Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 30

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 30
Spáin gildirfrá fimmtudegi til miðvikudags §8? HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Reyndu að aðlaga þig aðstæðunum og þeim kröftum sem umhverfið gerir til þín. Þú munt komast að raun um að takist það öðlastu nýja trú á lífið. gn NAUTIÐ 21. apríl - 21. maí Undanfarið hefur þér fundist fjölskyldan verða þér þreytandi kvöð, en þegar á reynir finnur þú glöggt hve mikils virði þér er umhyggja þinna nánustu. TVÍBURARNIR 22. maí - 21. iúni Líttu ekki svona gagnrýnislaust á verk þln, reyndu heldur að finna ástæðuna fyrir ágöllunum. Það gæti bætt starf þitt og aukið afköstin að mun. ggSllí KRABBINN 22. júní - 23. júll Einhver kunningi þinn er orðinn yfir sig þreyttur á lífinu. Þú ættir að aðstoða hann eftir bestu getu, þú færð það margfalt endurgoldið síðar. j LJÓNIÐ 24.júlí — 24. agúst Hjálpin berst svo sannarlega núna, einmitt þegar öll sund virtust lokuð. Það verður til þess að sjálfstraustið vex á nýjan leik. ^ MEYJAN 24. ágúst — 23. sept. Skammdegið hefur haft mikil áhrif á þitt næma taugakerfi og þér finnst kraftarnir á þrotum. Hafðu hugfast að þetta lagast örugglega þegar daginn fer að lengja. ^1 VOGIN 24. sept — 23. okt. s Mundu að freistingarnar eru ekki alltaf til p þess að falla fyrir þeim. Betri árangur næðist örugglega ef þú aðeins gættir meiri sjálfs- stjórnar. & SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. Einkalíf þitt hefur verið I óvenju góðum skorðum að undanförnu. Það var nú satt að segja ekki seinna vænna því óbreytt ástand hefði endað með taugaáfalli. ^ BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Æfi þln er einstaklega viðburðarík þessar vikurnar. Þvl skiptir miklu að þú standir þig sem best og mundu samt að það eru fleiri en þú á þessari jörð. STEINGEITIN 22. des. - 20. jan. Hikaðu ekki við að leita ráða hjá þeim sem eldri eru og reyndari. Hroðvirkni gæti komið þér óþægilega I koll þegar verst gegnir. VATNSBERINN 21. jan. - 19. febr. Einhver vinur þinn hefur valdið þér miklum vonbrigðum og ættir þú að láta þér það að kenningu verða. Leystu vandamálin af eigin rammleik öðru hverju. FISKARNIR 20. febr. - 20. mars I.cggðu áherslu á örugga framkomu, það er alveg ótrúlegt hvað fólk lætur blekkjast. Þégar hugarjafnvægi er náð á nýjan leik getur þú slakað aðeins á. STdÖRNUSPfl „Þetta er Rocher de Caneale,” sagði burðarmaðurinn stoltur. „Hér eru framreiddir bestu fisk- og ostruréttirnir í allri París. Það er komið með fiskinn glænýjan á hverjum degi handa þeim, sem hafa efni á því að borga. í þetta sinn reyndi Marianne ekki að leyna aðdáun sinni. Hún varð að taka hugmyndir sínar um frans- mennina til gagngerrar endurskoð- unar. I gegnum uppljómaða glugg- ana á þessum fræga veitingarstað sá hún karlmenn er báru sig tigin- mannlega, gljáandi satínkjóla og skínandi demanta. Og aldrei hafði hún séð svona litskrúðuga einkenn- isbúninga og konurnar voru sveip- aðar dýrindis loðskinnum. „Auðvitað,” hélt ræðumaðurinn áfram og það var ekki laust við að hann væri svolítið drýldinn, „auðvitað er þetta ekkert á við veitingarstaðinn Chord. Hér eru gestirnir sitt úr hverri áttinni og dálítið snobbaðir. Hingað koma engar hertogaynjur, en karlmenn- irnir virðast hafa mikið dálæti á þessum stað. Já, þetta er sannkall- aður sælureitur fyrir paradísar- fugla.” Lyktin, sem barst út úr þessu glæsta veitingahúsi, kitlaði nasir Mariannes og hún uppgötvaði nú að hún var sársvöng. „Eigum við langt eftir?” spurði