Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 4

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 4
<c metra langt skip ásamt vopnum og öðrum hergögnum verið fært guöunum að fórn þar. Skipið er 24 metra langt, en hvor hlið þess er aðeins gerð úr fjórum stórum borðum. Hvert borð er í kringum hálfs metra breitt, og nær stafna milli. Skipasmiðirnir hafa greinilega reynt að hafa stórviði í skipunum, og þeir hafa haft stórvaxinn eikarskóg að sækja efnivið í. Steinaristur, sem fundist hafa í Svíþjóð, og ýmsir fornleifafundir í Noregi og Englandi, sýna, að skipasmíðin hefur verið mjög áþekk á stórum svæðum, þótt liklegt sé, að skipa- og bátasmiöir á norðlægum slóöum hafi smíðaö úr furu, en þeir, sem sunnar bjuggu, úr eik. Slíkan við skorti hins vegar hérlendis, og því voru skipasmíðar ekki stundaöar hér til forna, en skipaleysið átti einmitt þátt í því, að íslendingar glutruðu niður frelsi sínu í hendur noregskóngi, sem hét þeim tíöum siglingum til landsins, ef þeir gerðust þegnar sinir. I kringum árið 700 eftir Krist voru tveir far- kostir, skip og bátur, heygöir í Kvalsund á Sunnmöre. Af leifum þeim, sem fundust, þegar haugurinn var grafinn upp, reyndist unnt að ráða í gerð skipsins, og ekki alls fyrir löngu var gerð af því eftirmynd. Kvalsundsskipið veitir okkur innsýn í skipasmíði og sjóferöir járnaldarmanna, jafnframt því sem af skipa- smíði þeirra sést á hvaða grundvelli meistararn- ir, sem síðar smíðuðu jafnfullkomin skip og Gokstadsskipið, byggðu. Kvalsundsskipið er um það bil átján metra langt, léttbyggt, meö hátt stefni og stafn. Kannski hefur skipið verið búið mastri og segli, en á því er rúm fyrir tuttugu ræðar?. Á skipum af þessu tagi fóru smákóngarnir í herferðir hver gegn öðrum, áöur en Noregur var sameinaður í eitt ríki, og á svona skipum réru fyrstu víkingarnir vestur um haf til Hjalt- lands og Orkneyja, í kringum hundrað árum Þessi eftirlíking af Kvalsundsskipinu var sjósett ímaí 1973. Af henniséstglöggt, hve snotrir og renniiegir bátar járnaidarmanna voru. áður en víkingaferðirnar hófust fyrir alvöru. Sama skipsgerð hefur án efa verið notuð ,til vöruflutninga meö ströndum fram. Leifar sams konar skipa hafa fundist víðar i Noregi. Siglingar hefjast tiltölulega seint á noröur- slóðum. Elstu myndir af seglskipum er að finna á gotlenskum steinristum frá sjöundu öld, en þá höföu menn á S-Englandi og í Belgíu beitt seglum í sex til sjö hundruð ár. Þegar rómverjar fóru frá Englandi i kringum árið 400 eftir Krist, sigldu þeir áreiðanlega margs konar skipum um Ermasund, og því er næsta ótrúlegt, að þjóðir á norðurslóðum hafi ekki þekkt og séö seglskip strax þá. En hver ætli sé ástæðan fyrir því, að norrænir skipasmiðir smíðuðu ekki seglskip? Líklegasta skýringin er sú, að skipin hafi ekki verið þannig úr garði gerð, að þau hafi með góðu móti verið seglbær. Það er ekki fyrr en með Kvalsundsskipinu, að við rekumst á skipsskrokk, sem er nógu sterkur til siglinga. Mastursfestingin á Osebergsskipinu, sem er frá því-í kringum 800, er meira að segja mjög ófullkomin í samanburði við Gikstadsskipið, sem er „nokkrum skipasmiðakynslóðum" yngra. Skipafundir frá víkingatlmanum staðfesta frásagnir fornrita af því, hve mikilvæg skip og bátar voru þeirra tfma mönnum, jafnt i hernaði sem friði. Skipafundirnir í Oseberg og Gokstad sýna okkur, hvernig skip höfðingjanna voru úr garði gerð. Og frá miðöldum hafa fundist nokkrar leifar lítilla, einfaldra flutningabáta. Og fornsögur og forn kveðskapur bera greinilega með sér, hvers álits skip nutu og hvílíka hrifningu þau vöktu. Skipin frá Gokstad og Oseberg eru greini- lega einkafarkostir stórmenna, og til þeirra hefur í engu verið sparaö, hvorki i vinnu né efni. Osebergskipið er eini farkosturinn frá vík- ingatímanum, sem útskurður hefur varðveist á, en útskurður og annaö skraut hefur þó án efa þótt tilheyra á öllum höfðingjaskipum. Bátar smábænda hafa tæpast verið svipað því útflúraðir, en naglaraðirnar í gröfunum bera því órækt vitni, að þeir hafa verið rennilegir og góðir til siglinga, þótt viðurinn hafi ekki verið valinn af þeirri kostgæfni, að hann hafi varð- veist fram á okkar dag. Og að lokum er ekki úr vegi að minnast frægasta skips víkingatímans, Ormsins langa, en um hann segir Snorri: ,,Þat hefir skip verit best gört ok með mestum kostnaöi í Nóregi." * 4 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.