Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 44
SLÉTTPRJÓNUÐ HÚFA (lengst
til hægri á myndinni).
Ummál: 55-56 cm.
Garn: 150 gr. Kattens Tweedy eða
annað garn.
Prjónar: nr. 9 og 10.
Þéttleiki: 9 1/2 lykkja og 14
umferðir sléttprjóns á prjónum nr.
10 eiga að mælast 10 sm.
Prjónamunstur: x ein slétt umferð,
ein brugðin umferð, ein slétt um-
ferð, tvær brugnar umferðir og
ein slétt. Endurtakið frá x.
Húfan.
Fitjið upp 50 lykkjur á prjóna nr.
9 og prjónið sléttprjón þangað
til stykkið er 8 sm.
Takið nú prjóna nr. 10 og prjónið
munstrið. Þegar stykkið er orðið
15 sm langt, takið þá úr frá rétt-
unni: 1 slétta lykkju (kantlykkju)
x 2 lykkjur sléttar saman, 4 sléttar.
Á þennan hátt takið þið úr 8 lykkj-
ur á öðrum hverjum prjóni, fimm
sinnum. Ef þið þurfið að taka úr
á brugðnu prjónunum, verðið þið
að prjóna x 2 lykkjur brugðnar
saman, 4 brugðnar. Þegar þið
hafið fellt úr á 5 prjónum, eru
eftir 10 lykkjur á prjónunum.
Slítið garnið og dragið endann
gegnum síðustu lykkjurnar.
Saumið endann fastan.
Frágangur: Saumið húfuna saman
að aftan, með einnar lykkju milli-
bili. Pressið sauminn.
HÚFA MEÐ HEKLUÐUM KANTI
(fyrir miðju)
Ummál: 55-56 sm.
Garn: 200 gr. Kattens Tweedy.
Prjónar: nr. 10. Heklunál nr. 10.
Þéttleiki: 9 1/2 lykkja og 14 um-
ferðir sléttprjóns á prjónum nr.
10 eiga að mælast 10 cm.
Húfan:
Uppbrotið: Fitjið upp 12 loftlykkj-
ur á heklunál nr. 10. Stingið nál-
inni niður í lykkju nr. 2 þegar
snúið er við og heklið 11 fasta-
lykkjur. Snúið aftur. í hvert skipti
sem þið snúið heklið þið eina loft-
lykkju þannig að þið heklið fram
og aftur yfir 11 lykkjur. Heklið
fastalykkjur og stingið heklunál-
inni gegnum báða lykkjubogana.
PRJÓNAÐ
OC
HBKLJXO
Heklið þangað til stykkið er 55 sm.
Kollurinn: Takið upp 50 lykkjur
með prjónum nr. 10 eftir annarri
langhlið uppbrotsins. Prjónið
sléttprjón þar til kollurinn er 25
sm. Takið þá úr frá réttunni: 1
slétta lykkju, x 2 sléttar lykkjur
saman, 4 sléttar. Endurtakið frá x
átta sinnum og Ijúkið prjóninum
með 4 sléttum og 1 sléttri kant-
lykkju. Takið á þennan hátt úr
8 lykkjur í annarri hvorri umferð,
fimm sinnum. Þegar tekið hefur
verið úr á 5 prjónum eiga að vera
10 lykkjur eftir á prjóninum.
Slítið garnið og dragið endann
gegnum síðustu lykkjurnar.
Saumið endann fastan.
Frágangur: Saumið kollinn saman
rneð einnar lykkju saumfari á
hvorri hlið. Skiljið eftir 12 sm og
saumið þá frá réttunni. Brettið
upp ca. 11 sm af uppbrotinu mót
réttunni og pressið sauminn létt.
HEKLUÐHUFA (til vinstri)
Ummál: 55-56 sm.
Garn: 200 gr. Kattens Tweedy.
Heklunál: nr. 10.
Þéttleiki: 8 fastalykkjur og 10 um-
ferðir heklaðar með heklunál nr.
10 eiga að mælast 10 sm.
Húfan:
Fitjið upp 4 loftlykkjur og festið
44 ViKAN 10. TBL.