hún. „Nei, Compas d’Or er þarna.” Hann benti á þokkalega bygg- ingu I endurreisnarstíl. Rúðurnar I gluggunum voru samansettar úr flöskubotnum og á forhliðinni var haganlega gerður myndskurður. Þetta leit út fyrir að vera hið nota- legasta gistihús. Póstvagn skrölti út I gegnum stórt, bogadregið hliðið og það glumdi I bjöllum. „Þetta er póstvagninn til Creil,” sagði burðarmaðurinn. „Hann og póstvagninn frá Gisors eiga báðir endastöð hérna. Jæja, þá eruð þér komnar mam’selle.” Hann hóaði I gestgjafann Bobois, sem var I þann veginn að fara inn eftir að hafa sinnt póstvagninum, sem var að renna úr hlaði. „Hér er kominn viðskiptavin- ur,” kallaði hann. Gistihússeigandinn rétti duglega úr sér, er hann kom auga á hina snyrtilega klæddu ungu stúlku. Og er hún nefndi nafn Nicolas Mall- erousse, breiddi gleitt bros sig um holdugar, vel rakaðar kinnar þans og fyrir neðan yfirvararskeggið komu I ljós tennur með gullfyll- ingum hér og þar. „Þér skuluð llta á þetta gistihús sem yðar eigið heimili,” sagði hann. „Sérhver frænka Nicolas er mér meira virði, en þótt væri hún mln eigin dóttir. Hæ, Marthon, komdu og berðu töskuna hennar.” Þjónustustúlka kom hlaupandi út og Marianne greiddi burðar- manninum. Þjórféð var svo ríku- lega útilátið, að ánægjusvipurinn lagði undir sig allt andlit hans. „Þakka yður kærlega fyrir mam’selle,” sagði hann og kastaði blárri húfu sinni hátt I loft upp. „Ef þér þurfið á aðstoð að halda, þá spyrjið bara eftir Gracchus- Hannibal Pioche og ég verð kom- inn á augabragði. ’' Síðan gekk Gracchus-Hannibal bllstrandi I burtu, greinilega salla- ánægður með þetta tilkomumikla rómverska nafn sitt, en Bobois og þjónustustúlkan fylgdu mademoi- selle Mallerousse inn I gistihúsið. Þar var margt um manninn, enda var þetta annasamasti timi kvölds- ins. Þjónar og þjónustustúlkur voru á þönum fram og aftur og báru á borð fyrir þá, sem mötuðust þarna niðri og eins var gestum færð- ur matur upp á herbergi. Bobois stakk upp á hinu síðarnefnda við Marianne og hún var honum þakklát fyrir það. Öll þessi fólks- mergð sló hana dálltið út af laginu. Þau gengu að eikarstiga, sem lá upp á loft. Tveir menn voru að koma að ofan og Marianne og fylgdarmaður hennar urðu að hinkra við til þess að hleypa þeim framhjá. Annar þeirra var um fertugt, meðalmaður á hæð, þrekinn og snyrtilega til fara, I bláum frakka með silfurhnöppum. Hann var breiðleitur með dökka barta og andlitsdrættirnir voru skýrir. Blá augu hans voru skær og grár hattur hans hallaðist dálítið. í annarri hendi hélt hann á göngu- priki með gylltum hnúð og vingsaði þvi til og frá. Marianne var heilluð af þvi óvenjulega valdi, sem stafaði frá þessum manni og þess vegna tók hún ekki eftir félaga hans, er gekk raunar dálítið á eftir honum. En þegar hún sá framan I hann hörfaði hún aftur á bak. Þarna fyrir framan hana var þá kominn enginn annar en Jean Le Bru klædd- urísvört jakkaföt. Er hún var orðin ein cftir I litla, snotra herberginu sinu með gamaldags gluggatjöldum og gluggum er vissu út að bakgarð- inum, gerði Marianne sitt ýtrasta til þess að ná aftur valdi á tilfinn- ingum sinum. Það hafði vcrið mik- ið áfall fyrir hana að sjá aftur hinn unga bretóna. Hún hafði verið að því komin að reka upp öskur. En það var eins gott að hún stillti sig, því að hann vissi hver hún var I raun og veru. Hún óskaði sjálfri sér til hamingju með það, að hann skyldi ekki hafa þekkt hana aftur. Raunar hafði hún ekki staðið þar sem birtan var mest og hattbarðið 30 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.