Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 37

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 37
AÐ VERA MANN- ESKJA Undir lok janúarmánaðar komu hingað til lands svíarnir Karin Axeheim fóstra og rekt- or, og Ingrid Liljeroth sálfræð- ingur, en þær hafa á undan- förnum árum unnið að þjálf- un þroskaheftra í Svíþjóð. Þær Axeheim og Liljeroth komu hingað á vegum nær allra stofnana á Islandi, sem sinna málefnum vanheilla. Þær heim- sóttu stófnanir fyrir vanvita, héldu fyrirlestra í þroskaþjálfa- skólanum, fósturskólanum og kennaraháskólanum, og auk þess leiðbeindu þær á fjölsóttu námskeiði, þar sem þroska- þjálfar, kennarar, fóstrur, nemar I þessum greinum og fleiri nutu leiðsagnar þeirra. Einnig héldu þær Axeheim og Liljeroth fyrirlestra fyrir for- eldra þroskaheftra barna. Ég hef komist yfir lítinn bækling eftir Axeheim og Liljeroth, sem þýddur hefur verið á íslensku og dreift var fjölrituðum á námskeiðinu. Meginefni þessa bæklings er tilraun til skilgreiningar ým- issa orða og hugtaka, en flest hljótum við að hafa rekið okk- ur á, hve vandfarið er með orð og hve mikil hætta er á því, að út úr orðum okkar verði lesið eitthvað allt annað en það, sem við ætluðum að segja eða skrifa. Eins er okkur sjálfum ekki alltaf ljóst, hvað við eig- um við með orðum og hugtök- um, heldur notum þau án þess að ígrunda náið eiginlega merkingu þeirrá. Þar sem ég tel töluvert almennt mannvit fólgið í skilgreiningum Axe- heim og Liljeroth leyfi ég mér að taka hér nokkrar tilvitnanir í bæklinginn, sem hefur titil- Frá skemmtun þroskaheftra íTónabœ í nóvember stðas tliðnum. inn: ,,Ég vil ekki aðeins læra — ég krefst þess líka að fá að lifa.” Grípum fyrst niður I örstutt- an formála: ,,Allir innan fá- vitakerfisins tala svo fallega. Menn nota orð eins og þjálf- un, hæfingu, meðferð o.s.frv. og halda að þeir sýni með þeim vilja sinn til að framkvæma eitthvað. En hvað felst I þessu? Oftast allt annað en við höld- um. HVERT STEFNUM VIÐ EIGINLEGA? Á næstu síðum er samsafn orða. Flest þeirra ættu að vera auðskilin. En merkingin er þó ekki alltaf ljós. Við tökum dæmi um það sem ekki á að felast í orðunum, um misskilning o.s.frv.” Og hér eru svo nokkrar skil- greiningar Axeheim og Lilje- roth: ,,M.annúðlegt lífsviðhorf er ekki að vorkenna þessum vesa- lingum. að ákveða uppeldismarkmið og kennsluaðferðir eftir læknis- fræðilegri greiningu. að meta manngildi eftir greind eða framleiðsluafköstum (let- urbr. Vikunnar) að álíta að einhver hafi ekki mannlegar þarfir af því að hann krefst þtss ekki að þeim sé fullnægt að álíta að einhver upplifi ekkert af því að hann sýnir þess engin merki að líta á vangefna sem sjúkl- inga að líta á vangefna sem sérstæð- an hóp að nota hinn vangefna til þess að stunda góðgerðarstarfsemi (leturbr. Vikunnar) að tala um hina vangefnu að þeim áheyrandi að álíta atferli einhvers sjúk- dómseinkenni. ” Lítum á aðra skilgreiningu: ,, Samvinna er ekki að vera á sama máli að þora ekki að segja mein- ingu sína að allir geri það sama að gera eins og yfirmaðurinn segir þó það stangist á við tilætlun fávitakerfisins að vera kerfinu trúr (leturbr. Vikunnar) að sérfræðingnum finnist hann eigi að ráða (leturbr. Vikunnar). að gagnrýna skólann en leyfa ekki gagnrýni á gæslu- fólkið.” Mér virðist, að allt þetta um samvinnuna eigi ekki aðeins við um stofnanir fyrir vanvita, heldur megi yfirfœra það á flesta aðra vinnustaði. Lítum að lokum á skilgrein- ingu Axeheim og Liljeroth á því að vera manneskja: ,,Að vera MANNESKJA er að hafa tilfinningar, þarfir og lifanir að vera háður samskiptum manna sem okkur eru kærir og þykir vænt um okkur að meina eitthvað með þvl sem maður gerir að hafa forsendur til að þroskast að eiga eitthvað sameigin- legt með öðru fólki og einnig að vera öðru vlsi I sinni þróun að það sem maður gerir I dag taki lit af fyrri reynslu og lifunum. ÞETTA ER MANNESKJU- LEGT LÍFSVIÐHORF.” Tról. MEÐflb ANNARRA QRÐ A 10. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.