Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 38
cc, borvídd er 65 mm, en slag-
lengd 68 mm, þjöppuhlutfall er
9:1. Headiö er úr áli, og þetta er
toppventlavél, sem liggur þvers-
um framan í bílnum og gefur 47
hestöfl á 5600 snúningum. Kæli-
viftan er rafknúin og í sambandi
við thermostat. Gírkassinn er al-
samhæfður, og drifið er sambyggt
og framdrif, eins og búast mátti
við í bíl í ætt við Saab. Drifhlutfall-
ið er 13/61. Sjálfstæð fjöðrun er
að framan og aftan, að framan eru
gormar, en að aftan er blaðfjöðr-
un, sem liggur þversum og verkar
sem jafnvægisstöng. Beygjuradi-
usinn er 4,5 m, sem er mjög gott á
framdrifsbíl. Diskabremsur eru að
ÁRNI BJARNASON
*
A
FLEYGI
FERÐ
A 112 ELEGANT - LÚXUS
Autobianchi er nýr bíll á Islandi,
og hefur aðeins verið fluttur inn
einn bíll af þessari gerð enn sem
komið er. Autobianchi er ítalskur,
eins og nafnið bendir til, og
tilheyrði Fiat, en eftir að Fiat
sameinaðist Lancia yfirtók Saab
Autobianchi, og er hann nýjasti
meölimurinn í Saab fjölskyldunni.
Það er að sjálffeögðu Saab
umboðið hér á íslandi, sem hefur
Autobianchi á boðstólum. Þar er
þessi eini sýningarbíll, en umboðs-
menn eiga von á fleirum í vor.
Þátturinn fór þess á leit við
umboðið að fá að prófa þennan
litla ítala rigningardag einn seint í
febrúar. Var það strax auðsótt
mál, og við þeystum niður í Skeifu
til að Irta á gripinn. Jim Ijósmynd-
ara var að sjálfsögðu dröslað með,
og þegar í Saab umboöið kom var
bíllinn tilbúinn.
Autobianchi A112 Elegant er
sannkallaður smábíll, svipaður að
SMÁBÍLL.
stærð og Mini. Það er hátt upp í
botninn á Autobianchi og mjög
stutt milli fram og afturhjóla, en
það telst til kosta við íslenskar
aöstæður. Vélin er 4 strokka 903
BIANCHI
38 VIKAN 10. TBL.