Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 29
fUANME
hvort frænka Ellis Sclton fclli undir
einhvcr ákvæði þeirra.
Embættismaðurinn sagði hcnni
að Compas d’Or væri ágætis gisti-
hús. Sjálfur ætlaði hann að dvclja
á Cheval Vert, en þar hafði bylt-
ingarmaðurinn Danton gist eftir
komu sína frá Arcis-Sur-Aube. Því
miður væri beðið eftir honum,
annars hefði honum verið mikill
heiður að því að fylgja mademoi-
selle Mallerousse á Compas d’Or,
en henni væri fyllilega óhætt að
treysta burðarmanninum, hann
hefði sjálfur margsinnis notið að
stoðar hans. Hann var meira að
segja svo hugulsamur að segja
henni hversu mikið hún ætti að
greiða manninum. Því næst tók
hann ofan bifurskinnshúfu, sem
hann var mcð á höfðinu, hneigði
sig og sagðist vona að þau ættu
eftir að hittast áður en langt um
liði. Síðan hvarf hann í mann-
þröngina og Marianne bjóst til þess
aðelta burðarmanninn.
,,Er langt til gistihússins?”
,,Tíu mínútna gangur, mm’selle.
Aðeins spölkorn niður Tiquetonnc-
götu og þá erum við komin þang-
að. En bíðið aðeins á meðan ég
spenni regnhlífina, ella verðið þér
gegnblaut áður en við komumst á
leiðarenda.”
Burðarmaðurinn var kraftalegur,
rauðhærður náungi, hýr á svipinn
og hann lét ekki standa við orðin
tóm. Hann spennti út stóra regn-
hlíf og leiddi Marianne út á götu.
J
BENZONI
Það voru fáit á ferli. Sennilega
lagðist myrkrið og þetta leiðinda-
vcður á citt um að halda parísar-
búum innan dyra. Stórir olíulamp-
ar, scm héngu í vírum er voru
strekktir yfir þvera götuna, gáfu
frá sér nauma birtu. Þótt Marianne
væri full eftirvæntingar, þá varð
hún fyrst og fremst að gæta fóta
sinna. Þarna voru engar gangstétt-
ir og það var erfitt að fóta sig á
steinlagðri götunni. Ef lciðsögu-
manns hennar hefði ekki notið við
og hann vísað henni á planka,
scm lágu yfir verstu forarvilpurnar,
þá hefði hún áreiðanlega marg-
ökklabrotið sig. Þó fóru lokkandi
búðargluggarnir ekki með öllu
framhjá henni og á meðal vegfar-
endanna voru nokkrar fallega
klæddar konur og hcrramenn, sem
virtust eftir klæðaburðinum að
dæma vera velmegandi.
En allt í einu rak burðarmaður-
inn upp óp og dró Marianne
upp að einu búsinu. Það mátti
ckki tæpara standa, því að í sömu
andrá þeysti skrautbúinn liðsforingi
framhjá og var næstum þvl búinn
að rlða þau um koll. Marianne sá
út undan sér svartan, glæsilegan
hest, græna kápu mcð hvítum
bryddingum, hvltar buxur úr hjart-
arleðri, gljáandi stlgvél og hjálm
úr látúni, skreyttan hlébarðaskinni
og fjaðraskúf, rauða og gyllta axla-
skúfa og hvlta hanska. Þessi sjón var
Isenn litrík og heillandi.
,,Hver er þetta?” sagði hún og
titraði af geðshræringu.
,,Einn af riddaraliðum keisara-
ynjunnar. Þeir eru alltaf að flýta
sér.” En er hann sá aðdáunina
í augum hennar, bætti hann við.
„Myndarlegur náungi? En þeir eru
sumir enn skrautlegri. Það cr auð-
séð að þér eruð utan af lands-
byggðinni, en blðið þangað lil þér
sjáið heiðursvörðinn, pólsku spjóts-
riddarana eða húsara. Svo ekki sé
minnst á marskálkana með allar
sínar gullsnúrur og heiðursmerki.
Já, litli liðþjálfinn veit hvernig
hann á að klæða menn slna.”
,,Litli liðþjálfinn? Hver er það?”
Burðarmaðurinn lcit furðu lost-
inn á Marianne, lyfti brúnum svo
að við sjálft lá, að þær næmu við
hársrótina.
,,Nú, keisarinn auðvitað. Hvað-
an komið þér eiginlega úr því að
þér vitið þetta ekki cinu sinni?”
,,Ur klaustri,” svaraði Marianne
um hæl til þess að missa ekki
algjörlega andlitið. ,,Þar hittir
maður ekki marga riddaraliða eða
liðþjálfa, hvorki stóra né smáa.”
,,Nú, þá skil ég þetta bctur.”
Þau bevgðu fljótlega inn I Mont-
orgucilgötu og Marianne gleymdi
voti bráðar riddaraliðanum. 1 þess-
ari götu snérist allt um stóran,
uppljómaðan veitingastað. Skraut-
legirvagnar, dregniraf vel tömdurn
hestum með skínandi aktygi,
renndu upp að aðaldyrunum og út
úr þcim stigu prúðbúnir gcstir.
Sumir þeirra voru I einkennis-
búningum.
10. TBL. VIKAN 29