhæf gagnrýni er öllum holl.
Okkur á Vikunni líka.
Að svo mæltu bið ég bara
kærlega að heilsa þér og öðrum t
grennd við þig, sem kæra sig um
kveðju frá mér.
Þinn skólabróðir,
Trausti Ólafsson
HTH
(Hjælper T*r Hud)
MEST SELDA
RAKAKREM
A NORÐURLÖNDUM
FÆST NÚ LOKS
A fSLANDI
HTH ER UPPFINNING SÆNSKS
HÚÐLÆKNIS. ÞAÐ VINNUR
MEÐ RAKAGJAFA SJÁLFRAR
HÚÐARINNAR — KARBAMlÐI,
SEM SÝGUR TIL SlN RAKA ÚR
DÝPRI HÚÐLÖGUM OG ÚR
LOFTINU.
HÚÐIN ÞARF RAKA
- EKKI FITU
Venjuleg rakakrem, sem byggja á fituefnum, gefa
óraunhæfa tilfinningu um mýkt og raka í húðinni, þar
sem fitan dregur úr útgufun um stund. En húðin getur
ekki sogið til sín nýjan raka. Fitan leysir því ekki
vandann — að húðina vantar raka.
HTH vinnur gegn þurri húð með
aðferðum náttúrunnar. Inniheld-
ur aðeins 3,5% fitu. Notast sem
dagkrem, næturkrem, eftir bað
o. s. frv., á allan llkamann. Fæst
f helztu snyrtivoruverzlunum og
lyfjabúðum. .
Framleitt af lyfjaverksmlðjunn!
Pharmacla (Medisan, Uppsala).
HTH
-..
ff
Umboðsmenn á Islandl:
T hf
Sími: 38645.
■
— Síðan hún fékk frystikistuna halda henni engin bönd.
10. TBL. VIKAN 13