Vikan

Eksemplar

Vikan - 04.03.1976, Side 31

Vikan - 04.03.1976, Side 31
hafði varpað skugga á andlit henn- ar. Le Bru hafði elt manninn í bláa frakkanum án þess svo mikið sem líta á hana og Marianne hafði heyrt hinn síðarnefnda segja við Bobois: „Við ætlum að snæða á Rocher de Cancale. Ef einhver skyldi spyrja eftir mér þá sendu skilaboð þang- að.” „Sjálfsagt monsieur le Baron,” hafði veitingamaðurinn sagt og þetta hafði heldur betur vakið for- vitni hennar. Hver var þessi barón, sem strokufanginn elti svona auð- mjúkur? En henni gafst ekki tóm til þess að vera með frekari vanga- veltur. Marthon kom með stóran bakka og á honum var vel útilátinn kvöldverður. Marianne tók til við að seðja sárasta hungrið og það varð að bíða, að hún fengi svalað forvitni sinni. Hún var einmitt að ljúka við ananasábæti með rjóma, þegar bankað var á dyrnar. „Kom inn,” kallaði hún og hélt að Marthon væri kominn til þess að sækja bakkann, en svo sá hún hvarjean Le Bru birtist í dyrunum. Henni tókst að leyna undrun sinni og uppnámi við þessa óvæntu heimsókn og sat kyrr, nema hvað hún ýtti frá sér litla borðinu þar á voru leifarnar af kvöldverðinum. „Hvað?” spurði hún kuldalega. Jean lokaði dyrunum hljóðlega og hallaði sér upp að dyrastafnum, en augu hans skutu gneistum. „Mér skjátlaðist þá ekki, þetta varst þú,” sagði hann hörkulega. „Hvernig tókst þér að flýja frá Morvan?” „Þú hefur ekkert leyfi til þess að spyrja mig um það. Það að mér skyldi takast að flýja, var áreiðan- lega ekki þér að þakka. ’ ’ Hann hló illkvittnislega og Mari- anne sá á ölrjóðu andliti hans, að hann hafði verið að drekka. „Þú hélst að þér tækist að slá ryki í augu mér, var ekki svo? Þú taldir þig getað skriðið upp í rúm I þessu myglaða greni strandþjófs- ins og ætlaðist til þess, að ég gæfi mig fram við englendinga og það eingöngu út á snoppufrítt andlitið á þér? Hitt viðurkenni ég, að þú þurftir að borga fyrir það. ’ ’ „Greinilega þó ekki nóg til þess að þú héldir loforð þitt. Hvað fékkstu hjá Gwen fyrst þú skiptir svona fljótt um skoðun?” „Sannleikann varðandi þig og ráðabrugg þitt og tækifæri til þess að bjarga lífi mínu og kollvarpa fyrirætlunum þínum. Þetta var eins og þú skilur ómetanleg gjöf, jafnvel dýrmætari en unaðslegur líkami þinn. En hafðu engar áhyggjur, ég er ekki búinn að gleyma þessari nóttu. Mig hefur ekki svo sjaldan dreymt um þig síðan.” „Sama er mér. Þú dróst mig á tálar, sveikst mig og valdir þann kostinn að leggja eyrun við tóm- um lygaþvættingi, þó þú vissir full- vel, að ég væri á flótta frá Englandi. Ég þurfti á hjálp og stuðningi að halda, en þú yfirgafst mig eins og hver annar hugleysingi og gerðist auk þess mannsbani.” „Þú getur ekki kennt mér um dauða þessa úrþvættis. Þetta var strandþjófur og ég hefði átt að fá heiðursmerki fyrir það. En hvað þig snertir, þá færðu mig ekki til þess að trúa fleiri af þínum lygasögum. Ég veit mæta vel hver þú ert og hverra erinda þú ert komin hingað til Frakklands.” „Og ég veit að sagan, sem þú lagðir trúnað á var þúsund sjnnum ótrúlegri. Ég veit hvað Gwen sagði þér, hún sagði þér að ég ætlaði að táldraga þennan óviðjafnanlega Surcouf þinn og fá hann til þess að láta af heilagri sannfæringu sinni. Er þetta ekki rétt hjá mér? Sennileg saga eða hitt þó heldur. Ég þekki þennan mann ekki einu sinni.” Jean gekk nú 1 áttina til hennar og heiftin sauð í honum. „Þú dirfist að reyna að telja mér trú um, að þú þekkir hann ekki, þegar sannleikurinn er sá að þú eltir hann hingað til Parísar og á þetta hótel. Sérðu ekki að þetta sannar sekt þína? Þú þurftir ekki að flýja frá Morvan, dækjan þín. Hann leyfði þér að fara, lét þig jafnvel hafa peninga og föt, svo að þú gætir haft upp á fórnarlambi þínu. Þú hefur haft nægan tlma til þess að fara til St. Malo og komast að þvi, að hann væri í París og eins og sönnum blóðhundi sæmir, rakið slóð hans hingað.” Sem snöggvast gerði þessi orða- flaumur Marianne algjörlega klumsa. Var hann svo drukkinn, að hann vissi ekki hvað hann var að segja? Eða átti hún hér I höggi við vitskertan mann? Þessi hömlu- lausa reiði gerði hana óttaslegna, en hún varð einhvern veginn að komast til botns í þessu máli. Hún ætlaði ekki að láta ásökunum hans ósvarað. „Ég skil hvorki upp né niður í þvl, sem þú ert að segja. Ég fór ekki til St. Malo og hef aldrei haft neitt af þessum Surcouf að segja. Ég hef aldrei á ævinni séð þann mann og ef hann erí París...” Löðrungur stansaði hana I miðri V — Gastu fest upp myndina, elskan? 10. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.